blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 22
22
FOSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006
ÞEIR SÖGÐU
ÍSLAND í ÖRYGGISRÁÐIÐ
Það er alveg furðulegt stærilæti í fólki sem telur að íslenska
99 ríkisstjómin eða íslendingar skipti það miklu máli í alþjóðlegu
samhengi og í sambandi við ákvarðanir afþessu tagi að þaðÁ
hafi haft einhver áhríf á atburðarásina sem þama varð.“
GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA I UMRÆÐUM UM ÍRAKSMÁL A ALÞINGI i GÆR.
ÁLEITIN SPURNING
En hver mun annast Hólmstein
m s þegar hann er orðinn gamall maður?
** David Fríedman? Eða sjúkraliði á
Landspítalanum?”
ÖGMUNDUR JÓNASSON, ÞINGMADUR VG, SPVR STÓRRA SPURNINGAI FRÉTTAGLAÐINU IGÆR.
Sendir Bandaríkja-
mönnum bréf
Mahmoud Ahmadinejad, for-
seti írans, hefur skrifað banda-
rísku þjóðinni bréf þar sem hann
krefst þess að hún setji þrýsting á
stjórnvöld um að kalla herliðið í
írak heim og láta af blindum stuðn-
ingi við ísrael. Bréfinu var komið
áleiðis gegnum fulltrúa klerka-
stjórnarinnar hjá Sameinuðu þjóð-
unum í New York.
1 bréfinu, sem er stílað á „göf-
uga Bandaríkjamenn", fer forset-
inn um víðan völl. Hann segist
efast um að Bandaríkjamenn kæri
sig um þær afleiðingar sem stefna
stjórnvalda í málefnum í raks hefur
haft en forsetinn segir að hún hafi
kostað hundruð þúsunda manna
lífið og aukið á hryðjuverkahætt-
una í heiminum. Og Ahmadinejad
segir að Bandarikjamönnum væri
nær að láta almannafé renna til
þess að rétta hlut þeirra þegna
landsins sem búa við skort og í
aðstoð við fórnarlömb fellibylsins
Katrínar.
Iransforseti hefur verið iðinn
við bréfaskriftir á árinu. I maímán-
uði sendi hann George Bush Banda-
ríkjaforseta 18 blaðsíðna langt bréf
þar sem hann fór yfir helstu hita-
mál samtímans. Rétt eins og þá
hafa stjórnvöld í Washington gert
lítið úr boðskap Ahmadinejads.
opió vii ka daga 10.00-22.00
laugnrdncja 10.00-22.00
sunnudaga 11.30-22.00
simi 544 2332
www.adesso.is
CAFÉADESSO
2. hæð I Smáralind vffelrargarðinn
Jólamatseóill Adesso
eins og hjá mömmu
Norlenskt hangikjöt I
með jafningi, rauðkáli, gráénum
baunum, kartöflum og laufabrauði
Karamellugljáð kalkúnabringa
með sykurbrúnuðum kartöflum,
grænmeti og púrtvínssósu
Jólaskinka
með sætu rauðkáli,
sykurbrúnuðum kartöflum
og sveppasósu
verð aðeins 1.950
Purusteik
alla föstudaga í desember
verð aðeins 1.490
öste***
Stór pizza
með 2 áleggjum
Kr. 1.199
Opnunartimi:
Virka daga 16-22
Um helgar 12-22
TVÆR Á
2.000
PflPINOS
P I Z Z fl
Hækkaðu þig
upp um einn
9
5? 12345
Núpalind 1
Kópavogi
Hverafold 1-5
Grafarvogi
Reykjavikurvegi 62
Hafnarfirði
Forval Vinstri grænna í Reykjavík og Kraganum:
Átta vilja vera
í fyrsta sæti
■ Flokkurinn í uppsveiflu ■ Fjölgun þingmanna líkleg
iiicgi iyiii íi
tVÖ Og
iður- V'.. for
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Átta frambjóðendur sækjast eftir
fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna
sem haldið verður um helgina.
Forvalið er hið fyrsta sem flokk-
urinn efnir til vegna alþingiskosn-
inga og er það sameiginlegt fyrir
Reykjavíkurkjördæmin tvö og
Suðvesturkjördæmi.
„Þetta er mjög spenn-
andi prófkjör því að
það er fyrir þrjú kjör-
dæmi. Það er athyglisvert
að Vinstri grænir slculi hafa
tekið skrefið alla leið og viður-
kennt að höfuðborgarsvæðið
ætti í raun að vera eitt kjördæmi en
ekki þrjú eins og nú,” segir Einar
Mar Þórðarson, stjórnmálafræð-
ingur hjá Félagsvísindastofnun.
Um er að ræða lokað félagapróf-
kjör þar sem menn verða að vera
búnir að skrá sig í flokkinn viku
áður. „Að því leytinu er þetta öðru-
vísi en önnur prófkjör. Svo vekur
fjöldi frambjóðenda athygli en Vin-
stri grænir eru í uppsveiflu og það
er líklegt að þeir bæti við sig þing-
mönnum í þessum kjördæmum.
Það vekur auðvitað áhuga á fram-
boði og kannski sú staðreynd að
menn þurfa ekki að verða fyrir
miklu kostnaði þar sem engar aug-
lýsingar hafa verið í gangi. Þetta
þurfa kannski aðrir flokkar að
hugsa um,” bendir stjórnmálafræð-
ingurinn á.
