blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 62

blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 62
„Ég elska þaö þegar fólk móðgar mig, þaö þýðir að ég þarf ekki að vera góður lengur." Billy Idol blaöiö FOSTUDAGUR .D 2006 Arcade Fire gegn eyöni k Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire hefur gefið leyfi til að nota lag sitt Re- R bellion (Lies) í nýrri herferð Bono gegn eyðni í Afríku. „Ég er sannfærður um að Ij þessi herferð virki til að fá Bandaríkjamenn til að gefa stórar upphæðir til að I berjast gegn eyðni," sagði Win Butler, söngvari sveitarinnar. Bono hefur einnig * fengið i lið með sér stórfyrirtæki á borð við Motorola, Aþþle og Converse. íslenska rokkið verður áberandi á næstunni Gjöfult ár framundan bætir við að smá popp muni slæð- ast með. Það er Smekkleysa sem gefur út Jan Mayen en útgáfan sá einnig um að gefa út fyrstu plötu Dr. Spock. Dr. Spock stefnir á sum- arplötu á næsta ári. Franz, gítarleik- ari sveitarinnar, segir óvíst hvert platan muni stefna þar sem þeir stjórni ekki verkum doktorsins. Hann lofar þó metnaðarfullri plötu og endar á að segja að Dr. Spock taki þátt i breiðskífu- slagnum af fullum krafti. Löngu er kominn tími á breið- skífu frá peyjunum í Jakobínurínu. Vonir standa til að frumburður þeirra líti dagsins ljós á fyrri hluta árs 2007 en sveitin gerði samning við hina rómuðu-Rough Trade-út- gáfu á árinu. Þá hefur heyrst á göt- um borgarinnar að hljómsveitin Botnleðja sé byrjuð að æfa aftur. Ljóst er að plata frá þeim yrði hval- reki á fjörur rokkaralandsins. Loks er hljómsveitin Coral að leggja loka- hönd á breiðskífu sína sem hefur tekið töluverðan tíma í vinnslu, en samkvæmt heimildum Blaðsins leggja meðlimir sveitarinnar kapp á að koma plötunni út sem fyrst. po’s Gang en hún sér einnig um að gefa út frumburð hljómsveitar- innar Wulfgang. Wulfgang er um þessar mundir að leggja lokahönd á breiðskífu sína sem þeir búast við að gefa út fyrri hluta árs 2007. Rokkararnir í Jan Mayen hafa ekki látið mikið fyrir sér fara upp á síðkastið. Á næsta ári dregur til tíðinda þar sem sveitin hyggst gefa út sína þriðju breiðskífu. Að sögn Vidda, trommara sveitarinnar, verður platan rokk og ról út í gegn en hann Frumburðar hljóm- sveitarinnar Benny Crespo’s Gang er beðið með mikilli eftirvænt- ingu en sveitin stefnir á útgáfu í febrúar. Gengið hefur ver- ið duglegt við tónleikahald síðastliðin tvö ár og er meðal ann- ars talið hafa stolið senunni á síðustuAir- waves-há- tíð. Þá hefur meðlimur sveit- arinnar, Lovísa Elísabet, slegið í gegn með hlið- arsjálfi sínu, Lay Low. Cod útgáfan mun að öllum líkind- um gefa út breið- skífu Benny Cres- Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net Jólin hafa hingað til ekki verið tal- in hátíð rokkarans. Öll þessi gleði og hamingja er á skjön við boð- skap rokksins sem gengur meira út á allt öðruvísi gleði. Rokksveitir landsins hafa ekki tekið þátt í jóla- plötuflóðinu af jafn miklum krafti og popptónlistarmenn landsins en stefna þess í stað margar að því að gefa út á næsta ári. Blaðið tók sam- an hvaða hljómsveitir munu gefa út árið 2007 en árið kemur til með að vera mjög gjöfult fyrir áhangendur íslenskrar rokktónlistar. Utvarpsstöðin X-ið 977 heldur sína árlegu Xmas-tónleika í ár. Nokkrum af helstu hljóm- sveitum og lista- mönnum hefur verið boðið að spila, svo sem Skakkamanage, Togga, Lay Low, Pétri Ben, Dr. Spock, Brain Police, Sprengjuhöll- inni og Benny Crespo’s Gang. Xmas-tónleikarnir virðast vera síðasta vígi X-ins en flestir muna eftir þegar útsendingum stöðvarinnar var hætt og XFM stofnuð af fyrrverandi starfs- mönnum X-ins. Flestir af ár- legum atburðum X-ins færðust yfir á