blaðið - 01.09.2006, Side 36

blaðið - 01.09.2006, Side 36
48 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 blaðið r íþróttir ithrottir@bladid.net f Big John Daly Bandariski kylfingurinn John Daly sem er jafnþekktur fyrir golfhæfíleika og frjálslegt vaxtarlag og líferni varö að hætta keppni á Opna BMW-mótinu i gær vegna þráláts magaverkjar. John Daly vann þetta mót árið 2001 en í gegnum tíðina hefur ferill hans einkennst af mikluni sveiflum. Varamaöur Frakka myndaði af bekknum: U-21 keppir við Ítalíu: Leyndarmál afhjúpuð? Vikash Dhorasoo, leikmaður Paris St. Germain og franska landsliðsins, er með kvikmynd í bígerð um heimsmeistarakeppn- ina í sumar. Dhorasoo kom aðeins nokkrum sinnum inn á sem vara- maður í leikjum Frakka og varði tíma sínum í að mynda það sem fram fór hjá franska landsliðinu, innan vallar og utan. Hefur Dhor- asoo gefið myndinni nafnið Vara- maður: Mín saga af HM 2006. Franska knattspyrnusamband- iðoglandsliðsþjálfariFrakka Raymond Domenech eru ^ ekki par ánægð með þessar fyrirætlanir jÆj Dhorasoos. „Hann /Æ má klippa mig fl út úr myndinni strax, ég mun aldr- ei leyfa myndbirt- fl ingar af mér,” segir vl Domenech. Franska knattspyrnusamband- ið hefur skýrt það vel JM út fyrir Dhorasoo hvað hann megi sýna og hvað ekki, sem er mjög afdráttarlaust: Ekkert sem snertir heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu 2006. Dhorasoo fullyrðir á móti að myndin fjalli ekki um heimsmeist- arakeppnina eða aðra leikmenn landsliðsins. „Þetta er mynd um mig sjálfan og nokkurs konar dag- bók nema hvað í stað penna og blaðs nota ég myndavél.” Mikil óánægja er meðal ann- arra leikmanna hjá landsliðinu vegna fyrirætlana Dhorasoos. Patrick Vieira tjáði sig opin- berlega um málið og varaði Dhorasoo við útgáfu mynd- arinnar og sagði hann fl verða að fara varlega því fl líf franska landsliðsins H væri í húfi: „Það eru p? sumir hlutir sem ekki l ) má afhjúpa” sagði Vieira. WK Þessi athugasemd Vieir- fl as hefur þó aðeins aukið áhuga fransks almenn- Hg^ ings á myndinni. ■ ítalir unnið EM í fimm U-21 árs landslið Islands í knatt- spyrnu leikur gegn ítölum í kvöld klukkan 19:00. Ef Islendingar sigra eiga þeir góða möguleika á að kom- ast í lokakeppnina, en íslendingar gerðu jafntefli við Austurríkismenn úti, 0-0, íó.ágúst. Við ramman reip verður að draga því ítalir hafa orðið Evrópumeistar- ar í fimm af síðustu átta skiptum og er liðið síst síðra en það hefur verið síðustu ár. ítalirnir verða með gríðarlega vel skipað lið á Laug- ardalsvelli í kvöld og má þar nefna kappa eins og Alberto Aquilani, leik- mann Roma, sem skoraði tvö mörk gegn Inter í hinum árlega leik milli bikar- og deildarmeistara, Giorgio Chiellini hjá Juventus og Giampaolo Pazzini sem hefur leikið vel fyrir Fi- orentina. í samtali við Blaðið sagði Lúkas Kostic þjálfari U-21 árs liðsins að þrátt fyrir erfiða andstæðinga ætl- aði hann ekki að breyta skipulag- inu frá síðasta leik, „Uppleggið er í grunninn mjög einfalt. Við ætlum að sækja þegar við erum með bolt- ann og verjast þegar þeir eru með hann,” sagði Lúkas en liðið mun leika 4-3-3 eins og í leiknum gegn Austurríki. Lúkas segist merkja mikinn uppgang hjá íslenska liðinu og tel- ur liðið eiga ágæta möguleika á að ná hagstæðum úrslitum gegn ítölunum. „Leikmennirnir eru sí- fellt að kynnast hver öðrum betur svo við erum bara að bæta okkur. Við áttum miklu meira í leiknum gegn Austurríkismönnum en náð- um ekki að skora,” segir Lúkas. Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld og er aðgangseyrir ókeypis. reynir@bladid.net Opið til kl. 19 á föstudag og kl. 17 á laugardag Firði Hafnarfirði I Sími 565 0073 Vorum að taka upp nýja sendingu af Bertoni jakkafötum Bertoni skyrtum Bertoni gallabuxum Herra hafnarlörtur

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.