blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI Eftirlaunaaldur hækkaður Ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara hefur ákveðið að hækka eftirlaunaaldurinn í land- inu úr 65 ára í 67. Er meðal annars gripið til þessara aðgerða til þess að draga úr útgjöldum ríkisins vegna eftirlaunagreiðslna. Viðræður um þjóðstjórn runnar í sandinn Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, segir viðræður Fatah-hreyfingarinnar og Hamas hafi runnið út í sandinn. Myndun þjóðstjórnar sem viðurkennir tilverurétt Ísraelsríkis hefur verið ein helsta forsenda þess að rjúfa alþjóðlega einangrun palestínskra stjórnvalda. Uil.UViJiJ, * Ekki sterkara gagnvart dollara í 14 ár Gengi pundsins hefur ekki verið hærra gagnvart dollara í 14 ár. Fréttir um samdrátt í Bandaríkjunum og væntingar um að Englandsbanki hækki vexti hafa kynt undir sterkri stöðu pundsins. Ástæða vaxtahækkana er ekki síst rakin til að mikil þensla hefur verið á húsnæðismarkaði. t^Trúlofunar hríngar Laugavegi61 • Sími 552 4910 www.jonogoskar.is blaði nuiiuiuu alla þriöjudaga Vinstri grænir: Kæra söluna Borgarfulltrúar Vinstri grænna sendu kæru til félags- málaráðherra þar sem þeir vilja að hann felli úr gildi samþykkt borgarstjórnar á sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Fulltrúar VG segja að andvirðið sé að stórum hluta greitt með skuldabréfum til handa Lífeyris- sjóði starfsmanna Reykjavíkur- borgar en samkvæmt lögum er lífeyrissjóðnum óheimilt að taka við greiðslunni þar sem eingöngu er heimilt að fjárfesta fyrir tíu prósent af hreinni eign sjóðsins í bréfum af því tagi sem um ræðir. Utsölustaðir: Jens Kringlunni ■ Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 ■ Helgi Sigurðsson úrsmiður Skólavörðustíg 3 • Georg Hannah úrsmiður Keflavik ■ Guðmundur B. Hannah úrsmiður Akranesi ■ Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi Leonard Kringlunni Menntamálanefnd afgreiddi frumvarp um Ríkisútvarpið á miðvikudaginn Gerðu með- al annars tvær breytingar er lúta að stöðu Ríkisútvarpsins á augiýsingamarkaði. . u Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Forstjóri 365 boðar miklar upp- stokkanir innan fyrirtækisins og að dregið verði verulega úr fréttaþjón- ustu verði frumvarp um Ríkisút- varpið samþykkt óbreytt á Alþingi. Hann segir þær tillögur menntamál- anefndar sem lúta að takmörkunum á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýs- ingamarkaði gagnslausar og engu breyta. Sjónvarpsstjóri Skjás eins segir tillögur nefndarinnar hafa valdið vonbrigðum og að hann trúi því ekki Alþingi samþykki frum- varpið án breytinga. Vísvitandi stefnumörkun „Ef þetta verður óbreytt að lögum þá hefur það í för með sér mikla uppstokkun hjá okkur,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. „Við höfum verið að reyna að halda úti ýmissi al- mannaþjónustu, þar á meðal frétta- flutningi í sjónvarpi. Það er enginn vafi á því að með þessari tillögugerð stefnir ríkisstjórnin að ríkisein- okun í fréttaflutningi í sjónvarpi.“ Menntamálanefnd Alþingis af- greiddi á miðvikudaginn frumvarp umRíkisútvarpiðmeðtveimurbreyt- ingartillögum er lúta að stöðu Ríkis- útvarpsins á auglýsingamarkaði. Kemurbaratil með að bitna á einkareknum stöðvum Ari Edwald, forstjóri 365 Samkvæmt tillögunum verður Ríkisútvarpinu bannað að birta auglýsingar á Netinu og þá verða settar takmarkanir á það hversu langt er hægt ganga við gerð kostunarsamninga um dagskrár- liði. Er þá miðað við 10 prósent af heildarauglýsingatekjum. Fyrir fundinn hafði verið rætt um að ganga jafnvel lengra í að tak- marka umsvif Ríkisútvarpsins á aug- lýsingamarkaði en þær hugmyndir fengu ekki hljómgrunn meðal meiri- hluta nefndarmanna. Ari segir þær tillögur sem nú liggja fyrir ekki breyta neinu heldur sé þvert á móti verið að gefa Ríkis- útvarpinu meira svigrúm til að keppa við einkaaðila. „Þeir fá meira svigrúm til að sækja fram á markað- inum og þeim eru ekki settar neinar skorður í samkeppni við einkafyr- irtæki. Þetta er vísvitandi stefnu- mörkun þeirra stjórnmálamanna sem að þessu standa og er beint gegn einkareknu stöðvunum.“ Þessarbreyt- ingar hafa engin ■\ áhrif w § É Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins Engin áhrif Magnús Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Skjás eins, tekur undir orð Ara og segir afgreiðslu menntamála- nefndar hafa valdið vonbrigðum. „Ég treysti því að niðurstaðan yrði eitthvað meira en þetta. Ég veit ekki hvað þeir voru að dunda sér í þessu. Þessar breytingar hafa nákvæmlega engin áhrif.“ Magnús segir eðlilegra að Rík- isútvarpið hverfi smám saman af auglýsingamarkaði enda fái það töluvert forskot á einkastöðvarnar í formi skattpeninga. „Ég Iýsti því yfir við menntamálanefnd að ég gæti vel sætt mig við einhverjar tak- markanir í fyrstu en langtímamark- miðið ætti að vera að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Þessar takmarkanir sem nefndin leggur fram eru hins vegar gagnslausar. Ég vildi óska þess að einhver af þessum ágætu alþingismönnum hefði reynslu af því að reka fyrirtæki í samkeppni við ríkið.“ Barnahúsgögn sem stækka Barnahúsgögnin okkar bjóða upp á ótal samsetningarmöguleika og sveigjanleika sem gerir þér kleift að nota eitt og sama rúmið allt frá því barnið hættir í grindarrúminu og fram á unglingsár. nOscflciuuitinuiit* Sérverslun með barnahúsgögn og fylgihluti Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 - www.husgogn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.