blaðið - 29.07.2006, Side 24
24
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaðið
tilveran
tilveran@bladid.net
Halldóra hugsar upphátt
“Viö auðvitað þóttumst geta rakið öli ósköp-
in rakleiðis til karlanna og fríað okkur
alfarið af samansafni sorpsins.”
Þrasað um þrifin á heimilinu
Eg sat á dögunum með tveimur
samstarfskonum mínum í
eldhúsi vinnustaðarins þegar
upp hófust samræður um um-
gengni og meintan subbuskap karl-
þjóðarinnar. Við auðvitað þóttumst
geta rakið öll ósköpin rakleiðis til karl-
anna og fríað okkur alfarið af sam-
ansafni sorpsins, þess fullvissar að
við værum náttúrulega miklu penni
og snyrtilegri en þeir. Nema hvað...
talið barst að karlmönnum almennt
og þær fóru báðar að beina spjótum
að sínum mönnum, reyndar fyrrver-
andi einnar, en núverandi hinnar.
Sú einhleypa sagðist hafa fengið nóg
af berserksgangi fyrrverandi á heim-
ilinu og hefði fyrir rest sýnt honum
reisupassann. Hann hafði verið algjör-
lega ófær um að skúra, hvað þá heldur
vinda tusku, og hefði ómögulega
getað tekið til hendinni á heimilinu,
henni til mikils ama. Eftir að hafa séð
ein um þrifin ákvað hún að snúa vörn
í sókn og steinhætta allri tiltekt með
von um viðbrögð mannsins. Ekkert
gerðist og á endanum var subbugang-
urinn orðinn þvílíkur að Sorpa hefði
fengið ansi margt fyrir sinn snúð
hefðu fulltrúar þaðan mætt á svæðið.
Þegar hann fékk loksins tiltektarflug-
una í hausinn og tók á rás með Ajax-
ið gerði hann það svo hryllilega illa
að mín var komin á fremsta hlunn
með að biðja hann vinsamlegast um
að sniðganga tiltektina algjörlega. Og
ekki var verkið bara illa unnið heldur
var allt þvottaefni uppurið eftir þvotta-
daginn. Maðurinn náttúrulega hélt
að það væri í himnalagi að nota heilu
lítrana af efninu svo að ilmurinn yrði
sem mestur og mátti prísa sig sælan
með að falla hreinlega ekki í yfirlið í
sápukúlulandinu eftir allt erfiðið.
En jæja, eftir að hafa sammælst um
ákveðna „fötlun" karla þegar kemur
að tiltekt bætti sú sem er í föstu sam-
bandi við að hún hefði nú bara gert
sér lítið fyrir og bent manninum á að
hér væri sko ekkert elsku mamma!
Ef hann ekki gæti sinnt heimilis-
verkunum hefði hún akkúrat engan
áhuga á að búa með honum og setti
það sem skilyrði fyrir samvistum að
hann skyldi leita að heimilishjálp
sem kæmi einu sinni í viku til þess
að þrífa. Og hann skyldi borga! Hún
var ekkert að tvínóna við hlutina og
sagðist stolt myndu halda þessu til
streitu. Ef hann keypti ekki út heim-
ilishjálp, eða skrúbbaði allt sjálfur,
myndi hún pakka niður og fara.
Það rann allt í einu upp fyrir mér
að við höfðum setið þarna í dágóðan
tíma og vælt yfir einhverju sem við
fáum ekki breytt. Karlar eru frá mars
- konur frá venus. Þannig er það bara
og það þýðir ekki að væla endalaust
yfir því. I þessum tilvikum alla vega
var það nú bara svoleiðis að þegar
mennirnir höfðu loksins lagt hönd
á plóg voru þær ekki par hrifnar og
svimuðu sveittar um gólfin í umferð
tvö vegna illa unna verka mannsins.
Það hefði kannski bara mátt spara
tíma, rifrildi og þessi líka ógrynni
hreinsiefnis ef þær hefðu bara látið þá
lönd og leið í tiltektarliðinu og leyft
þeim. aá glápa á imbann............
halldora@bladid. net
HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ
Hvernig gildismat hefurðu?
