blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 1
ORÐLAUS » síða 60 243. tölublaó 2. árgangur föstudagur 1. desember 2006 ■■■■ ^ FRJÁLST, ÓHÁÐ & Ói ” S! i \ % í 1 Stefán Stefánsson, hjá Unicef á íslandi, stendur fyrir því að margir Jfcfelendingar ganga nú um með rauð nef I s(ða44 Meistarabakarinn Ásgeir Sand- holt kann manna best að baka góðar piparkökur og gefur hér uppskriftina | s(ða4s Fullyrðingar FÍB um ólöglegt samráð Icelandair og Iceland Express: FÍB hótað lögsókn ■ Verðhækkanir hafa verið mjög samstiga ■ Fráleitt að lcelandair hafi hótað lögsókn Eftir Atla (sleifsson atlii@bladid.net „Við fengum skýr skilaboð símleiðis frá hátt- settum manni innan annars flugfélagsins þar sem þeir hóta að lögsækja okkur vegna þessara skrifa,“ segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB- blaðsins, spurður hvort rétt sé að Icelandair hafi hótað samtökunum lögsókn. í grein sem birtist í FÍB-blaðinu er því haldið fram að íslensku flug- félögin sem sinna mestöllu millilandaflugi hafi haft samráð um flugfargjöld. „Það kom skýrt fram að þeir sögðust ætla að tala við okkur á við- eigandi vettvangi, það er fyrir dómstólum." í umræddri grein FÍB-blaðsins kemur fram að flugfélögin tvö, Icelandair og Iceland Express, hafi hækkað „skatta og gjöld“ á farseðlum um allt að 147 prósent á síðustu þremur árum. „Þessar hækkanir Icelandair og Iceland Express hafa verið mjög samstiga og hófust aðallega eftir að nýir eigendur, sem einnig voru stórir hluthafar í FL Group, eigenda Icelandair, tóku við Iceland Express í árslok 2004,“ segir í greininni. Að sögn Stefáns er ekkert sem bannar samkeppnisaðilum að bjóða svipað verð, svo fremi sem þeir hafi ekki samráð um það. „Við sjáum hvað gjöldin eru lík og hvað flugfélögin rukka svipaðar upphæðir, til dæmis fyrir um- framfarangur. Þessar verðhækkanir flugfélag- anna á „sköttum og gjöldum“ hafa verið mjög samstilltar." ■ 9gnn ; Stefán segir það slæmt mál ef flugfélögin feli álagningu sína með þessum hætti. „Við vitum ná- kvæmlega hvað stór hluti af þessum „sköttum og gjöldum“ er þeirra eigin álagning og við stöndum við þessa umfjöllun. Ef flugfélögin telja það mál- stað sínum til framdráttar þá er þeim að sjálf- sögðu frjálst að höfða mál og gera hvað sem þeim þykir réttast að gera í stöðunni.“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, segir það fráleitt að fulltrúar Icelandair hafi hótað FÍB málssókn vegna greinarinnar og að ekki standi til að fara í slíka lögsókn. Hann segir tal um samráð vera fráleitar ásakanir og að því fari fjarri að eitthvert samráð sé milli fyrir- tækjanna tveggja. Fuglunum á Tjörninni gefið Þau Berglind og Daníel gáfu sér tíma frá amstri dagsins og gáfu fuglunum brauð. Gæsirnar sóttu í brauðið en svanurinn náði bitanum. ORÐLAUS ÍÞRÓTTIR » síða 52 VEÐUR » síða 2 Utah á toppinn Carlos Boozer og Deron Williams hafa ásamt Andrei Kiri- lenko leitt Utah Jazz á toppinn í NBA eftir mörg mögur ár að undanförnu. Utah hefur komið liða mest á óvart. Lítil úrkoma Norðan 15-23 norðvestan- til, en hægari sunnan- og suðvestanátt austantil. Úrkomulítið suðvestan- og sunnanlands. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við suðurströndina. Uppskrift og góð ráð „Skáldaðu karlmannsnafn og skelltu á dyrabjölluna til að vera ekki trufluð af óboðnum gestum um nætur,“ segir Sunna Dögg Ásgeirsdóttir. 4.des. er síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! Holdgerving gullkálfsins „Jack kemur með rokkiö inn I dj- bransann og það er gaman að því að þróa karakterinn áfram. Jack Schidt er eini dj-inn sem hendirsér úr dj-búrinu,” segir Margeir Ingólfs- son um sitt annað sjálf sem hann segir holdg- ervingu gullkálfsins. Herinn burt úr írak Þverpólitíska sérfræðinefndin um málefni Iraks sem var skipuð af Bandaríkjaþingi kemur til með leggja til að bandaríski her- inn hefji brotthvarf sitt frá Irak á næsta ári. Sérfræðinefndin, sem er leidd af James Baker, fyrrum utanríkisráðherra, og Lee H. Hamilton, fyrrum fulltrúadeildarþingmanni, telur að ef það liggi ekki fyrir að Bandaríkja- her hverfi frá Irak þá muni ríkisstjórn Nuri al-Malikis forsætisráðherra ekki finna fyrir nægjanlegum þrýstingi til þess að beita sér fyrir pólitískum sáttum milli stríðandi fylkinga. Misjafnt lóðaverð Borgarstjóri greiðir Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 52 milljónir á hvern hektara fyrir land hans í Norðlingaholti, samtals 208 milljónir Á þriðjudag samþykkti bæjarstjórn Kópa- vogsbæjar að taka eignarnámi lóðir við Vatnsenda. Lóðirnar við Vatnsenda eru samtals 863 hektarar og eru nærri lóðunum við Norðlingaholtið. Samkvæmt heimHdum Blaðsins greiðir Kópavogsbær níu milljarða fyrir lóðirnar en þyrfti að greiða 45 milljarða væri hektaraverðið það sama. Brakandi botn og frábær verð 100% íslenskur ostur Mjódd • Dalbraut 1 • Hjarðarhaga 45 5 68 68 68 PÓSTURIN N www.postur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.