blaðið - 29.07.2006, Síða 23
blaðið LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006
23
matur@bladid.net
Sveppir í umslagi
Ég held að sveppir séu með því
vinsælasta sem menn hafa með grill-
uðum mat. Algengustu aðferðirnar
eru að þræða þá upp á grillspjótin
eða að kaupa nógu stóra sveppi svo
hægt sé að grilla þá án þess að þeir
detti niður á milli grindarinnar á
grillinu. Þá þarf að nota stóra flúða-
sveppi eða Portobellosveppi sem eru
reyndar alveg meiriháttar á grillið.
Portobellosveppir eru stærstu svepp-
irnir sem hægt er að kaupa í versl-
unum í dag og því alveg tilvaldir í
þetta. Það er hægt að marinera þá
í hvítlauk, olíu og ferskum krydd-
jurtum og grilla þá síðan eins og
steikur. Ef menn vilja nota öðruvísi
sveppi, eins og ostrusveppi, shiitake-
sveppi eða aðra sveppi þá er þessi að-
ferð sem ég ætla að fjalla um í dag
algjörlega meiriháttar og það er að
grilla sveppi í umslagi úr álpappír.
Þessi aðferð er einnig tilvalin í útileg-
una því maður er búinn að blanda
öllu saman í álpappírinn áður en
lagt er af stað. Síðan er þessu bara
fleygt á grillið í ca ío mín, fer eftir
hve stórt grillið er. Sveppirnir eru
tilbúnir þegar umslagið hefur blásið
vel út og það heyrist krauma vel inní.
Þá er bara skorið gat á umslagið
og allt er tilbúið. Það þarf bara að
passa sig á að þegar gert er gat þá
brýst gufan út og getur verið mjög
heit. Einnig er mikilvægt að passa
að loka umslaginu afar vel með því
að snúa upp á allan hringinn því við
viljum alls ekki að umslagið opnist í
miðri eldun. Þegar verið er að raða í
umslagið þá er um að gera að nota
hugmyndaflugið því að það er enda-
laust hægt að setja í þetta. Svepp-
irnir eru sneiddir gróft niður. Síðan
er til dæmis hægt að setja fínt sax-
aðan lauk, hvítlauk, timiangreinar
eða rósmaríngrein í umslagið. Þá
er mjög gott að setja ólífur, sólþurrk-
aða tómata, paprikustrimla og litla
kokkteiltómata svo eitthvað sé nefnt.
Síðan er að sjálfsögðu skylda að setja
smá ólífuolíu eða smjör með ásamt
salti og pipar, allt klárt!
Ég læt fylgja með eina hugmynd
af svona umslagi.
GOÐA SKAPIÐ
B6-vítamín, C-vitamín, fólínsýra og sink eru allt næringarefni
sem eru ómissandi fyrir góða skapið. Þessi næringarefni eru
nauðsynleg til að búa til serótónín úr trýptófan sem má finna í
matvælum eins og kjöti, fiski, baunum og linsubaunir. Serótónin
er efnið sem stjórnar skapi, svefni og matarlyst.
. m
.
•aw
Fyrir tvo sem meðlæti
með kjöti eða fiski.
Allt blar
f eina hí
á álpapi
endar lc
an, sett
pönnu <
mín. Hrí
lega á r
4-6 stk flúðasveppir
4-6 stk shiitakesveppir
Vz laukur skorin i fína strimla
Vs rauð paprika skorin í strimla
1 stk hvítiauksgeiri, fínt sax-
'í vkJS'/lL'í.. .
tan
Japönsk matseld
■Mg
Jafnvægi
Sushi er senniiega þekktasti japanski rétturinn en jap-
önsk eldamennska snýst að miklu leyti um jafnvægi.
