blaðið

Ulloq

blaðið - 29.07.2006, Qupperneq 35

blaðið - 29.07.2006, Qupperneq 35
blaöiö LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 35 deiglan deiglan@bladid.net Alþjóðlegt orgelsumar Bine Katrine Bryndorf, prófessor i orgelleik viö Konunglega konservatoríið i Kaupmannahöfn, leikur á hádegistónleik- um i Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Á efniskránni eru verk eftir J.S. Bach, Purcell og Buxtehude. ■■ BORN Þriðjudaginn 1. ágúst blaöió Auglýsendur, upplýsingar veita: Magnús Gauti Hauksson • Sinu 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@ybLis Kaoin L. Rún'arsdóttir • Sími 610 3727 • Gsm 856 4250 • Kata@bladid.n9r Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Fimmtu og síðustu Sumartón- leikar í Akureyrarkirkju þetta sumarið verða haldnir á morgun klukkan 17:00. Þessir tónleikar eru þeir eitt hundruðustu í tónleikaröð- inni í Akureyrarkirkju frá upphafi tónleikahaldsins frá árinu 1987. Flytjendur verða upphafsmenn tónleikanna, Margrét Bóasdóttir sópran og Björn Steinar Sólbergs- son orgelleikari en auk þeirra leikur Nicole Vala Cariglia á selló. Á efn- iskrá verða verk eftir J.S. Bach og tónverk eftir íslensk tónskáld svo sem Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Smára Ólason, Elínu Gunnlaugsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Pál ísólfsson en iau verk verða gefin út á geisladiski iegar líða tekur á haustið. Tónleikarnir standa í klukku- stund án hlés og er aðgangur ókeypis. ðdýrar plöntur fyrir sumarbústaðinn 50% afsláttur!!! Rýmingasala á gjafavörum úr blómabúð Betri plöntur á góðu verði Tilboð alla daga F Idag opnar sýning í Hafnarborg í Hafnarfirði sem nefnist Kim- onóar. Það eru listakonurnar Els- beth Nusser-Lampe, Gerður Guð- mundsdóttir og Pascale Goldenberg sem standa fyrir sýningunni en þær sýna einnig í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Út frá áhrifum frá kímonóum gerðum við svona platkímonóa en við vinnum þetta hver á sinn hátt. Pascale er náttúrulega búin að borða svo mikið af ostrum og hún notar skeljar eða hrúðurkarla í verkið sitt. Hún er líka alltaf að nýta sér afganga sem aðrir hafa hent,“ segir Gerður Guðmundsdóttir, textíllistakona. I verkinu, sem Pascale sýnir i Hafnarborg, leitar hún þannig til hafsins og mótar munstur með hrúð- urkörlum, sem leika hljómfagra sjáv- artónlist við minnstu hreyfingu. „Ég er meira sjálf í ullinni, íslensku ullinni. Alveg siðan mér var boðið að halda mína fyrstu sýningu í Þýskalandi þá hef ég haldið mig við ullina. Ég fékk svona kamba hjá lang- ömmu mannsins míns sem ég nota en þeir eru orðnir mjög viðkvæmir. Ég er því farin að vinna hægt og ró- lega. Ég bý til voðir og síðan þrykki ég þetta, sauma og sauma í marga mánuði og hengi upp,“ segir Gerður. Fyrir utan sýningarnar í Ráðhús- inu og Hafnarborg hafa listakon- urnar tekið höndum saman og halda nokkur námskeið. „Ég ætlaði alltaf að halda námskeið og ég fékk þær til þess. Þær ætla þá allar að kenna eitt- hvað nýtt og spennandi sem hefur ekki verið kennt hérna heima, ég plataði þær til þess,“ segir Gerður. Sýningin í Hafnarborg stendur til 15. ágúst á opnunartíma listasafns- ins, klukkan 11-17 alla daga nema þriðjudaga, en á fimmtudögum er það opið til klukkan 21:00. Hvað að geras LAUGARDAGURINN 29. JÚLÍ KL. 12:00 TÓNLIST Friðrik Vignir Stefánsson organisti heldur tónleika i Grundarfjarðar- kirkju laugardaginn 29. júli kl. 12. Friðrik spilar verk eftir J.S. Bach, Bruhns og Madsen. Kveðjutónleikar eftir 17 ár sem organisti og kórstjóri í Grundarfirði. KL. 20:00 TÓNLIST Reykholthshátíð 2006. Trio Polskie flytja verk eftir Haydn, Beethoven, Brahms og Shostakovich. Trióið skipa Tomasz Bartoszek, Sebastian Gugala og Arkadiusz Dobrowoloski. KL. 20:30 TÓNUST Tónleikar með Bela. Bela gaf nýverið út plötuna Hole and Corner og heldur af þvi tilefni tónleika i Ketilhúsinu á Akureyri. Dúettinn Red Cup (Konni úr Tenderfoot) sér um upphitun. KL. 21:00TÓNUST Belle and Sebastian og Emilíana Torr- ini spila á tónleikum í Bræðslunni i Borgarfirði Eystri. KL. 00:00 TÓNUST Dúettinn Sessý og Sjonni ætlar að halda uppi stuðinu á Paddy’s Reykja- nesbæ í kvöld. Stuðtónlist úr öllum áttum enda eru Sessý og Sjonni annálaðir stuðboltar. SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ KL. 15:00 - SÝNING Out of Office. Sýning Steinunnar Knútsdóttur og llmar Stefánsdóttur i sýningarsal Norræna hússins. KL. 16:30 TÓNLIST ' Lokatónleikar Reykholtshátíðar. Hljómsveitin Virtuosi di Praga flytur meðal annars verk eftir Dvorák, Jancék og Samuel Barber. Stjórnandi er Oldrich Vlcek. KL. 20:45 TÓNLIST Sigur Rós leikur á útitónleikum á Klambratúni f Reykjavik, en á þeim tónleikum hitar hljómsveitin Amiina upp. KL. 21:00 TÓNLIST Tónleikar með Blue brasil og Hróifi Vagnssyni á Kringlukránni. Sumartónleikar á Sólheimum Sólheimar Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja mörg af þekktustu lögum Ellenar á Sólheimum { dag fara fram níundu og næst- síðustu sumartónleikarnir á Sól- heimum í ár. Að þessu sinni er það söngkonan Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson sem flytja mörg af jiekktustu lögum Ellenar. „Við byrjuðum með svona menn- ingarveislu á Sólheimum núna í sumar og það hefur verið dagskrá í allan júní og allan júlí. Þetta hefur gefist rosalega vei og stefnt er að því að endurtaka leikinn að ári,“ segir Þóra Marteinsdóttir, umsjónar- maður sumartónleikanna. Þóra segir að tónleikaröðin hafi farið rólega af stað en áheyrendum hafi fjölgað með hverjum tónleikum. Það hefur mátt heyra margvíslegan sambræðing á sumartónleikum á Sólheimum og má þar nefna djass, klassík, slagverkstónleika og spunatónleika. Ellen og Eyþór þarf varla að kynna. Hún hefur verið ein ástsæl- asta söngkona íslands um margra ára skeið og Eyþór hefur starfað sem hljóðfæraleikari í langan tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 13:30 og er aðgangur ókeypis.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.