blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 50

blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaðiö íþróttir ithrottir@bladid.net Luque slapp við meiðsl en missti bílinn Albert Luque, spænski vandræðagemsinn hjá Newcastle, slapp við meiðsl þeg- ar vörubill sem skartaði Liverpool-fána í framrúðunni keyrði yfir átta milljóna króna Porsche-bifreið hans. Luque var svo lánsamur að vera ekki inni i bíln- um þar sem hann var að athuga hvort það hefði sprungið hjá honum dekk. Skeytin inn Stevens lávarður, sem rannsakað hefur ólögleg- ar greiðslur í kringum leikmannakaup í ensku úrvals- deildinni undanfarna mánuði, mun greina frá niðurstöðum sínum n. desember. Stevenslagði fyrr á árinu upp með rannsókn _ f á 362 leikmanna- kaupum frá fyrsta janúar 2004 til 31. janúar 2006 og tilkynnti annan október síðastliðinn að átta úrvalsdeild- arfélög væru enn undir rannsókn í sam- bandi við 39 leikmannakaup. Eggert Magnússon vill Olympíuleik- vang fyrir West Ham Eggert Magnús- son, eigandi og stjórnarformaður West Ham, segir félagið ætla i Meistaradeild■ ina og þviþurfi það stærri leikvang. Eggert í viðræðum við yfirvöld um Ólympíuleikvanginn: V t I Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að þess sé ekki langt að bíða að félagið verði í efsta sæti deildarinnar. „Ég er ánægður með að vera ekki nema þremur stigum á eftir Manchester United því við höfum leikið mun erfiðari leiki en þeir. Þeir hljóta að vera ósáttir með að vera ekki með meiri forystu í deildinni en raunin er,“ sagði Mourinho. Manchester United hefúr samkvæmt breska dagblaðinu Daily Mirr- or ekki áhuga á að semja við bandaríska undrabarnið Fred- dy Adu eftir að leikmað- urinn dvaldi í vikutíma hjá félaginu til reynslu. West Ham þarf stærri völl ■ Mike Lee opnaði dyrnar ■ Vilja yfir 15 milljarða frá West Ham „Við viljum komast í Meistara- deildina og þá þurfum við stærri leikvang,“ segir Eggert Magnússon, eigandi og stjórnarformaður West Ham, spurður um hvaða ávinningur væri af því fyrir West Ham United að flytja heimavöll félagsins af Bol- eyn Ground á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum árið 2012, en Eggert hóf viðræður við borgarstjóra Lundúna- borgar og iþróttamálaráðherra Bret- lands í gær um að West Ham United eignaðist eða fengi afnot af leikvang- inum eftir leikana. Spurður um hvernig það kom til að West Ham sæktist eftir þessum leikvangi í stað þess að byggja nýjan frá grunni sagði Eggert að Mike Lee (talsmaður og fjölmiðlafulltrúi Egg- erts) hefði opnað dyrnar að þessum möguleika, en hann var fjölmiðla- og almannatengslafulltrúi nefndar- innar sem Lundúnaborg skipaði til að sjá um tilboð hennar í Ólympíu- leikana 2012. Hyggjast rífa leikvanginn eftir ÓL Boleyn Ground, heimavöllur West Ham, rúmar 35.000 áhorfendur í sæti en hinn væntanlegi Ólympíu- leikvangur mun rúma um 80.000, sem gerir hann að stærsta íþróttaleik- vangi Bretlandseyja. Ef af áformum yfirvalda í Bretlandi og Lundúnum verður mun það þó ekki vara lengi, því þau hyggjast rífa leikvanginn að leikunum loknum og breyta honum í æfingasvæði fyrir frjálsíþróttafólk í nágrenninu. Mun hann þá aðeins rúma um 25.000 manns. „Við erum í rauninni að reyna að fá yfirvöld til að hætta við þau áform að rífa niður leikvanginn en breyta honum að fyrirmynd Stade de France í París, þannig að hægt verði að setja fær- anleg sæti yfir hlaupabrautina svo áhorfendur sitji alveg upp við völl- inn,“ segir Eggert. Boleyn Ground upp í kostnaðinn Eggert segir að ef félagið fengi samþykki yfirvalda fyrir tillögum sínum færu þau fram á að West Ham United legði yfir fimmtán milljarða króna til breytinganna. .,Ef samningar nást undir þessum formerkjum hafa borgarstjóri og íþróttamálaráðherra mælt svo fyrir að West Ham leggi vel yfir hundrað milljónir punda til breytinganna," segir Eggert. Hann reiknar þá með að skoðað verði hvort sala á svæðinu sem fer undir Boleyn Ground í dag gæti gengið upp í kostnaðinn við breytingarnar. Af West Ham er það annars að frétta að Eggert og Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, munu hittast snemma í næstu viku og ræða hvaða leikmönnum félagið ætlar að falast eftir í janúar þegar opnað verður fyrir félagaskipti. Þá munu þeir jafnframt ræða framtíð Argentínumannanna Carlosar Te- vez og Javiers Mascherano hjá félag- inu sem hafa alls ekki staðið undir væntingum það sem af er tímabih. PÓSTURINN Bflstjórar til starfa f desember Útkeyrsludeild óskar eftir starfsfólki til útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu í desember, á minni sendibílum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 580 1243. Hæfniskröfur: • 18 ára aldurstakmark • Hreint sakavottorð • Stundvísi, snyrtimennska og góð þjónustulund Umsóknum skal skilað til: (slandspóstur hf. Póstmiðstöð Stórhöfða 32 110 Reykjavík Merkt: Bílstjórar í desember Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu íslandspósts: www.postur.is Skeytin inn Fabio Capello, stjóri Real Madrid, er hæstánægður með Ronaldo eftir að hann tók sig á í mataræði og setti meiri kraft í æfingarnar. Capello vonaðist til að Ronaldo tæki sig á eftir að hann ákvað að setja Ronaldo út úr liðinu vegna auka- kílóanna. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því Ronaldo hef- ur lést um tvö og hálft kíló á aðeins einni viku. Farið úr 90 kíló- um í 87,5. Ronaldo verður þó ekki í leik- mannahópi Re- al þegar liðið mætir Valencia um helgina þar sem hann er að jafna sig á hnémeiðslum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.