blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaðið VEÐRIÐ í DAG Urkomuiítið Norðan 15 til 23 norövestantil, en hægari sunnan- og suðvestanátt austantil. Áfram slydda eða rigning, en úrkomu- lítið suðvestan- og sunnanlands eftir hádegi. Hiti víðast 0 til 6 stig, hlýjast við suðurströndina. Á MORGUN Léttir til Norðan 10 til 15 m/s og snjó- koma eða éljagangur um norðan- og vestanvert landið, en hægari sunnan- og austanlands og léttir til. Frost 1 til 6 stig, en hiti við frostmark við ströndina. VÍÐA UM HEIM | Algarve 17 Amsterdam 6 Barcelona 14 Berlín 10 Chicago -8 Dublin 12 Frankfurt 7 Glasgow 12 Hamborg 7 Helsinki 7 Kaupmannahöfn 9 London 11 Madrid 12 Montreal 12 New York 15 Orlando 19 Osló 8 Palma 23 París 8 Stokkhólmur 10 Þórshöfn 9 Danmörk: Dýrt spaug Danska utanríkisráðuneyti hefur beðið um aukafjárveit- ingu vegna aðgerða í kjölfa skopmyndanna af Múhamme spámanni. Beiðnin hljóðar upp á andvirði 340 milljóna íslenskra króna. Þessi aukni kostnaður stafar af hertri öryggisgæslu við sendiráð viða um heim, brottflutning fólks og fleiru. Deilan kom upp í upphafi árs eítir að skopmyndir af Múhammeð spámanni birtust í Jyllands-Posten fyrir rúmu ári. Skopmyndirnar vöktu mikla reiði meðal múslíma.. fírtP m ri; i Landspítali: 108 prósenta útgjaldaauki Útgjöld til ríkisspítala hafa aukist um 108 prósent á síðasta áratug, sem er árleg meðalhækk- un sem nemur 8,5 prósentum. Þetta kemur fram í vefriti Fjármálaeftirlitsins. Á árinu 1998 námu samanlögð rekstrarútgjöld sjúkrahúsanna í 14.722 milljón- um króna á verðlagi þess árs, en gert er ráð fyrir að útgjöldin verði 30.614 milljónir árið 2007. Lögregla skoðar kynþáttaníð sem ungmenni fengu sent: Fengu ógnandi ursbréf í pósti i\iamsmanni misboðið vegna bréfsins ■ Heigulsháttur Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Mér er bara klárlega misboðið,“ segir Sveinn Arnarsson lögfræðinemi en hann ásamt fleirum fékk sent hat- ursbréf í garð múslý}«ú.pÍSÚ á núð- vikudagskvöld. Bréfið var póstlagt í Reykjavik en ásamt Sveini fengu að minnsta kosti tveir Hafnfirðingar bréfið. Allir eru þeir á þrítugsaldr- inum og virkir í pólitík. „Þetta er óhugnanlegt hatursbréf og ég tilkynnti það strax til lögregl- unnar,“ segir Sveinn en lögreglan í Hafnarfirði og á Akureyri hafa fengið bréfin til rannsóknar. Að sögn Sveins skilur hann ekkert í því af hverju hann hafi fengið bréfið af öllum mönnum enda ekki þekktur fyrir neitt annað en umburðarlyndi. Bréfið er augljóslega heima- tilbúið og mikil vinna lögð í að snúa út úr ritningum Kóransins. Einnigeruslá- andi myndir sem fylgdu bréfinu. sýnir ótrúlegan heiguls- hátt að merkja Óhugnanlegt haturs- bréf Sveinn Arnarsson lögfræðinemi fékk bréf- ið i pósti og segir það óhugnanlegt hatursbréf. Ólöglegt kynþáttaníð Bréfið inni- heldur gróft kynþáttaníð og hatur í garð múslíma. Blaðið tekur ekki þátt i slíku og því er textinn óskýr sem og myndirnar. ekki bréfið,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á íslandi. Hann líkir hegðun bréfaskrifara við ofsóknir gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Hann segir að það þurfi að skerpa á lögum sem varða kynþáttníð gagnvart nýbúum en það Heiglar sem á að vorkenna Salmann Tamimi, formaður Félags múslíma á Islandi, segist vorkenna bréfaskrifurum og telur þá heigla fyrir að merkja ekki bréfið. ólöglegt að viðhafa niðrandi um- mæli um aðra kynþætti eða þjóðir. Brot á þessum lögum geta varðað allt að tveggja ára fangelsi. „í raun og veru vorkenni ég þessum mönnum enda ekki hollt að hata,“ segir Salmann um hegðun bréfaskrifara. Hann segir þá ekki sýna kristilegan kærleik í verki og því undarleg hræsni sem brýst þarna fram. Hann segir að íslenska þjóðin þurfi ekki á svona einstaklingum að halda því þeirra markmið er ein- göngu að