blaðið - 04.08.2006, Side 30

blaðið - 04.08.2006, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST blaöiö deiglan eiglan@bladid.net Alþjóðlegt orgelsumar Tónleikar á Gljúfrasteini tónskálda rómantíska tímabilsins. Þá hefur hann hljóðritað töluverðan fjölda diska með verkum eftir Bach, Mendelssohn, Liszt, Reubke, Reger og Widor. Á hádegistónleikunum í Hall- grímskirkju á morgun kl. 12, leikur Christoph Schoener verk frá 18. og 19. öld. Fyrst leikur hann Prelúdíu og fúgu i a-moll eftir J.S. Bach, Síð- an tvo kafla, Nicht zu schnell og Lebhaft eftir Robert Schumann og tónleikunum lýkur á Der heilige Franziskus von Paula auf den Wog- en schreitend eftir Franz Liszt. Kvöldtónleikarnir, sunnudaginn 6. ágúst hefjast á Prelúdiu og fúgu í e-moll eftir Felix Mendelssohn, þá kemur Air célébre eftir Sigfrid Karg- Elert og Prelúdía og fúga í a-moll eft- ir J.S. Bach og fyrri hluta efniskrár- innar lýkur með Fantasíu í f-moll eftir W.A. Mozart. Síðari hlutinn hefst með tveimur köflum, Nicht zu schnell og Lebhaft eftir Robert Schumann og Der heilige Franziskus von Paula auf den Wogen schreitend Stuðmenn í Hús dýragarðinum Um helgina verður heilmikið líf og fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum. Þar munu hinir gömlu góðu Stuðmenn stíga á stokk ásamt fríðu föruneyti og skemmta gestum og gangandi. Heiðurs- gestur þeirra kappa verður Megas, eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar. Hann mun flytja lag af plötunni Á bleikum náttkjólum en félagar úr Stuðmönnum munu spila undir nafni Spilverksins. Auk Megasar munu þau Birgitta Haukdal og Stefán Karl Stef- ánsson koma fram. Tónleikarnir verða á laugardaginn og hefjast þeir klukkan 20:30. Aðgangseyrir er 800 krónur og 12 ára og yngri fá frían aðgang. Orgelsumar 1 Hall- grímskirkju Chi- stoph Schoener leikur á tvennum b tónleikum um Ást á 18. öld Þennan dag, árið 1782, gekk Wolfgang Amadeus Mozart að eiga Constanze We- ber. Þau eignuðust sex börn á níu árum en aðeins tvö þeirra náðu fullorðinsaldri. Þýsk orgeltónlist í Hallgrímskirkju Fyrir þá sem hyggjast dvelja innan borgarmark- anna þessa helgi er tilval- ið að njóta lista og menn- ingar. Chistoph Schoener, organisti St. Michaelis kirkjunnar í Hamborg er kominn hingað til lands til þess að leika á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju um helgina. Schoener fæddist árið 1953 í Heidelberg. Hann stundaði nám í Freiburg, París og Amsterdam. Eft- ir að hafa starfað lengi sem kantor og organisti í Leverkusen og kennt við Robert Schumann-tónlistarhá- skólann í Dússeldorf tók hann árið 1998 við starfi sem tónlistarstjóri við eina af stærstu kirkjum Hamborgar, St. Michaelis. Hann stofnaði Kór St. Michaelis og strax á fyrsta starfsári kórsins stjórnaði hann flutningi á öllum stóru óratóríuverkum Bachs. Sem orgelleikari hefur Christoph Schoener leikið í mörgum af þekkt- ustu dómkirkjum og tónleikasölum Evrópu. Hann hefur oft flutt öll org- elverk Bachs á tónleikaröðum og hann hefur einnig sérstaklega lagt sig eftir flytja orgeltónlist þýskra helgina eftir Franz Liszt sem hann skrifaði upphaf- lega fyrir karlakór, orgel og slagverk árið 1860. Hér er það flutt í umrit- un W. Sebastian Meyer. Síðasta verkið er síðan Prelúdía og fúga um BACH eftir H Liszt. ■h-X-m ' . Rómantík í Sigurjónssafni Þeir sem sitja af sér útihátíðir eða önnur ferðalög um verslun- armannahelgina þurfa ekki að láta sér leiðast. Það er tilvalið að bregða sér út fyrir bæjar- f mörkin og