blaðið - 04.08.2006, Side 33
blaöió FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006
33
lifid@bladid.net
Ahrifamáttur
Madonnupoppstimið
viðurkennir það fúslega
að síðasta plata hennar sé undir
áhrifum frá stórstjörnunni
. Jessicu hefur oft verið líkt við
drottninguna og eftir að hún setti
lagið A Public Affair út á heimasíð-
una sína fékk hún mikla gagnrýni
fyrir það að hún hafi verið að herma
eftir lagi sem Madonna gaf út 1984.
Hún vill samt ekki meina að hún sé
að herma eftir Madonnu þó að hún
líti mikið upp til hennar og að hún
hafi vissulega haft mikil áhrif á hana.
„Ég held að fólk sé tilbúið til að heyra
efni sem líkist því sem Madonna
gerði hér áður fyrr. Maður þarf alltaf
að hlusta á hana öðru hvoru og
gömlu lögin hennar eru algjör snilld,“
segir Simpson í viðtali við MTV.
„Þetta var eitthvað sem mig hefur
alltaf langað að gera
ætlaði alltaf að
gera. Hún hafði
mikil áhrif á mig
á meðan ég var
að mótast sem
tónlistamaður
og hefur enn í
dag. Ég vona
svo innilega
að ég geti
notið þeirra
vinsælda
sem hún hef-
ur notið."
og ég
Verður í næstu
Batman-mynd Heath
Letii , riddarinn úr A Knight s Tale,
hefur tekið að sér hlutverk í næstu
Batman-myndinni sem mun koma
út 2008. Myndin mun hafa undir-
titilinn The Dark Knight en í henni
munu Batman, Jim Gordon og DA
Harvey Dent berjast við hinn illa
Clown Prince of Crime, The Joker,
sem Ledger mun leika. Christian
Bale mun leika Bruce Wayne eða
Batman og Christopher Nolan
mun spreyta sig f annað sinn á því
að leikstýra Batman-mynd. Sagan
er skrifuð af þeim sömu og skrifuðu
síðustu Batman-mynd, þeim
Christopher Nolan
og David
Gayer, og
geta áhorf-
endur farið
að hlakka til
nýrrar og
spennandi
Batman-
myndar.
Lafhræddur Supemova
töffarinn Tontmy Lee lenti f klandri
í Króatíu á dögunum þegar honum
var „næstum því haldið í gíslingu"
eftir að hann hafði verið að spilað
á tónleikum þar í landi. „Ég var
að spila með vini mínum
Morlllo og það komu bara einhverj-
ir brjálaðir gaurar sem voru að sjá
um tónleikana og hótuðu að berja
mig ef ég héldi ekki áfram að spila á
trommurnar. Öryggisverðirnir sneru
sér að okkur og gerðu sig líkleg til
þess að taka í okkur. Okkur var
næstum því haldið í
gíslingu. (fyrsta
skipti á ævinni
var ég í alvöru
hræddur. Við
þurftum að fá
lögregluna
til þess að
fylgja okkur
að bílnum okk-
ar og við rétt
náðum beint
á flugvöllinn
og upp í
einkaflugvéla
sem Erick á.
Ég var alveg laf-
hræddur," segir
Tommy Lee.
Brúðkaup um helgina?
Orðrómur er á kreiki um að Tom Cruise og Katie Holmes ætli að gifta sig i um helgina
en það er ekkert staðfest f þessum efnum. Heyrst hefur að hárgreiðslumeistari þeirra
skötuhjúa sé uppbókaður alla helgina fyrir þau. Mikið umstang, tjöld, risa Ijósakrónur og
fleira, er svo fyrir utan Scientology Celebrity Centre en það gæti elnmitt verið að veislan
yrðf haldin þar.
ðum
Sumargleði og stuð í
Galtalækjarskógi um helgina
Stuð og stemning Það er alltaf mikið stuð við stóra sviðið i Galtalæk.
„Það er her veðurfræðinga upp frá
og það er útilokað að það rigni, það
gerist bara ekki! Við erum búnir að
biðja bænir og ég held hreinlega að
veðurguðirnir verði okkur hliðholl-
ir í ár. Sumargleðin mun svífa yfir
vötnum og þá er engin hætta á öðru
en að það verði stuð,“ segir Einar
Bárðar, umboðsmaður fslands og
einn af skipuleggjendum hátíðar-
innar. Fjölskylduhátíðin í Galtalæk
hefur í gegnum árin verið ein sú
fjölmennasta og vinsælasta á land-
inu og nú í ár verður hátíðin mjög
glæsileg.
Fólkfarið að streyma að
„Ég var þarna upp frá í gær og
þá voru nokkrir gamlir Galtalækj-
arhundar búnir að tryggja sér sín
svæði. Það var mikið fjör í gærkvöld
þó að formleg dagskrá hefjist ekki
fyrr en í kvöld en þá fyrst byrjar ball-
ið. Það er ekki annað hægt, þegar
allar þessar stórsveitir koma saman
þá er alveg pottþétt að verði gaman,“
segir Einar Bárðarson.
Fjölskylduhátíð af bestu gerð
„Við sem stöndum að þessari hátið
leggjum mikið upp úr því að hafa
þetta skemmtilega hátíð fyrir alla
fjölskylduna. Allir ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi. Við leggjum
áherslu á glæsileika og ferskleika en
á sama tíma er haldið í gömlu góðu
Galtalækjar gildin sem eru flestum
kunnug; Fjölskylduhátíð í vímu-
lausu umhverfi. Hin árlega flugelda-
sýning verður á sínum stað sem og
varðeldurinn sem eru fastir liðir um
Verslunarmannahelgina í Galtalæk,“
segir Einar.