hræða. Ekki er ljóst hver sendi bréfin. Eina undirskriftin er Group 1627 en Tyr- kjaránið átti sér stað það ár. Allir þeir sem vitað er að hafi fengið bréfin eru virkir í stjórn- málum á vinstri vængnum og á þrí- tugsaldrinum. Samkvæmt einum við- mælenda Blaðsins taldi hann að þetta væri ein leið fyrir kynþáttahatara til þess að fá athygli og umfjöllun. Seiður lands og sagna IV Giæsilegt afrek í íslenskri bókargerð SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 R. skrudda@skrudda.is Fjórða bókin í hinum glæsilega bókaflokki Gísla Sigurðssonar blaðamanns og ritstjóra. I þessari bók er fjallað um Mýrar og Snæfellsnes. Eins og í fyrri bókum er efnið sótt í sögu þjóðarinnar frá landnámi til okkar tíma. Á fimmta hundrað ljósmyndir, málverk, teikningar og kort prýða bókina. Fólskuleg árás á Harald í London: Óbreytt líðan „Það stóð til að vekja hann um helgina en það tókst ekki,“ segir Hörður Helgi Helgason, vinur Har- alds Hannesar Guðmundssonar. Haraldur varð fyrir fólskulegri árás fyrr í þessum mánuði þegar hann gekk heim á leið í London. Haraldur liggur enn meðvitundar- laus á spítala í London þar sem hann hefur verið búsettur síðastliðin sjö ár. Læknar reyndu að vekja hann um helgina með því að taka hann af svefnlyfjum en allt kom fyrir ekki. „Hann er enn á gjörgæslu vegna al- varlegra áverka. Líf hans er í hættu,“ segir Hörður. Fjölskylda Haralds hefur verið hjá honum í London en kona hans hefur ekki vikið frá rúmi hans síðan atvikið átti sér stað. Núna skiptist fjölskyldan á að vera í London en móðir hans hefur verið allan tímann hjá honum. Fjölskylda Haralds vill koma á framfæri þökkum til fólks sem hefur hugsað hlýlega til hans. Einnig hefur söfnun gengið vel og að sögn Harðar er stuðningur fólks ómetanlegur. Maður var handtekinn í tengslum við árásina í síðustu viku en honum var sleppt stuttu síðar þar sem hann hafði fjarvistarsönnun. Samkvæmt Herði telur lögreglan enn að hann tengist málinu. Rannsókn er enn í gangi en myndavélar í hverfinu þar sem árásin átti sér stað hafa hjálpað talsvert við rannsóknina. I ljós kom að veski Haraldar var stolið. Samkvæmt Herði er ekki öll von úti um að Haraldur vakni og nái bata. Matvöruverð lækkar: Frumvarpi hraðað Ríkisstjórnin hefur ákveðið að flýta afgreiðslu á frumvarpi sem miðar að lækkun matvöru- verðs. Upphaflega átti að leggja frumvarpið fram eftir áramót en nú er stefnt að því að afgreiða það fyrir jól. Var frumvarpið lagt fram á Alþingi í gær. Verði frumvarpið að lögum munu vörugjöld af matvælum falla niður frá og með 1. mars á næsta ári. Einnig verður virðis- aukaskattsþrep matvöru lækkað úr íjórtán prósentum í sjö einnig á veitingaþjónustu, geisladiskum. írland: Best að búa á eyjunni grænu Breska vikublaðið The Econ- omist hefur birt lista yfir þau lönd sem best var að búa í árið 2005 samkvæmt lífsgæðavísi- tölu ritsins. írland er í fyrsta sæti, Sviss í öðru og Noregur í því þriðja. Island er í sjöunda sæti á listanum. Aðeins eitt land á lista yfir tiu bestu löndin er utan Evrópu: Ástralía. Þrátt fyrir gott gengi Evrópu- ríkja eru stórveldi álfunnar neðarlega á lista. Frakkland, Þýskaland og Bretland skipa 25., 26. og 29 sæti á listanum. Líkamsárás: Fékk tólf mánaða dóm Mbl.is Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavík- ur um að karlmaður sæti 12 mánaða fangelsi fyrir að slá tvo menn hnefahögg í andlitið. Annar mannanna, sem ráðist var á, fékk blæðingu inn á höf- uðkúpu og hinn nefbrotnaði. Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa verið á vettvangi á umræddum tíma. Hins vegar lá fyrir staðfest- ing á notkun greiðslukorts mannsins nálægt vettvangi um einum og hálfum tíma áður en árásin átti sér stað, ásamt því að vitni voru að árásinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.