blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaóiö HVAÐ MANSTU? 1. Hvað heitir höfuðborg Möltu? 2. (hverju er nýkjörinn forseti Ekvadors, Rafael Correa, menntaður? 3. Á hvaða plötu Franks Zappa má finna lagið Broken Hearts Are For Arseholes? 4. Hver er söluhæsta bókin á íslandi í dag? 5. Hver er formaður menntamálanefndar Alþingis. GENGI GJALDMIÐLA Svör: KAUP »0 CD w h= £2 m ÍD >- O) o o ™ 2 ^ c "2 '52, ‘o) Ö5 £= =1 oo ca 03 o .EP 'z: t-1 c\i co in ■ Bandaríkjadalur 67,97 m Sterlingspund 133,96 SS Oönskkróna 12,023 H— Norskkróna 10,938 SS! Sænskkróna 9,887 SS9 Evra 89,64 SALA 68,13 133,6 12,093 11,002 9,945 89,89 Finnland: Fundu bíl strokufangans Finnska lögreglan leggur nú mesta áherslu á Helsinki í leit sinni að Juha Valjakkala, fang- anum sem strauk úr fangelsi í Hamina fyrr í vikunni. Lögregl- an telur sig hafa fundið bíl sem líklegt er talið að Valjakkala hafi notað við flóttann en bílnum var stolið í Hamina sömu nótt og Valjakkala strauk. Talið er að stokufanginn fari huldu höfði ásamt nýjustu kærustu sinni, fertugri finnskri konu sem hefur sjálf margoft komist í kast við lögin. Valjakkala var dæmdur í ævilangt fangelsi árið 1988 fyrir að myrða þrjá, en þetta er í fimmta sinn sem hann strýkur úr fangelsi. Grunnskólanemendur skoöa umferð: Skagamenn nota stefnuljósin lítið Aðeins um helmingur fullorð- inna notar gangbrautarljós rétt og 36 prósent bílstjóra fara að settum glum þegar kemur að notkun tefnuljósa í hringtorgum. Þetta kemur fram í könnun nemenda 9. og 10. bekkjar Grundaskóla á Akra- nesi sem þeir unnu í tengslum við svokallað umferðarval skólans. Grundaskóli er í forsvari fyrir grunnskóla landsins varðandi um- ferðarfræðslu. Sigurður Arnar Sig- urðsson, kennari við skólann, segir að átakið hafi fallið vel í kramið hjá nemendum. „Um 25 nemendur tóku þátt í þessu umferðarvali sem var að ljúka og þau skipta sér á ákveðin verkefni." Könnun nemenda náði einnig yfir mælingar á notkun bílbelta, stöðvunarskyldu og umferðarhraða. Umferðarmenning a Akranesi mæld Grunnskólanemendur vilja breyta viðhorfum ökumanna. Utsala, Útsali Helgaropnun 30 - 50 % verðlækkun Einntg úrval af eldri fatnaði ó QQft ■ ^ Helgaropnun Föstudagur 1 des opið 10.00-19.00 Laugardag 2 des opið 10.00-19.00 Sunnudog 3 des opið 12.00-18.00 Virka daga opið 10.00-18.00 www.friendtex.is Orkuveita Peykjavíkur Hækk- ar raforkuverð um áramótin. nnrr’T** • K*: Orkuveita Reykjavíkur hækkar raforkuverð: Frelsið enn í barnsskónum ■ Orkuveitan hækkar raforkuverö ■ Verðmunur lítill ■ Tapiö 1,4 milljarðar Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net „Gjaldskrá Landsvirkjunar hefur hækkað um tíu prósent frá upp- hafi árs 2005 og það er hækkun sem við verðum að velta áfram með þessum hætti,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn Orkuveitunnar ákvað á fundi í vikunni að hækka raforkuverð til almennings á veitusvæði Orku- veitunnar um 2,4 prósent frá og með áramótum. Á fundinum var jafnframt lagt fram níu mánaða uppgjör Orkuveit- unnar sem sýndi tap upp á 1,4 millj- arða á fyrstu níu mánuðum ársins 2006. „Reksturinn gengur ágætlega og samkvæmt áætlun. Álagning á rafmagni í smásölu er ekki það mikil að við getum tekið á okkur svona hækkun án þess að okkar við- skiptavinir verði varir við það.“ Aðspurður hvort Eiríkur telji frjálsan raforkumarkað virka segir hann markaðinn enn vera á barns- skónum. „Fyrirtækin eru smátt og smátt að aðlagast nýju umhverfi. Markaðurinn ber þess náttúrulega merki hversu stóran hluta af raf- magnsframleiðslu Landsvirkjun er með. Af því sem við erum að dreifa Fyrírtækin eru að aðlagast nýju umhverfí Eiríkur Hjálmarsson Upplýsingaf ulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur Utifí verðmunur letur neytendur tilað leita tilboða Jóhannes Gunnarsson Formaður Neytendasamtakanna til almennings er um sextíu pró- sent frá Landsvirkjun.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að kannanir samtakanna hafi sýnt fram á að það sé sáralítill verð- munur hjá fyrirtækjum á raforku- markaði. „Verðmunurinn er mjög lítill, sem letur neytendur til að leita tilboða í rafmagn. Vissulega gerðum við okkur vonir um að þessi breyting, að gera raforku- markaðinn frjálsan, myndi halda aftur af hækkunum á meðan fyr- irtæki væru að þreifa fyrir sér á þessum samkeppnismarkaði til að fá nýja viðskiptavini.“ SAMANBURÐUR Á RAFORKUVERÐI Miöað við 140 fermetra raðhus i Reykjavík og 5.400 kWh/ari Hitaveita Suðurnesja Orkuveita Reykjavíkur RARIK Dreifing (kr) Sala (kr) 29.583 22.354 29.583 21.750 29.583 21.817 Heildarupphæð á ári (kr) 51.937 51.333 51.400 *Heimiid: Orkustofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.