blaðið - 04.08.2006, Síða 37

blaðið - 04.08.2006, Síða 37
blaðiö FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 37 Sindri Eldon er pirraöur: Hvernig er ekki hægt að gera grín að Bubba? Eg hitti Sindra í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Hann virkaði svolítið feiminn, enda segist hann ekki mjög hrifinn af mannleg- um samskiptum eða þvi að tala við ókunnuga. I dag starfar hann sem blaðamaður á Grapevine og er feg- inn því þar sem hann segist betri í að skrifa á ensku enda lengi búsett- ur í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrir ári síðan sneri hann aftur frá Minneapolis í Bandaríkjunum, en þar var Sindri skiptinemi í eitt ár. I I Faðir hans heitir Þór Eldon, Móðir hans Björk Guðmundsdóttir. Hann er fæddur 08.06.86 og er ansi pirraður ungur maður. Sindri hefur hvorki átt hefðbundna æsku né fengið hefðbundið uppeldi. Hann hef- ur búið erlendis, ferðast mikið og á móður sem er frægari en flestir aðrir íslendingar. „Þetta var í raun mjög svipað því sem er að gerast hérna nema bara ekki þetta brjálaða næturlíf sem fólk talar um. I Minneapolis var ég í hippaskóla þar sem manni var lít- ið kennt. Svo ég tók mér bara „árs- frí“ og pældi voðalega mikið í hinu og þessu. Skrifaði til dæmis mikið. Ég hafði verið að skrifa fyrir Grape- vine áður en ég fór út; pistla og eitt- hvað dót, en svo hættu pistlarnir mínir að meika sens af því ég var farinn að röfla meira og meira. Þá var ég rekinn. Þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum vantaði mig vinnu og sótti um í dreifingunni, en þeir fengu mig til að skrifa fyrir sig aftur. Báðu mig að fjalla um tón- leika og þannig náði ég að troða svo- litlu röfli inn á óbeinan hátt,“ segir Sindri og kimir. Gerir bölv og ragn að listformi Hann er líka með bloggsíðu þar sem hann lætur gamminn geisa. Þar er Sindri óheftur í tjáningu sinni og mjög óvæginn við að segja það sem honum finnst. Talandi um þetta „röfl“þitt Sindri. Bölvið og ragnið á blogginu þínu er svo yfirgengilegt að það jaðrar við að þú sért búinað gera úrþessu listform. Hvað er málið? Ertu svona rosalega reiður? „Já, ég er geðveikislega pirraður og fokking bandbrjálaður yfir hlutum sem margt fólk sættir sig við. Það er mjög erfitt að tjá þessar tilfinningar og það er líka erfitt að tjá pirring í bundnu máli. Svo nennir heldur eng- inn að hlusta á þetta. Ef maður þarf að tjá pirringinn við einhvern þá fer fólki bara að leiðast. Maður fer t.d. ekki á stefnumót og fer að röfla um hvað maður sé ósáttur við hluti. Þá fer stelpunni bara að leiðast. Á blogg- inu get ég tjáð mig um hluti sem mér finnast skipta máh.“ Egóista-flipp Bubba Morthens Þetta minnir mig á lýsingarnar í Grapevine frá afmœlistónleikum Bubba Morthens. Þú kallaðir hann ýmsum nöfnum og í kjölfarið spratt upp mikil umrœða inni á vefsíðunni bubbi.isþar sem fólk var mjög móðg- að yfir skrifum þínum. f. X MYND R/STEINAhhuG Annars minntist eg nokkrum sinnum á þaö i greininni að jafn- vel þótt Bubbi Morthens sé fátt meira en útbrennd afturganga sem seldi sálu sina til djöfuls- ins fyrir einn launatékk i viðbót hafi hann einu sinni geta samiö helviti fin lög, sem hann neidd- ist bara til að eyðileggja með þvi að flytja þau sjálfur." www.sindrieldon.blogspot.com „Það var tvennt í þessari grein sem enginn virtist taka eftir. Ég tókþað t.d. fram að Bubbi kynni að semja lög og á tímabili vissi hann alveg hvað hann var að gera. En núna er hann bara kominn út í rugl. Ef maður myndi hlusta á lögin hans og halda að þetta væri bara einhver trúbador sem væri að spila á börum og þannig þá væri þetta kannski allt í lagi. En þessi gaur er að selja fyrir milljónir! Það finnst mér brenglað. Svo minntist ég oft á að tónleika- gestirnir hefðu verið himinlifandi og þetta gerði ég til að leggja áherslu á að þetta væru mínar skoðanir sem þarna kæmu fram. Og mín skoðun er sú að þetta bara verið eitthvað egóista-flipp, söluvara og markaðst- rikk sem enginn á skilið. Síst af öllu maður sem hefur selt sálu sína eins og hann hefur gert. Sjálfur skil ég eícki hvernig er ekki hægt að gera grín að Bubba.