blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 26
blaðið Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulitrúar: Árogdagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir og Janus Sigurjónsson s A hnjánum Það er enginn varnarsamningur við Bandaríkjamenn, aðeins minnis- punktar og fyrirheit, kannski eitthvert samkomulag. Annað er ekki til eftir samningaviðræður íslenskra valdamanna og bandarískra. Þess vegna leita íslenskir ráðamenn nú samstarfs eða réttara sagt verktaka í loftvörnum eða lofteftirliti víða. Leggjast jafnvel á hnén fyrir framan ráðamenn rikja sem eiga herþotur sem gagnast myndu til flugs yfir landið okkar og ná- grenni þess af og til. Minnispunktar íslenskra og bandarískra ráðamanna ná víst aðeins yfir það ástand sem skapast eftir að til ófriðar kemur, einsog okkur hefur svo oft verið sagt; ef ráðist er á eina Natóþjóð jafngildir það árás á þær allar. Þannig að kannski bæta minnispunktarnir bara engu við. Eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu að herinn yrði kallaður heim hefur margt breyst. Áður var til að mynda nokkrum hermönnum gert að sitja við ratsjár og fylgjast með flugferðum í lofthelginni. Hermennirnir eru farnir, en ekki skjáirnir sem þeir horfðu á allan sólarhringinn og ekki heldur loft- helgin. Herinn er hættur að borga einsog hann gerði og herinn er hættur að fylgjast með einsog hann gerði. Annað hefur ekki breyst, heimsmyndin er hin sama og áður var. Athygli vakti þegar rússneskri herflugvél var flogið inn í lofthelgina án þess að við yrðum þess vör. Þeir sem mest unnu með hernum og best þekktu til þess búnaðar og þeirra handtaka sem varð að vinna eru hættir og farnir annað. Það fólk beið ekki, lífið heldur áfram þó herinn fari. Ratstjárnar eru enn í gangi, allavega milli átta á morgnana og fimm á daginn, frá mánudegi til föstudags. Nú eru það ekki hermenn sem sitja við skjáina og stunda þannig loftvarnir okkar Islendinga. Enda ekkert um það í minnispunktum íslenskra og bandarískra ráðamanna. Þeir sem best þekkja til segja Ratsjárstofnun nú sjá til þess að horft sé á myndir ratsjánna á virkum dögum á hefðbundnum vinnutíma, en þar fyrir utan er vist lítið um eftirlit. Starfsfólkið sem nú fylgist með rastjánum var áður í allt öðrum og borgaralegri verkum, það er meðan herinn var hér. Starfsfólk sem áður gegndi störfum á lagerum og öðrum fínum störfum er núna að fylgjast með Ioftförum meintra ógnvalda. Varnir íslands eru að verða með furðulegasta hætti. Það er að vonum að þeir sem gengu frá málum með þeim hætti sem þeir gerðu reyni nú að redda þessu, bara einhvern veginn. Kannski helst vegna stórra orða um að varnirnar séu svo mikilvægar og að þær verði að vera sýnilegar. Eftir stendur að varnirnar eru kannski engar, allavega ekki hér á landi og þá eru þær alls ekki sýnilegar. Þess vegna fara ráðamenn um heiminn, tala við hvern af öðrum í von um að finna verktaka í loftvörnum. Vissulega eru varnarmál alvörumál og ef það er svo að okkur vanti flugvélar til að fljúga yfir okkur af og til er vonandi að verktaki finnist og gengið verði frá samningi sem inniheldur meira og verði skýrari en minnispunktarnir sem gerðir voru. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn &auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík AÖalsími: 510 3700 Símbréfáfréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins ERTU A LEIÐ TIL ÚTLANDA? 245% VSK vhTkaup a [FTajWTT?! GEGN FRAMVÍSUN FARSEÐILS Gleraugnax. Smiöjœ Kringlunni 588 9988 26 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaöið KVtí>Ju % VR4 HrQfl Vi9 GEotiqe W. BUSm °G- TULLViS§fíVi /WN m r\v StæpuM }ítt Mep MEp fyohlUM héWfj t TtzA §eM UrNGW ttL f BfíRárTUrJNf VrQ íllSkuiva \ HEfMrNH G-EöRGEUí Góðar fréttir og slæmar fréttir Verði frumvarp um Ríkisút- varpið að lögum fyrir jól eru það bæði góðar fréttir og slæmar. Góðu fréttirnar eru þær að stofn- unin fær sveigjanlegri ramma en til að starfa innan og verður ekki jafn- háð pólitísku valdi og nú. Ramm- inn hefur verið svo þröngur að RÚ V hefur átt erfitt með að mæta þvi að afnotagjöldin hafa ekki fylgt verð- lags- og launabreytingum. Eigið fé hefur brunnið upp. Einnig hefur stjórnunin ekki breyst nægilega í takt við það að RÚV starfar á nú á samkeppnismarkaði og hefur gert í 20 ár, RÚV gengur ekki lengur að áhorfendum og hlustendum vísum heldur þarf að keppa um þá og einnig hæft starfsfólk. RÚV þarf að