blaðið - 21.10.2006, Side 22
blaðið
22 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006
t 'i 1=411 'i II 'i T
Á morgun kl 14 mun Hallgrímur Helgason myndlistamaður og
rithöfundur og Helgi Þorgils Friðjónsson ganga um sýninguna
Málverkið eftir 1980 í Listasafni (slands og spjalla við gesti út frá
sinni persónulegu reynslu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir
\
\
Tónlistarveisla
í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá stofnun Tónlistarskóla Mosfellsbæjar, nú Listaskóla Mosfells-
bæjar verður efnt til sannkallaðrar tónlistarveislu í (þróttahúsinu að Varmá, í dag kl 15. Sinfóníu-
hljómsveit fslands undir stjórn Kurt Kopecky flytur meðal annars nokkur lög við Ijóð Halldórs
Kiljan Laxness, sem Páll Pampichler Pálsson hefur fært í hljómsveitarbúning af þessu tilefni.
Miðasala verður við innganginn.
Að hafa sögu að segja
anadískir menningar-
dagar í Kópavogi standa
nú yfir og í tengslum
við þá verður í dag hald-
ið málþing um frum-
byggja og landnema Kanada í Saln-
um í Kópavogi. Einn frummælenda
á málþinginu er Björk Bjarnadóttir
umhverfisþjóðfræðingur en hún
hefur síðustu misserin dvalið í Kan-
ada þar sem hún hefur rannsakað
menningu frumbyggjaog Vestur-ls-
lendinga í Manitoba. „Ég var skipti-
nemi við Háskólann í Manitoba
haustið 2003. Meðan á dvölinni
stóð var ég alltaf að horfa í kring-
um mig eftir einhverjum sem hefði
þekkingu á náttúruskilningi frum-
byggja. Fljótlega komst ég í kynni
við frumbyggjana Gary Raven og
bróður hans heitinn Raymond Ra-
ven sem báðir eru þjóðháttakennar-
ar,“ útskýrir Björk. „Það var mikil
gæfa fyrir mig og í fyrsta skipti sem
ég hitti Gary segir hann við mig
,Þitt fólk var alltaf gott við mitt fólk“
og átti með því við að Vestur-lslend-
ingar hefðu reynst frumbyggjun-
um á þessu svæði ákaflega vel. Sjálf
vissi ekki alveg hvað ég átti að segja
því þá vissi ég lítið sem ekki neitt
um landnám íslendinga í Kanada
en það breyttist heldur betur í kjöl-
far þessa.“
Vetur við Winnipeg vatn
Allan síðasta vetur dvaldi Björk á
verndarsvæðinu Hollow Water sem
er á austurströnd Winnipegs vatns.
Þar umgekkst hún bræðurna Gary
og Raymond sem eru af ættbálkn-
um Ojibway og fylgdist með störf-
um þeirra en þeir hafa ferðast víða
og kennt menningu forfeðra sinna í
skólum og á vinnustöðum. „Ég tók
viðtöl við þá bræður og reyndi að
læra sem mest af þeirra aðferðum.
Ásamt því að ástunda fræðin sinnti
ég daglegum störfum og stundaði
meðal annars veiðar“ segir Björk
og bætir við að þó frostið hafi oft
farið niður í 30 stig þá hafi vetur-
inn verið með þeim hlýrri í minn-
um heimamanna. „Ég lærði mikið
af þessari vist. Gary hefur unnið
frábært starf í þessum geira en
hann er sjálfstætt starfandi og hef-
ur búið til sitt eigið starf í tengslum
við þessa menningu. Meðan ég var
að vinna með honum þá var ég oft
að hitta fólk sem bar Islendingum
vel söguna og sögðu þá sem fluttu
vestur um haf hafa aðstoðað frum-
byggja við að yrkja landið og leysa
úr ýmsum vandamálum sem upp
komu enda voru þeir vanir erfiðum
aðstæðum að heiman. íslendingar
náðu að koma vel undir sig fótun-
um við Winnipegvatn, urðu miklir
fiskimenn og gátu ráðið til sín fólk
frá Hollow Water í vinnu til sín.“
Heillandi menning
Björk heillaðist fljótt af menning-
unni við Winnipeg vatn og þá ekki
síst af samruna þessara tveggja
menningarheima. „Mér fannst
áberandi hve orðstír islensku
landnemana meðal frumbyggjana
virðist vera góður og margir nú-
lifandi afkomendur frumbyggja
hugsa hlýlega til íslendinganna
sem sigldu vestur um haf. Þetta er
gagnkvæmt því afkomendur Vest-
ur- Islendinga bera frumbyggjum
á svæðinu lika mjög vel söguna.