“ Tungumálið ófullkomið en tónlistin heillar Sindri segist frekar ósáttur við mannleg samskipti almennt og seg- ir tungumálið vera sér fjötur um fót. „Það er alltaf verið að misskilja allt. Ég gæti sagt góðan daginn við þig og þú gætir misskilið það eða túlkað eitthvað öðru vísi. Fólk skil- ur hluti misjafnlega eftir aðstæðum og aldri. Tungumálið er í sjálfu sér ófullkomið,“ segir Sindri en þegar ég spyr hann út í smásagnaskrif og blaðamennsku þá segir hann að það geri hann bara af því hann geti það. Textagerð er ekki ástríða hans. En hvað um tónlist sem tjáningar- máta? Báðir foreldrar þínir eru tón- listarmenn og þú hefur sjálfur verið að spila... „Jú, ég hef verið í einhverjum hljómsveitum en þegar að því kom þá lenti ég alltaf í samanburði við fjölskyldumeðlimi mína. Þetta voru bara almenn leiðindi frá fólki. En þegar ég var skiptinemi í Banda- ríkjunum þá vissi enginn hver ég var og foreldrarnir víðs íjarri. Þetta var ótrúlega frelsandi fyrir mig. Ég fór að dunda mér við að taka upp fullt af lögum og þeir sem heyrðu tónlist- ina tóku henni vel. Ég fékk það á til- finninguna að fólk væri hreinskilið þegar það sagði að það væri heilmik- ið vit í þessu og þetta gaf mér sjálfs- traust hvað varðar tónlistina. Eg er nefnilega orðinn svolítið leiður á að vera blaðamaður. Það krefst þess að ég verð að tala við fólk og það finnst mér ekkert sérstaklega gam- an. Sérstaklega ekki að taka viðtöl við ókunnugt fólk. Núna langar mig að einbeita mér meira að tónlist. Var líka að lesa eitthvað viðtal í MR-blað- inu við Pál Óskar þar sem hann segir að maður eigi alltaf að gera það sem grípi mann mest. Alveg sama hversu óraunsætt eða asnalegt það er. Þessi orð höfðu mikil áhrif á mig.“ Sáttur við að vera „sonur Bjarkar" Nú hljómar lagið Gling Gló með Björk úr hátölurum kaffihússins. Sindri gerir hlé á máli sínu og fitjar upp á nefið „Þetta er nú fyrir neðan allar hellur,“ segir hann og skellir svo uppúr. „Allavega... svo las ég þetta viðtal við Pál Oskar og hugsaði bara ókei, fokk it. Fólk á alltaf eftir að vera með eitthvað vesen. Ég hitti einu sinni Damon Albarn og hann sagði við mig að ég ætti alltaf að vera í basli með mína eigin tónlist út af því að ég er sonur mömmu. En núna er ég komin á það stig að vera orðið alveg sama. Ég fór á Seyðisfjörð um daginn og hitti fullt af fólki sem vissi ekkert hvað ég hét, en kallaði mig bara „son Bjarkar". Þetta hefur yfir- leitt pirrað mig ótrúlega mikið en ég var merkilega sáttur. Nennti heldur ekki að fara út í slagsmál. Einu sinni sagði ég manni að halda kjafti þegar hann kallaði mig „son Bjarkar" og ég var bara kýldur. Á Seyðisfirði langaði mig ekki að lenda aftur í því enda var ég líka að reyna að ganga í augun á stelpu.“ Sykurmolarnir góðir Hvað finnst þér um þessa svoköll- uðu krútt-kynslóð? Sigurrós ogfleiri. Móðir þín er líka af mörgum talin æðsta „krúttið". „Sko, hvað minn persónlega smekk varðar þá finnst mér nýjustu plöt- urnar hennar ekkert sérstaklega skemmtilegar. Sykurmolarnir finnst mér geðveikir, Debut finnst mér geð- veik, Post allt í lagi og svo fer þetta svona að fjara út. En krúttdótið er fínt svo lengi sem fólk er heiðarlegt í þvi sem það er að gera. Sigurrós fmnst mér t.d. ekki skemmtileg hljómsveit en þeir eru alveg að meina það sem þeir eru að gera og það er flott,“ segir Sindri Eldon að lokum og það er ljóst að sá ungi, reiði maður meinar það sem hann er að gera. Margrét Hugrún Gústavsdóttir

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.