heimsækja Gljúfra- stein, enda opið alla helgina frá 9-17. Að vanda verða tónleikar á sunnudaginn en þá leika þær Gunnhildur Einarsdóttir hörpu- leikari og Kristjana Helgadóttir flautuleikari. Efniskrá þeirra er fjölbreytt en þar getur að líta verk eftir J.S. Bach og sam- tímatónskáldin Jean Francaix og Toru Takemitsu. Þær stöllur hófu samstarf sitt þegar þær stunduðu báðar nám við Tónlist- arháskólann í Amsterdam. Þær hafa stundað nám og störf á tónlistarsviðinu víða um heim og leika í ýmsum tónlistarhópum sem starfa bæði hér á landi og erlendis. Saman leika þær bæði í Tríó Artis, sem árlega kemur fram á nýárstónleikum í Mos- fellskirkju, og í tónlistahópnum „adapter" sem hefur sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar og hefur frumflutt fjölda tónverka. Tónleikarnir hefjast kl 16 á sunnu- daginn og kostar aðeins 500 kr inn. en að flytja stök lög úr flokknum. Þetta eru allt frábær tónskáld sem er ákaflega gaman að syngja." Und- irleikari Auðar á tónleikunum er Andrej Hovrin. Hann fæddist árið 1968 í Rússlandi og nam píanóleik við tónlistarskólann þar. Að loknu Diploma-prófi hóf hann framhalds- nám við Petrosavodsker háskólann sem hann lauk með láði og árið 1995 hóf hann að sérhæfa sig í meðleik með ljóðasöng hjá prófessor Bibiko- va.. Andrej hefur komið víða fram sem einleikari og kammermúsík- og ljóðapíanóleikari, t.d. í Svíþjóð, Þýskalandi, Grikklandi og á Italíu. „Við Andrej kynntumst þegar ég var við óperuna í Wúrzburg. Þar starf- aði hann sem píanóleikari og við deilum þessum mikla áhuga á ljóða- tónlist. Sú tónlist verður svolítið út- undan í óperuhúsunum og reynir maður að finna einhvern sem hef- ur þennan sama áhuga til þess að starfa að þessari tónlist.“ Á sumartónleikum Listasafns Sig- urjóns þriðjudagskvöldið 8. ágúst kl. 20:30 flytja þau Auður Gunnarsdótt- ir sópransöngkona og Andrej Hovr- in píanóleikari sönglög eftir Alan Berg, Jean Sibelius, Edvard Grieg og Sergei Rachmaninoff. Auður lauk námi frá Söngskólanum í Reykja- vík vorið 1991 hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Ári síðar hélt hún til framhaldsnáms til Stuttgart og lauk prófi frá óperu-, ljóða- og einsöngv- aradeild tónlistarháskólans þar árið 1997. Eftir það lá leiðin að óperunni í Wúrzburg þar sem hún söng fjöl- mörg hlutverk. Auk þess hefur Auð- ur komið fram í óperuhúsunum í Mannheim, Heidelberg, Bielefeld og Hannover. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika hér heima og erlendis. „Eg hlakka mikið til kvöldsins. Sigur- jónssafn er skemmtilegur tónleikast- aðtjr og umhverfið yndislegt," segir Auður. Hún er nú nýflutt heim eftir langa dvöl erlendis. „Éghef samt allt- af reynt að halda reglulega tónleika hérna heima, a.m.k. eina á ári. Mér finnst ljóðatónlistin alveg yndisleg og reyni að syngja hana hvenær sem færi gefst. A tónleikunum á þriðjudaginn eru tveir Ijóðaflokkar á efnisskránni, eftir Grieg og Alan Berg. Það er gaman að fá tækifæri til þess að flytja þá í heilu lagi. Það er miklu meiri spenna í því heldur í FIMM VERSLUNUM OG HJÁ UMBOÐSMÖNNUM KOMDll OG GERÐU GÓÐ KAUP! SJÁ NÁNAR Á WWW.ORMSSON.IS | AKUREYRI • Slmi 461 5000 Strjáujárn 20% afsláttur ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR UPPÞVOTTAVÉLAR KÆLISKÁPAR OFNAR - VIFTUR HELLUBORÐ AFSLÁTTUR KEFLAVÍK ■ Simi 421 1535 | SMÁRALIND • Sími 530 2900 TtLAÐVERSLA ORMSSON L | SÍÐUMÚLA 9 ■ S ími 530 2800 | LAGMÚLA 8 • Sími 530 2800 I

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.