Það er mikilvægt að vera með heilbrigt gildismat, sérstaklega þegar þú átt í samskiptum við annað fólk. Gildismatið segir til um hvernig þú kemur fram við
annað fólk, hvað þú leyfir þér og hvernig þú hegðar þér. Kemurðu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig? Hagar þú þér kannski nákvæmlega
eins og þú vilt, sama hverjar afleiðingarnar verða? Hvernig gildismat hefur þú? Taktu þetta próf og athugaðu hvort þú lærir eitthvað um sjálfa/n þig!
Nágranni þinn biður þig um að
vökva blómin þeirra á meðan
þau eru í fríi. Hvað gerir þú
þegar þú ferð heim til þeirra?
a) Slaka á í heita pottinum, borða
matinn í ísskápnum, athuga hvort ég
finn eitthvað persónulegt og reyni
svo að muna eftir blómunum.
b) Lít aðeins í kringum mig en fæ
samviskubit og vökva blómin.
c) Vökva blómin reglulega. Rétt
áður en þau koma þríf ég íbúðina laus-
lega og fylli ísskápinn af mat.
d) Leita út um allt hús af dag-
bókum þeirra eða öðru persónulegu.
Ef ekkert finnst þá vökva ég blómin.
2Þú ferð út að borða á róm-
antískum en afskekktum
veitingastað. Á staðnum
sérðu maka vinkonu þinnar
og hann snæðir með gullfallegri
konu. Hvernig bregstu við?
a) Ég læt hann vita að ég hafi séð
hann og hringi beint í vinkonu mfna.
Kannski vill hún sjá hann með eigin
augum.
b) Læt sem ég sjái hann ekki og
hugsa aldrei aftur um atvikið. Þetta
kemur mér ekki við.
c) Hugsa málið en sennilegast
hringi ég í vinkonuna um kvöldið
og segi henni hvað ég sá.
d) Hlæ innra með mér enda er
þetta gott á hana.
Teldu saman stigin:
1. a) 4 b) 2 c) 1 d)3
2. a)1 b) 3 02 d)4
3. a) 3 b)1 c) 4 d) 2
4. a) 2 b)4 01 d) 3
5. a) 1 b) 2 03 d)4
6. a) 3 b) 1 02 d) 4
7. a)4 b) 3 02 d) 1
8. a) 2 b) 4 0 3 d) 1
Þú ert í heimsókn hjá
vinafólki þínu og brýtur
óvart fjarstýrða bílskúrs-
opnarann. Hvað gerirðu?
a) Reyniaðsmyglamérinníhúsið
aftur, án þess að nokkur taki eftir því
að ég hafi verið í bílskúrnum.
b) Fer samstundis, segi frá því hvað
kom fyrir og biðst afsökunar. Síðan
tek ég ekki annað í mál en að kaupa
nýjan opnara og kaupi þá tæki sem er
mikið dýrara og tæknilegra.
c) Segi vinafólki mínu að ég hafi
séð son þeirra eyðileggja tækið með
skóflu. Ég veit að strákurinn er oft til
vandræða og þau munu því hiklaust
trúa mér.
d) Ég kaupi vitanlega nýjan opnara.
4Þú eyðir óvart skjölum úr
tölvu vinnufélaga þíns.
Hann gæti aldrei komist
að því hver það var sem
eyddi skjalinu. Hvað gerir þú?
a) Efhannspyrþásegiéghonum
að það hafi verið ég, annars ekki.
S) Ég þykist ekkert kannast við
þetta næst þegar ég hitti hann.
Saman ræðum við um hvað sumir
geta verið ósvífnir að láta ekki vita
þegar svona lagað gerist.
c) Leita hann samstundis uppi,
segi honum hvað gerðist og biðst
margfaldlega afsökunar.
d) Forðast vinnufélagann þar til
þetta er gleymt.
0-9 stig:
Það er ekki annað hægt að segja en að þú sért meö
mjög gott gildísmat. Þú kemur vel fram við alla og
vilt láta koma vel fram við þig. Ef einhver þarfnast
aðstoðar þá leggur þú hiklaust fram hjálparhönd
og gott betur. Vmir þinir og ættingjar eiga góðan
vin I þér og þeir koma fram við þig af viröingu.