Auðvitað heyrði ég líka ýmislegt
neikvætt en samstarf frumbyggja
og Islendinga við Winnipeg vatn
virðist hafa verið ákaflega farsælt
og það samfélag sem þar spratt upp
gott og gjöfult. Þessir tveir menn-
ingaheimar runnu farsællega sam-
an og frá um 1920 og allt til ársins
1970 var mikil og góð fiskveiði við
Winnipegvatn. Björk þótti sérstak-
lega merkilegt að komast að því að
hópur Vestur-íslendinga virðist
hafa tekið þátt í og verið áhorf-
endur að helgum athöfnum frum-
byggja. „Frumbyggjar buðu ekki
hverjum sem var að taka þátt i
sínum helgu athöfnum og því kom
þetta mér nokkuð á óvart. Þetta
voru einkum athafnir tengdar nátt-
úrunni, verið var að biðja um góða
uppskeru, þakka fyrir gott árferði
og fleira í þeim dúr.“
Kennir trommugerð
Síðasti vetur var viðburðarík-
ur hjá Björk í landinu kalda. „Ég
reyndi að nýta tímann vel og læra
sem mest inn á menningu og siði
frumbyggjanna. Þegar leið á vetur-
inn fór ég að taka viðtöl við fólk
sem gat sagt mér frá samskiptum
Islendinga og frumbyggja. „Þetta
eru allt sögur sem lifað hafa í munn-
legri geymd, ég get ekki alhæft um
að þær hafi ekki verið skráðar en
það sem er einstakt við það sem ég
hef verið að gera er að ég er ekki að
nota heimildir upp úr bókum held-
ur ferðast um, tala við fólk og skrái
niður það sem það hefur að segja.“
Björk mun halda aftur út til Kan-
ada i næstu viku þar sem hún stefn-
ir ótrauð að því að halda áfram sín-
um rannsóknum. „Ég ætla að halda
áfram að hitta fólk og taka viðtöl.
Ég er að gera þetta á eigin spýtur, er
að koma undir mig fótunum í Kan-
ada og verða mér út um atvinnuleyfi.
Mig langar til þess að vinna við að
kenna íslenska menningu, þjóðsög-
ur, þjóðtrú og siði í Kanada. Þegar
ég kem aftur til Manitoba mun ég
byrja á því að aðstoða Gary Raven
við að kenna börnum í grunnskólan-
um í Hollow Water hvernig á að búa
til trommur að hætti frumbyggja,“
segir Björk sposk. Málþingið er
haldið í samstarfi við Reykjavíkur-
Akademíuna og hefst í dag kl 10 en
frummælendur auk Bjarkar eru þau
Viðar Hreinsson, Gísli Pálsson, Garð-
ar Baldvinsson, Gísli Sigurðsson og
Ásta Sól Kristjánsdóttir og fundar-
stjóri Salvör Nordal.
hilma@bladid.net
„SVONAÁAÐ SEGJA SÖGU." ■ ni AÐEINS 4 SÝNINGAR! TILNEFNT TIL GRlMUNNAR 2006
BORGARLEIKHÚSIÐ
„UNDRABÖRN
ERU
andstyggileg;
BORGARLEIKHÚSIÐ
Haukur Már sendir
frá sér skáldsögu
Út er komin hjá Nýhil skáldsagan
Svavar Pétur & 20 öldin eftir Hauk
Má Helgason. Þar segir
frá bankastarfsmanninum
Svavari Pétri Svavarssyni
sem er gert að flytja likið
af John Lennon frá New
York til Kópavogs, þar
sem því verður stillt upp
við hafnarmynnið til að
bjóða íbúa velkomna í
20. aldar-garðinn Öldina
okkar. „Atburðastýran" Ást-
hildur gerir Svavari Pétri
tilboð sem hann getur ekki hafnað
uns verkefnið vex honum, vægast
sagt, yfir höfuð, og jafnvel persónu-
legustu minningar hans
sjálfs af 20. öldinni eru
ekki lengur óhultar. Þetta
er fyrsta skáldsaga Hauks
Más en áður hefur áður
sent frá sér Ijóðabækur og
kennslubækur.
Von er á tveimur skáld-
sögum til viðbótar frá
Nýhil fyrir jólin. Þær eru
wr Fenrisúlfur eftir Bjarna
Klemenz og Eitur fyrir byrj-
endur eftir Eirík Örn Norðdahl