XFM, svo sem Gullkindin og sumargrillveislurnar. Fólk veltir því fyrir sér hvort XFM ætli að halda sína eigin jóla- tónleika, en þá hafa virkilega furðulegar aðstæður skapast þar sem samkeppni á rokkjóla- tónleikamarkaðnum er óalgeng. Fyrri tónleikar Rock Star: Sup- ernova-hópsins voru haldnir í gær. Uppselt var á tónleikana . .en miÁar eru ennþá til kí stæði á aukatónleik- l aná sem fara fram í kvöld. ÞærDilana /V og Storm mættu til landsins ásamt húsbandinu og tveimur pródúsentum úr þættinum í vikunni. Flópurinn fetaði í fót- spor Foo Fighters og fleiri er- lendra ferðamanna og snæddi humarsúpu, hamborgarhrygg og hangikjöt á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri. Athygli vekur að hljómsveitin Nilfisk frá Stokkseyri var ekki viðriðin heimsóknina en það á sér útskýringu eins og annað; meðlimir sveitarinnar dvelja um þessar mundir í Danmörku og stunda nám í upptökutækni. Jólagjöf veiðimannsins veidikortid.is vciumui liu.io 2 9vatnasvæði fyrír aðeins 5000 krónur! Handbók meö ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is alla miðvikudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 Hljómsveitin Bob gaf út plöt- una Dód qoq pop á dögunum. Sveitin héfur verið ansi dugleg við að koma plötunni á fram- færi í erlendum vefverslunum,- en vefslður ITunes, Napster og Emusic bjóða allar plötuna til sölu. Athygli vekur að íslensku vefverslanirnar Skifan.is og Ton- list.is bjóða hvorugar plötuna til sölu og það sama má segja um vefverslun Smekkleysu. Ég hef alltaf lúmskt gaman af hljómsveitum sem gera sér grein fyrir því að lífið er ekkert skemmti- ferðaskip sem líður áfram í bleik- um sjó þar sem sykurpúðaský svífa um himininn og stjörnur úr brjóstsykri glitra á nóttunni. Frum- burður hljómsveitarinnar Shadow Parade, Dubious Intentions, er í senn dimmur, dapur og fallegur. Sýn þeirra á lífið í kringum sig á fullkomlega við daginn í dag; skammdegið hefur tekið völdin og helmingur íslendinga annað hvort íhugar að flytja í burtu eða taka eig- iðlíf. Meðlimir Shadow Parade eru mjög færir í því sem þeir gera. Hljóðfæraleikur er til fyrirmyndar, hvort sem horft er til trommu-, gít- ar- eða hljómborðsleiks. Þá er söng- urinn frábær, virkilega einlægur og melankólískur í takt við tónlistina, hann minnir reyndar stundum heldur mikið á Thom Yorke, en það hefur hingað til ekki talist slæmt í mínum bókum. Platan líður áfram eins og yfirgefið draugaskip á rúm- sjó sem aldan hefur barið og skilið eftir sært og berskjaldað. Eins og skipið lætur Shadow Parade það ekki stöðva sig, heldur flytur sögur af ferðum sínum frábærlega. íslenskar hljómsveitir þreytast aldrei á að flytja tónlist sína í útlöndum, sérstaklega ekki hljómsveitin IfjNSM&k'V Jakobínarína. Sam- kvæmt Myspace- síðu þeirra drengja eru þeir á leiðinni til Bretlands í desember þar sem þeir spila á þrennum tónleikum í það minnsta. Nánar tiltekið í The Fuzz Club í Sheffield, The Marquee í Hertford og loks í Artrock Club í London. Dubious Intentions er frábær plata sem heldur manni við efnið allan tímann, ef frá er talið baks- lag í kringum lag 9 þar sem mér fannst dampurinn örlítið detta niður. En á lagi 10, Pass It On, kemst sveitin aftur á skrið jém og endar plötuna á hinu drungalega Follow My Vo- , ice. Eins og menn á borð aBu \ við Morrissey og Robert JHRk Smith veit Shadow Para- ■ de hvernig á að skilja brosið eftir heima og hampa vonleysinu. Æt Fyrir það og frábæra ð plötu hampa ég þeim. atli@bladid.net mmjtzÉjUÉti ...og norska svartmálssenan DAGAR Shadow Parade Dubious Intentions Einlæg og melankþlísk út í gegn. Missir dampinn í kringum lag 9. ■ Hann verdur heima um jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.