Kjósendur eiga að velja þrjá fram-
bjóðendur í fyrsta sæti, þrjá í annað,
þrjá í þriðja og þrjá í fjórða.
Einar Mar gerir ráð fyrir að þing-
mennirnir Kolbrún Haralds-
dóttir og Ögmundur Jón-
asson séu öruggir í sínum
sessi og leiði kjördæmin.
Spurning sé hins vegar um
þriðja kjördæmið. „Þar eru
sterkir frambjóðendur, eins
og Katrín Jakobsdóttir, vara-
formaður flokksins, Árni Þór
Sigurðsson borgarfulltrúi og Álf-
heiður Ingadóttir varaþingmaður.
Katrín er náttúrlega varaformaður
og það er spurning hvort það hjálpi
henni ekki. Hún hefur verið áber-
andi og staðið sig ágætlega. Það er
líka skemmtilegt að velta því fyrir
sér hvort sú staða gæti komið upp
að Árni Þór yrði leiðtogi eða þing-
mannsefni í Kraganum samtímis
því sem hann væri borgarfulltrúi í
Reykjavík.”
Éinar Mar segir einnig að hafa
verði í huga að frambjóðendur sem
ekki sé vel kynntir úti í þjóðfélaginu
geti samt sem áður verið
vel kynntir innan
flokksins.
FRAMBJOÐENDUR
í FORVALINU:
- -
m
l.sæti
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG
Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður
Ögmundur Jónasson þingmaður
l.til 2. sæti
Álfheiður Ingadóttir lítfræðingur
Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi
Guðmundur Magnússon leikari
Þórir Steingrímsson rannsóknarlögr.
1. til 3. sæti
Paul F. Nikolov blaöamaður
2. sæti
Auður Lilja Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagnfræðingur
Jóhann Björnsson kennari
Kristján Hreinsson skáld
2. til 3. sæti
Gestur Svavarsson hugbúnaðarráðgjafi
2. til 4. sæti
Andrea Ólafsdóttir, nemi I uppeldisfræði
Friðrik Atlason, deildarstjóri á sambýli
Kristín Tómasdóttir háskólanemi
3. til 4. sæti
Elías Halldór Ágústsson kerfisfræðingur
Emil Hjörvar Petersen háskólanemi
Erlendur Jónsson efnafræðingur
Kári Páll Óskarsson háskólanemi
Mireya Samper myndlistarkona
Ólafur Arason nemi
Sigmar Þormar, kennari og ráðgjafi
Steinar Harðarson umdæmisstjóri
Svala Heiðberg framhaldsskólakennari
4. sæti
Benedikt Kristjánsson nemi
Steinunn Þ. Árnad., háskólanemi og öryrki
Gefa ekki upp sæti
Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri
Wojciech Szewczyk verkamaður
Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur
Þingmannsefni og
borgarfulltrúi?
Árni Þór Sigurðsson
Orugg í sessi Ög-
mundur Jónasson
og Kolbrún Halldórs
dóttir alþingismenn
Jólafundur geðlækna:
Formaðurinn bað um styrk
„I haust óskaði formaður Geð-
læknafélagsins, Kristófer Þorleifs-
son, eftir því að við styrktum
fræðslufund félagsins i desember
og við urðum við þeirri beiðni,”
segir Ólafur Adolfsson, sölumaður
hjá lyfjafyrirtækinu Eli Lilly.
Athygli hefur vakið að fyrirtækið
sendi félögum Geðlæknafélagsins
tölvupóst með boði um jólafund
um kvöldmatarleytið laugardaginn
2. desember þar sem upplýsingar
voru um matseðil og drykki. Tekið
var fram að á milli rétta væri ferða-
saga frá Kína og að söngatriði yrði
með kaffinu.
„Stefna okkar varðandi svona fundi
er skýr. Við förum eftir evrópskum
samskiptareglum lækna og lyfjafyrir-
tækja en samkvæmt þeim er óheimilt
að bjóða óréttlætanlega risnu. Við
veitum alls konar styrki en sjaldan
til fræðslufunda á vegum starfsfólks.
I slíkum tilfellum gerum við kröfu
um að sitja þá fundi en skiptum
okkur ekki af dagskránni. Það eru
okkar hagsmunir að fólk mæti og
þess vegna sendi ég áminningu
til félagsmanna með viðhengi um
dagskrána sem við fengum frá Geð-
læknafélaginu. Menn þurfa að vita
hver styrktaraðilinn er til að þeir geti
tekið afstöðu til efnisins. Þegar við
höldum okkar eigin fundi stjórnum
við dagskránni,” greinir Ólafur frá.
Hann kveðst ekki hafa hugmynd
um í hverju fræðslan á jólafund-
inum er fólgin. „Ég veit ekki um
Fékk fræðslu-
styrk fyrir
jólafund
Kristófer Þorleifsson
geðlæknir
hvað ferðasagan frá Kína fjallar.
Það getur alveg verið að á dag-
skránni verði fræðsluerindi þótt
þess hafi ekki verið getið. En ef því
er þannig farið að styrkbeiðnin hafi
verið á fölskum forsendum munum
við að sjálfsögu gera athugasemdir
viðþað.”
Formaður Geðlæknafélagsins
vildi ekki tjá sig um málið þegar
leitað var eftir því í gær.