Haltu áfram á sömu braut!
10-17 stig:
Gildismat þitt er heilbrigt enda kemurðu vei fram
við aðra. Þú berð virðingu fyrir samferðarfölki þinu
og kýst því að gera það sem rétt er, oftast nær. Þú
átt yfirleitt ekki (erfiðleikum með að ákveða hvað
skal gera í tilteknum aðstæðum og færð sjaldan
samviskubit.
5Þú sérð par rífast harkalega
í Kringlunni og maðurinn
virðist líklegur til að beita
ofbeldi. Hvað gerir þú?
a) Fylgist með þeim í dágóða
stund og skerst í leikinn ef maður-
inn fer að beita ofbeldi.
b) Fylgist með þeim og læt lög-
reglu vita ef eitthvað gerist.
c) Ég skipti mér ekki af þessu,
þetta er þeirra einkamál.
d) Ég skipti mér ekki af þessu,
konan á þetta sennilega skilið hvort
sem er.
6Á rölti þínum um Laugaveg-
inn hittirðu hóp útlendinga
sem þurfa á leiðbeiningum
að halda. Hvað gerir þú?
a) Vísa þeim leiðina og forða mér
hið fyrsta áður en fleiri spurningar
vakna.
b) Rölti með þeim þangað sem
þau eru að fara, þannig að þau vill-
ist ekki.
c) Gef þeim nákvæmar leiðbein-
ingar sem auðvelt er að rata eftir.
d) Þykist ekki tala ensku eða
skilja það sem þau segja.
Þú missir nýju fartölvuna
þína í gólfið og hún eyði-
leggst. Ábyrgðin gildir
ekki ef þú segist hafa misst
hana í gólfið. Hvað gerir þú?
a) Eg fer í búðina þar sem tölvan
18-25 stig:
Gildismat þitt virðist helst snúast um sjálfa/n þig
og hvað kemur þér best. Þú vilt komast I gegnum
llfið á sem auðveldastan hátt og það skiptir ekki
máli jjótt þú stlgir á nokkra hausa á leiðinni. Þér
finnst sjálfsagt að aðrir sýni þér virðingu og aðstoði
þig þegar þú þarft á að halda en þú kýst aö sýna
ekki sömu kurteisi. Kannski er kominn tfmi til þess
að þú hugsir þinn gang og komir betur fram við
samferðamenn þína.
25-32 stig:
Fæstir myndu segja að gildismat þitt sé gott enda
virðist þú ekki flnna til samkenndar við náunga
þinn. Það er gott og blessað að lifa (slnum eigin
heimi en allir hinir búa I samfélagi og samfélag sam-
anstendur af einstaklingum. Kannski að þú hefðir
gott af því að kynnast nokkrum einstaklingum
sem láta sig llf annarra varða. Prófaðu að vinna sjálf-
boðaliðavinnu með heimilislausum, geðsjúkum
eða öðrum minnihlutahópum og hver veit nema
viðhorf þitt breytist. Þú hefðir án efa gott af þvl!
var keypt, segi að hún hafi ekki
virkað frá byrjun og heimta nýja
tölvu, helmingi dýrari.
b) Ég bý til skothelda sögu og fæ
tölvuna borgaða.
c) Ég segi sannleikann en reyni
samt sem áður að fá einhverjar
bætur.
d) Ég tek fulla ábyrgð enda algjör-
lega mér að kenna. Kaupi nýja tölvu
án þess að blanda tryggingarfélag-
inu í málið.
8Þú verslar alltaf í sömu
hverfisversluninni og þekkir
flesta viðskiptavinina.
Dag einn sérðu einstæðu
W'V'
móðirina úr næsta húsi, sem á
fimm börn, stela brauðstykki og
mjólk. Hvernig bregstu við?
a) Ég ákveð að skipta mér ekkert
afþessu.
b) Hringi tafarlaust í lögregluna
enda á hún engan rétt á að stela
frekar en annar.
c) Læt verslunarstjórann vita og
leyfi honum að ákvarða hvað skal
gera.
d) Égkannekkiviðaðskiptamér
af þessu. Framvegis set ég fullan inn-
kaupapoka með nauðsynjar fyrir
framan dyrnar hennar vikulega.