blaðið - 21.10.2006, Síða 25

blaðið - 21.10.2006, Síða 25
24 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 blaðiö „Ég held að maður eigi ekki að stefna Þakklát lífinu Guðmunda Elíasdóttir fer með hlutverk í Mýrinni, mynd Balt- asars Kormáks. Guð- munda naut mikillar hylli á sínum tíma sem söngkona en sneri sér síðan að söngkennslu. Hún hefur leikið i allnokkrum kvikmyndum. „Hlut- verkið í Mýrinni er það erfiðasta,“ segir hún. „Mjög skemmtilegt hlut- verk en erfitt því ég varð að tala á mjög harðri skagfirsku. Ég fékk kennara sem breytti mér í skag- firska kerlingu. Það var mjög gaman að leika í Mýrinni af því að Baltasar er svo stórkostlegur og ljúfur og nær að laða allt það besta fram í öðrum með blíðunni - og það er list.“ Þú ert 86 ára, skiptir þig miklu máli aðfá að tjá þig í einhvers konar listsköpun? „Já, það er lífið sjálft, fyrir utan nánustu fjölskyldu. Þegar ég hætti að kenna söng vissi ég eiginlega ekki hver ég var. Það tók mig tíma að átta mig en nú hef ég alltaf nóg að gera. Ég skrifa dagbók á hverjum degi og það tekur sinn tíma. Ég ræð mér sjálf og bý í góðri íbúð hér á Vestur- götu, besta stað i bænum. Stundum fer ég í bíltúr með fólki upp í sveit og þá finnst mér allt svo fallegt og Island vera svo guðdómlegt. Þá skil ég hvers vegna mér fannst ég alltaf verða að komast heim, þótt ég byggi í útlöndum, eins og ég gerði svo lengi, bæði í Danmörku og Ameríku." Að gefaafsér Ætlaðirðu þér alltaf að verða söngkona? „Það var ekki til neitt annað í huga mér frá því ég man eftir mér en að verða söngkona. Ég hafði mikinn metnað til þess. Ég var alltaf syngj- andi. Ég held að maður eigi ekki að stefna á peninga og heldur ekki stefna á frægð. Hvort tveggja er mjög fallvalt. Þetta vissi ég einhvern veginn frá byrjun. Ég vildi bara syngja og læra og læra og læra.“ Mér leið aldrei betur en þegar ég var á sviði. Fyrir sýningar fannst mér ég vera að deyja og fór með faðirvorið hvað eftir annað bak við tjöldin en á sviði var ég allt önnur manneskja. Ég gjörbreyttist. Þegar ég var að syngja þá var ég bara að hugsa um það að gefa af mér, gefa og gefa, og ég var ekki að hugsa um að ég væri að syngja fyrir fjölda fólks. Ég sá fyrir mér nokkrar manneskjur og söng fyrir þær. Ég get ekki al- mennilega skýrt þetta fyrir þér, það er voða skrýtið en eitthvað gerðist innra með mér og ég fékk kraft og þakkaði guði. Eins er það þegar ég var að kenna söng, sem ég gerði í ára- tugi. Þá var eins og eitthvað kæmi yfir mig. Ég varð örugg, viss um það sem ég var að gera.“ Tækifæri og raddmissir Þú söngst í sjónvarpi og útvarpi í Bandaríkjunu. Hefðirðu ekki getað náð frama þar eða hafðirðu ekki nógan áhuga á því? „Það er ómögulegt að lifa án þess að trúa á ástina. En ástin er duttlungafull, hún er eins og nýfæddur kjúk- lingur sem veit ekkert í sinn haus." „Ég er komin á þá skoðun að það hefði verið óþarfi að fara til Amer- íku. Já, ég fékk mörg tækifæri þar og í þrjú ár kom ég reglulega fram í sjónvarpsþætti hjá lúthersku kirkj- á peninga og heldur ekki stefna á frægð. Hvort tveggja er mjög fallvalt. Þetta vissi ég einhvern veginnfrá byrjun. Ég vildi bara syngja og læra og læra og læra." Vaxtalaus greidslukjör í allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Ssieraugað Bláu húsin við Faxafen Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík Sími: 568 1800 Fax: 5682668 gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is blaöiö LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2006 25 unni. En stóra tækifærið kom ekki. Kannski hefur einhverju ráðið að ég hef aldrei getað markaðssett sjálfa mig. Svo missti ég röddina. Það var áfall. Röddin kom aftur en ég söng ekki eins mikið og áður eftir það heldur sneri mér að söngkennslu." Afhverju misstirðu röddina? „Eg var gift kona með tvö lítil börn og bjó í New York. Það er erfitt að vera með tvö lítl börn í þeirri borg og það kom svo margt upp á, þar á meðal skilnaður. Ég vil samt ekki kenna einkalífinu eingöngu um. Ég skrapp heim til íslands eitt árið með dóttur mína, drengurinn var eftir í Ameríku hjá pabba sínum og allt var í klúðri. Svo var ég ráðin til að syngja í Kiss Me Kate í Þjóðleikhús- inu. Ég vaknaði einn morguninn og var raddlaus. Mér varð mikið um og fór til ýmissa lækna en fékk ekkert ákveðið svar. Ég held að þetta hafi verið taugaáfall. Annars veit ég það ekki. En skilnaður og það að geta ekki sungið lengur var eins og enda- lok á öllu. Hver var ég eiginlega? Ég var eins og nakin.“ Varstu ekki hamingjusöm í hjóna- bandi þínu? „Ég er oft að hugsa um hvað sé eigin- lega hamingja. Hvernig eigum við að skilgreina hamingju? Hversdagslífið býður ekki bara upp á rauðar rósir. Þetta var nokkuð erfitt líf og margt búið að koma upp í okkar sambandi og það safnaðist upp og svo sprakk aUt.“ Varþetta þá ekki ást? „Ég veit það ekki. Veistu, hjóna- band getur orðið vani. Maður finnur öryggi við tilhugsunina um að það séu tveir sem sjái um börnin en ekki bara einn. Svo er mikil- vægt að reyna að láta hjónabandið ganga þótt einhverjir skellir verði öðru hvoru. Annað þýðir ekkert. Stundum þarf að breiða yfir ágrein- ing, melta vandamálin og biðja Guð að hjálpa sér með næsta skref. En ef ástandið er orðið svo erfitt að engin lausn finnst þá verður að slíta hjóna- bandinu. Mér varð ljóst að þetta gat ekki gengið hjá okkur. En þetta var góður maður, gullsmiður, og svaka- lega fínn listamaður á sínu sviði.“ Stóra ástin Trúirðu á ástina? „Það verð ég að gera. Það er ómögu- legt að lifa án þess að trúa á ástina. En ástin er duttlungafull, hún er eins og nýfæddur kjúklingur sem veit ekkert í sinn haus.“ Rúmlega fimmtug kynntistu Sverri Kristjánssyni sagnfrœðingi sem varð seinni maðurþinn. Er ekki allt annað að verða ástfangin þegar maður er fullorðinn en þegar maður er ungur? „Ég held að það sé sterkari til- finning þegar maður er eldri af því maður er kominn með vit í kollinn og orðinn reyndari í tilverunni.“ Hvað hreifþig við Sverri? „Ég er oft að spekúlera í því eftir að hann er farinn frá mér. Hann hafði afskaplega fallega rödd og ég elska raddir. Framhald á næstu opnu MYNDIR/FRIKKI „Fólk sem ég hef unnið með sendir mér blóm og þá verð ég glöð og þakklát líf- inu því ég heffengið staðfestingu á því að ég hafi látið eithvað gott afmér leiða. Enginn fer að gefa ein- hverri ótukt blóm." dúnsængur & koddar náttborð verð 9.800 rafmagnsrúm verð frá 84.510 eldhússtólar barstólar sjónvarpsherbergið borðstofa stólar / casper 39.000 sófasett & hornsófar svefnsófar www. toscana. is SMIÐJUVEGI 2. KOP S.587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNia i HUSGAGNAVAL. HÓFN S: 478 2535 mm ! 6**WL-J PDi i -1 rl 1 .fc&aKííUí 'íiS Sí&i; *, m ■kaíi . .. 1 1 V SPSá i

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.