Japönsk matarmenning vekur
forvitni margra enda er japanskur
matur einkar bragðgóður. Matur
eins og tempura, sushi og sukiyaki
eru oft borðaðir á veitingastöðum
en færri kunna að útbúa þessa ljúf-
fengu rétti heima fyrir. Auk þess eru
ekki margir sem eiga fullan isskáp af
japönskum vörum sem eru notaðar
i eldamennsku. Margir hefðbundnir
japanskir réttir endurspegla holl-
ustu sem vestrænir neytendur
kalla eftir. Það er sífellt auðveldara
að fá hráefni í japanska matargerð
hér á landi enda hefur úrval aukist
töluvert, bæði í sérverslunum sem og
hefðbundnum matarverslunum.
Litaval skiptir máli
Samkvæmt Elizabeth Andoh, höf-
undi bókarinnar Washoku: Recipes
from the Japanese Home Kitchen,
er japanskur matur einfaldur matur
sem er í næringarlegu jafnvægi. Eins
segir hún að það séu 15 atriði sem
eru nauðsynleg þegar elda skal jap-
anska rétti. Fyrir Japana liggja þessi
atriðið ljós fyrir, rétt eins og vestur-
landabúar borða sterkju, grænmeti
og kjöt í eina máltíð. Fimm af atrið-
unum mikilvægu snúast um litaval.
Ef allt er á best kosið ætti hver jap-
önsk máltíð að innihalda fimm liti;
rauðan, gulan, grænan, svartan og
hvítan. Dökk matvæli flokkast undir
svört, eins og eggaldin, vínber og shii-
take sveppir.
Blöndun eldunaraðferða
Næstu fimm atriði lúta að bragð-
laukunum en máltíðin verður að
vera í jafnvægi og vera allt í senn;
sölt, súr, sæt, beisk og sterk. Að sögn
Elizabeth er þetta ekki eins flókið og
þetta lítur út fyrir
að vera. Sam-
loka með
túnfiski
mun bæði
bragðast
betur og
líta betur út
ef tómatur er
sett ofan á hana.
Nokkur sæt vínber
á disknum myndu svo
koma jafnvægi á mál-
tíðina. Síðustu fimm
atriðin snúa að eldunar-
aðferðum en japanskur
matur er látinn krauma, er grillaður,
steiktur, gufusoðinn og hrár, hvort
sem það eru ávextir, grænmeti eða
fiskur. Með því að blanda saman
eldunaraðferðum er auðveldara að
takmarka magn salts, sykurs og
olíu auk þess sem matseldin verður
miklu skemmtilegri. Besta leiðin til
að prófa japanska matseld er að finna
spennandi uppskrift og skella sér út í
búð með innkaupalista. Aukþess má
fjárfesta í bók Elizabeth sem fæst á
Amazon.co.uk en hún hefur að geyma
fjölmargar japanskar uppskriftir.
Bragðbætt
gufusoð
Að elda með gufu og að elda með
kryddjurtum eru tvær frábærar
matreiðsluaðferðir sem eru ekki
einasta bragðgóðar heldur einnig
dásamlega næringarríkar og fullar
af hollustu. En af hverju ekki að slá
þessum tveimur aðferðum saman?
Það er ósköp lítið annað að gera
en að taka uppáhalds kryddjurtirnar
eða bragðmikla ávexti og skella því í
vatnssoðið undir gufusigtinu. Það er
dásamlegt að blanda rósmarín og sí-
trónu í soðið á kjúklingnum, myntu
og appelsínu með fisknum og kú-
meni þegar hrísgrjónin eru soðin.
Setjið jurtirnar ekki út í vatnið fyrr
en það fer að sjóða, eða á sama tíma
og maturinn er settur yfir gufuna.
Þannig fer mest af bragðgæðum jurt-
anna í kjötið, fiskinn eða grjónin.
Frábærar matreiðsluaðferðir
Það er tilvalið að slá saman eldun með gufu og eldun með kryddjurtum enda
eru það næringaríkar og hollar matreiðsluaðferðir.