Frábært tækifræi
„Það eru nú ekki nema tvö ár síðan
við auglýstum eftir söngfuglum sem
vildu freista gæfunnar og úr varð
stúlknasveitin Nylon sem er að slá í
gegn í Bretlandi um þessar mundir.
Nú erum við að leita að ungum söng-
stjörnum til að syngja inn á plötu í
haust. Mikill áhugi hljómsveita var
fy rir þessu einstaka tækifæri og barst
skrifstofunni fjöldi umsókna. Við
höfum nú valið nokkrar sveitir sem
ætla að stíga á stokk og trylla lýðinn.
Tónlistarflutningur sveitanna er fjöl-
breyttur og allt frá rappi upp í rokk.
Á meðal þeirra sveita sem koma fram
eru Mammút og Búdrýgindi. Báðar
þessar sveitir hafa meðal annars á
ferli sínum afrekað að vinna Músíktil-
raunir,“ segir Einar.
Stelpu söngvakeppnin
„Áhugi upprennandi tónlistar-
manna á söngvarakeppninni var
ekki minni en hjá hljómsveitunum
en 187 söngvarar á aldrinum 12 til
17 ára sóttu um. Fjölmargir umsækj-
enda voru hæfileikaríkir en aðeins
12 fá tækifæri til að taka þátt í keppn-
inni í Galtalæk laugardaginn 5. ág-
úst og hafa þeir verið valdir og þær
heppnu eru Karen Ósk Þórisdóttir,
Sigrún Vala Baldursdóttir, Hrein-
dís Ylva Garðarsdóttir, Ólöf Kristín
Þorsteinsdóttir, Þuríður Marín Jóns-
dóttir, Edda Margrét Erlendsdóttir,
Sædís Harðardóttir, Bryndís Öfjörð,
Sif Sigurðardóttir og Margrét Edda
Jónsdóttir. Einhver af þessum efni-
legu stúlkum mun standa upp i sem
sigurvegari og færi hann að syngja
inn á Jólaplötuna Jólaskraut II sem
kemur út fyrir jólin,“ segir Einar
Bárðarson.
kristin@bladid.net
Dagskráin
2006
Föstudagur
22:00 - 02:00 Dansleikur á Stóra
sviðinu
Papar og Skítamórall
22.00 - 02.00 Unglingahljómsveitir
halda uppi fjörinu i Kúlunni
Laugardagur
14.30-16.00 Barnaskemmtun
Söngvarakeppni, Nylon og Snorri
20.00-23.00 Kvöldvaka
Sumargleöin, Nylon og Snorri Idol-
stjarna
23.30 - Brenna, flugeldasýning og
Eyrarsöngur
00.30 - 03.00 Dansleikur á Stóra
sviðinu
Hljómsveitin izaiold
22.00 - 02.00 Unglingahljómsveitir
halda uppi fjörinu í Kulunni
Sunnudagur
13.30- 14.30 Messa með sr. Pálma
Matthiassyni og Ragga Bjarna og
Þorgeiri Ástvalds
14.30- 16.00 Barnaskemmtun
Sumargleðin, Briet Sunna og Ingó
20.00-23.00 Kvöldvaka
Sumargleðin, Bríet Sunna og Ingó
23.00-03.00 Dansleikur á Stóra
sviðinu
Stuðmenn asamt Birgittu og Stefáni
Karli
22.00 - 02.00 Unglingahljómsveitir
halda uppi fjörinu i Kúlunni
Söngpípa Sigrún Vala ætlarað taka þátt í söngvakeppninni I Galtalæk
Hlakka til helgarinnar
„Já, ég ætla að taka þátt í söngva-
keppninni. Það er frábært tækifæri
því mér finnst svo gaman að syngja
og það er það sem ég ætla að gera
f framtíðinni,“ segir Sigrún Vala
Baldursdóttir. „Ég er í rauninni bú-
in að vera að syngja síðan ég man
eftir mér en síðustu þrjú ár hef ég
verið að læra söng hjá Margréti Stef-
ánsdóttur. Ég vann söngvakeppni
UMFl 2003 en þá var yfirskriftin
Hættum að reykja. Eftir það tók ég
upp lag sem heitir Því ástin sem
er sænskt lag og var talsvert spilað
á Bylgjunni en Grétar Örvarsson
stjórnaði upptökum.
„Ég hlakka mikið til helgarinnar
ví það verður nóg að gera með mér.
g fer með fjölskyldunni í Galtalæk
og ætla að taka þátt í söngvakeppn-
inni á laugardeginum en svo strax
á sunnudeginum ætla ég að skella
mér norður á Akureyri því ég ætla
að syngja á Glerártorgi fyrir fólkið
sem leggur leið sína þar framhjá,“
segir Sigrún Vala söngskvfsa.
SERBLAÐ
Fimmtudaginn 10. ágúst
mmmmtmmmmmmmmmmmmm m me ^ . __ wmmmmmmmmmmmmmmmm
mmmmmmmmmmmmmmmmmmBaaagi
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Magnús Gauti Hauksson • Síini 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is
Katrin L. Rúnarsdóttir • Sínii 510 3727 • Gsni 856 4250 • kata@bladid.net