temja sér sömu starfshætti og annar fjölmiðlarekstur, án þess þó að grundvallarskyldur stofnun- arinnar við menningu og lýðræði í landinu séu bornar fyrir borð. Með lögunum er RÚ V betur i stakk búin til þess en áður. Ónýtt tækifæri Slæmu fréttirnar eru ónotað tæki- færið til að afmarka betur en gert er heimildir þessa opinbera fyrirtækis til að afla tekna með auglýsingum og kostun. Samkeppnisaðilar RÚV, sem eru óánægðir með niðurstöð- una. Þeir hljóta þó að fagna því að búið er að koma í veg fyrir að RÚV geti í framtíðinni sótt inn á markað- inn fyrir netauglýsingar. En sem hlustandi og áhorfandi er ég ekki fyllilega ánægður. Skrefið, sem stigið var til þess að takmarka kostun á dagskránni, var ekki nógu stórt að mínu mati. Ég vil banna alla kostun í dagskrá RÚV, hún þurrkar út eðlileg mörk efnis Pétur Gunnarsson og auglýsinga og á ekki heima í al- mannaþjónustuútvarpi. Við þær þröngu aðstæður sem stofnunin hefur búið undanfarin ár hefur hún nýtt sér möguleika kostunar út í ystu æsar. Mér hefur sýnst að hún hafi jafnvel rutt brautina inn á nýjar og ósmekklegar leiðir í kostun í íslenskum fjölmiðlum. Því miður er niðurstaða alþingis sú að RÚV verður einungis bannað að auka hlut kostunar í tekjuöflun- inni frá því sem nú er, ef ég skil rétt. Ég tel að vinda hefði átt ofan af vit- leysunni og þá er ég ekki að tala um hagsmuni samkeppnisaðila heldur okkar sem hlustum og horfum á dagskránna þar sem merkjum, skilaboðum og dulbúnum auglýs- ingum kostunaraðila er iðulega gert óþægilega hátt undir höfði inni í miðri dagskránni. Eðlilegarskorður Hugmyndir komu einnig fram um um að draga RÚV alfarið út af auglýsingamarkaði. Fyrir því voru einungis týnd til léttvæg rök and- spænis þeim sjónarmiðum kaup- enda auglýsinga að hyrfi RÚV af markaðnum yrði auglýsingamark- aðurinn of fábreyttur og öðru fyrir- tæki á markaðnum, 365, færð algjör yfirburðarstaða. Hins vegar hefði mér, sem sjónvarpsáhorfenda, þótt gott að vita til þess að stjórnendur RÚV byggju við þær skorður að hlutfall auglýsinga í útvarpi og sjón- varpi mætti ekki fara yfir ákveðinn mínútufjölda á klukkustund. RÚV hlýtur að eiga tvo kosti til þess að auka auglýsingatekjur sínar, annað hvor þann að rýra dagskrártímann og hleypa að fleiri auglýsingum eða þá að takmarka útsendingar- tíma auglýsinga, mynda umfram- eftirspurn og hækka verð. Seinni leiðin hafði líka þann kost að var vænlegri fyrir áhorfendur, amk fyrir minn smekk. En frumvarp er orðið betra en þegar það var lagt fram og vonandi lýkur með samþykkt þess 15 ára tímabili uppdráttarsýki og ráða- leysis í sögu Ríkisútvarpsins. Höfundur er ritstjóri petrum.blogspot.com. Klippt & skorið Grein um elliheim- ilið Grund í nýj- asta tölublaði (safoldar hefur vakið athygli. Blaðamaður tímaritsins ráð sig til starfa þar á fölskum for- sendum og skrifar síðan um upplifun sína þá viku sem hann starfaði á dvalarheimilinu. Það hefur ekki tíðkast hér á landi að blaðamenn vinni rannsóknarvinnu með þessum haetti en það er mjög algengt í öðrum löndum. Þáttur- inn Kompás hefur t.d. gert svipaða hluti með falinni myndavél. Það er hins vegar engin spurning að með aukinni samkeppni á fjöl- miðlamarkaði er Ijóst að menn verða að ganga heldur lengra en hingað til hefurverið gert til að vekja á sér athygli. Hvort þetta er góð eða slæm þróun fer einfaldlega eftir því hvernig blaðamenn skila vinnu sinni. Ef frásögnin er trúverðug og unnin af heiðarleika getur hún gert mikið gagn fyrir íslenska neytendur. Rfkisstjórnin hefur boðað matar- lækkun í mars þegar lækka á matarskatt- innsvokallaða.Þaðeruhins vegar flestir sammála um að þessi lækkun muni aldrei skila sér út í samfélagið þar sem svo langur tími fari í undirbúninginn. Hægðarleikur er fyrir kaupmenn að hækka vörur sínar nú fyrir jólin og lækka þær svo aftur í mars þegar brey t- ingin tekur gildi. Og fleira þessu tengt því kostnað vegna lækkunar á matarskatti á að hluta tilaðtakaúr Vínbúðinni. Þannig ertalað um 17% hækkun á ódýrum tegundum af léttvíni og bjór, sem er umtalsverður viðbótarkostnaður fyrir heimilin þvf flestir vita að ódýrustu víntegundirnar seljast mest í Ríkinu. Rauðvínsflaska sem kostar úr Ríkinu um 1000 krónur í dag kostar yfir 4000 krónur á veitingahúsi. Hvað mun hún kosta eftir hækkunina? Það er einmitt áfengisverðið hér á landi sem útlendir ferða- menn kvarta mest yfir. elin@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.