blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006
blaöiö
Sérfræðinefndin um málefni íraks:
Brotthvarf hersins
hefjist á næsta ári
H Lögð verði meiri áherslu á stuðning við íraka ■ Tímarammi brotthvarfs ekki lagður fram
Frakkland:
300 metra hár
turn í París
Nýr þrjú hundruð metra hár
skýjakljúfur mun rísa í París
í Frakklandi og er áætlað að
hann verði opnaður árið 2012.
Skýjakljúfurinn mun bera
nafnið „Phare“ og vera hitaður
með vindorku sem framleidd er
á toppi byggingarinnar. Phare
rís í La Defence-hverfinu i
vesturhluta borgarinnar, en
bandaríski arkitektinn Thom
Mayne er hönnuður hússins.
Friðarsúla Yoko Ono:
Ljósið truflar
ekki vita
„Það er nú ekki alveg á
hreinu hvort sækja þurfi um
leyfi hjá Siglingastofnun fyrir
slíkri ljóssúlu,“ segir Baldur
Bjartmarsson, forstöðumaður
hjá Siglingamálastofnun, um
fyrirhugaða friðarsúlu Yoko Ono
sem á að rísa í Viðey.„Efþetta
er stöðugt ljós þá ætti það ekki
að trufla umferð báta þar sem
vitar eru með blikkandi ljós.“
Kolviður Helgason, varaformað-
ur Snarfara, félags sportbátaeig-
enda í Reykjavík, segir að félagið
hafi ekki verið að velta fyrirhug-
aðri friðarsúlu mikið fyrir sér.
„Það eru svo mörg önnur ljós sem
við horfúm á þegar við siglum
til lands, þannig að ég held að
þetta verði ekkert til að trufla
okkur frekar en hvað annað.“
Þverpólitíska sérfræðinefndin um
málefni f raks sem var skipuð afBanda-
ríkjaþingi kemur til með leggja til að
bandaríski herinn hefji brotthvarf
sitt frá írak á næsta ári. Sérfræði-
nefndin, sem er leidd af James Baker,
fyrrum utanríkisráðherra, og Lee
H. Hamilton, fyrrum fulltrúadeild-
arþingmanni, telur að ef það liggi
ekki fyrir að Bandaríkjaher hverfi
frá írak þá muni ríkisstjórn Nuri al-
Malikis forsætisráðherra ekki finna
fyrir nægjanlegum þrýstingi til þess
að beita sér fyrir pólitískum sáttum
milli stríðandi fylkinga. Hinsvegar
kýs nefndin ekki að setja fram tíma-
ramma um brotthvarf hersins. Með
þessari tillögu siglir hún milli skers
og báru en repúblikanar vilja halda
kúrsinn á meðan margir demókratar
hafa viljað að nákvæmur tímarammi
verði gefinn út um brotthvarf hersins
frá landinu.
Skýrslan hefur ekki verið gerð
opinber en innihaldi hennar
hefur verið lekið í fjölmiðla.
Nefndarmennirnir tíu hafa verið
að störfum í átta mánuði og bú-
ist er við að þeir kynni tillögur
sínar fyrir George Bush forseta og
Bandaríkjaþingi í næstu viku. Fjöl-
miðlar fullyrða að ásamt fækkun
í herliði muni hlutverk hersins
brey tast úr því að berjast gegn upp-
reisnar- og hryðjuverkamönnum
yfir í það að styðja við bakið á
íröskum öryggssveitum við að
kveða niður skálmöldina i land-
inu. Þetta þýðir að bandarískir her-
menn muni leggja meiri áherslu á
aðdrætti, upplýsingaöflun, ráðgjöf
og þjálfun íraskra öryggissveita.
Slík útfærsla kallar hinsvegar á að
bardagasveitir verji þá Bandaríkja-
menn sem sinna ofangreindum
hlutverkum í landinu.
Dagblaðið Washington Post
hefur heimildir fyrir því að þrátt
fyrir brotthvarf hermanna leggi
nefndin til að Bandaríkjamenn
viðhaldi öflugum herstyrk í land-
inu. Blaðið hefur eftir öðrum heim-
ildum að eftir eitt til tvö ár verði
búið fækka í herliði Bandaríkja-
manna í Irak um helming. Ekki
kemur fram í skýrslunni hvort
hersveitirnar verði kallaðar heim
eða hreinlega færðar til þeirra ná-
grannalanda þar sem Bandaríkja-
her hefur hersveitir.
Ásamt því að mæla með að meiri
áhersla verði lögð á að aðstoða
írösk stjórnvöld við að taka sín
mál eigin hendur þá er lögð mikil
áhersla í skýrslu nefndarinnar á að
finna lausnir á vettvangi milliríkja-
samskipta. Talið er að nefndin
leggi það til við stjórnvöld að
byggja upp tengsl við klerkastjórn-
ina í íran og sýrlensk stjórnvöld.
Fram til þessa hefur ríkisstjórn Ge-
orge Bush útilokað slik samskipti
að öllu óbreyttu. Auk þessa er talið
að skýrsluhöfundur leggi til að
efnt verði til ráðstefnu um málefni
Mið-Austurlanda og reynt verði að
virkja nágrannalönd Iraks til þess
að beita sér fyrir því að koma á
stöðugleika í landinu.
Bush hefur sagt að hann hlakki
til að heyra tillögur nefndarinnar
og vonist til þess að þær inn-
leiði ferska sýn á lausnir á þeirri
skálmöld sem ríkir í Irak. Þrátt
fyrir þessi ummæli fyrirskipaði
hann ríkisstjórn sinni að ráðast í
endurskoðun á núverandi stefnu
í írak fyrir tveim vikum. Er það
talið til marks um að forsetinn
viji ekki lenda i þeirri stöðu að
þurfa að fallast á allar tillögur
sérfræðinefndarinnar.
Gerum kort meö þínum myndum,
eöa kort sem þú hannar frá grunni.
Verö frá kr. 99, fyrir mynd, kort og umslag.
Hægt aö panta á netinu og sækja
eða fá sent heim en þá bætist póstkostnaöur viö.
FUJiFILM
pfftm'i'H'ffliiTra mmi
Skipholti 31; sími 568-0450 Ijosmyndavorur.is Ivl a IvíUPIW*