blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaðiö JAPAN Geta smíðað kjarnorkuvopn UTAN ÚR HEIMI Utanríkisráðherra Japans, Taro Aso, segir Japana geta framleitt kjarnorkuvopn kjósi þeir það en segir það ekki á stefnuskránni. Hinsvegar segir hann ekkert í stjórnarskránni sem meini þeim að ráðast í smíði slíkra voþna. INDLAND m Mikill hagvöxtur Hagvöxtur á Indlandi var mun meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagvöxtur mældist um 9,2 prósent. Mestur var vöxturinn í þjónustu- iðnaði eða 13,9 prósent og í kjölfarið fylgdi fram- leiðslugeirinn með 11,9 prósenta hagvöxt. FRAKKLAND Sarkozy fer fram Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst því yfir að hann muni bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Flestar kannanir gefa til kynna að Frakkar séu reiðubúnir til þess að kjósa hann til embætt- isins. Flokkur hans velur frambjóðanda í janúar og ekki er búist við að flokksfélagi hans og forsetinn, Jacques Chirac, gefi kost á sér. Ökufantur á ofsahraða komst undan: Stakk lögguna af „Við náðum númerinu," segir Karl Hermannsson, yfirlögreglu- þjónn í Keflavík, en lögreglan veitti BMW-bifreið eftirför á Reykjanesbraut aðfaranótt fimmtudags. Ökumaðurinn ók á 201 kílómetra hraða sem mun vera hæsta hraðamæling í langan tíma á Reykjanesinu að sögn Karls en því miður ekki einsdæmi. Eftirförin hófst rétt fyrir þrjú á miðvikudagsnótt þegar lögreglan mældi hraða BMW-bifreiðar- innar. Lögreglan hóf strax eftirför vestur Reykjanesbrautina en há- markshraði er 90 kílómetrar og bifreiðin því á rúmlega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. Ökumaður sinnti ekki stöðv- unarljósum lögreglunnar heldur hélt áfram á ofsahraða. Lögreglan Fantur á ofsahraða Ökumaöur keyrði á rúmlega tvö hundruð km hraða á Reykjanesbrautinni. hætti eftirför þegar þeir höfðu misst sjónar á bifreiðinni. Samkvæmt Karli bárust vís- bendingar um bifreiðina en talið er að rannsókn muni ganga vel fyrir sig enda náðist númerið. * T 'f ST* m. Útgjöld til vegamála: Mest á kosningaárum ■ Engin trygging fyrir framkvæmdum ■ Ytri ástæður kallað á frestun Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Ríkisstjórnin hefur boðað stórátak í vegamálum. Á næsta ári á að verja 13,6 milljörðum til vegaframkvæmda miðað við 8,7 milljarða í fjárlagafrum- varpi 2006. Samkvæmt yfirliti frá upplýsingaþjónustu Alþingis, sem nær til áranna 1998 til 2007, eru út- gjöld ríkisins til vegamála að jafnaði mest þau ár sem þingkosningar eru. „Fjögurra ára vegaáætlun, sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili, hefur verið skorin niður um 2 millj- arða á ári síðan. Það er verið að setja inn á næsta ár það sem safnast hefur upp. Núna er verið að lofa að gera það sem svikist hefur verið um á síð- astliðnum íjórum árum. Þetta er gert af því að það er kosningaár og kosið Lofa því nú sem svikist hefur 1rerið um Jón Bjarnason, þing- maður Vinstri grænna áður en vegaframkvæmdir á árinu hefjast,” segir Jón Bjarnason, þing- maður Vinstri grænna, og bætir því við að tryggingin fyrir því að farið verði í boðaðar framkvæmdir sé ekki meiri núna en fyrir fjórum árum. Ríkisstjórnin hafi ítrekað ákveðið að fresta vegaframkvæmdum vegna yfirstandandi stóriðjuframkvæmda og áhrifa þeirra hætti ekki að gæta á næstunni. „Það er kannski ekki óeðlilegt þótt stjórnarandstaðan sé í vafa um að áætlanir standist. Það Sannfærður um að áætlun standist Guðmundur Hall- varðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafa náttúrlega verið ytri ástæður sem hafa kallað fram frestun á fram- kvæmdum þó að þær hafi í reynd ekki orðið nema að litlu leyti,” segir Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og for- maður samgöngunefndar Alþingis. „Auðvitað er boðað mikið átak til að greiða fyrir umferð að og frá borg- inni og það er mál sem er mjög brýnt. En ég er sannfærður um að þetta muni standast,” leggur Guðmundur áherslu á. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006a 2006b 2007 Fjárfestingar 3.805 4.469 4.631 6.067 5.354 8.404 9.002 6.714 5.905 4.805 10.441 % af ríkisútg. 2,0% 2,4% 2,4% 3.2% 2,8% 4,4% 3,0% 2,2% 1,9% 1,5% 2,9% Viðhald 3.277 3.754 4.151 4.187 4.399 4.248 2.561 2.405 2.835 2.85 3.159 % af ríkisútg. 1,7% 2,0% 2,2% .. 2,2% 2,3% 2,2% O co 0,8% 0,9% j 8.740 0,9% 0,9% Samtais 7.082 8.223 8.782 9.753 9.753 12.652 11.563 9.119 7.640 13.600 % af ríkisútg. 3,7% 4,1% 3,8% 3,6% 3,6% 4,5% 3,8% 3,0% 2,8% 2,3% 3,8% Útgjöld ríkisins til vegamáia 1998-2007 Útgjöld til vegagerðar skiptast í fjárfestingar og viðhald. Útgjöld 2006a eru eins og í fjárlagafrumvarpi 2006 en útgjöld 2006b eru eins og áætlanir ríkisstjórnar gera ráð fyrir, þ.e. niðurskurður í fjárfestingum um 1,1 milljarð króna. Tölur eru í milljónum króna. LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið sunnudagskvöldið 3. desember, kl. 19 á Hótel Sögu, Súlnasal Boðin verða upp um 140 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Verið velkomin a& skoða verkin í Galleríi Fold, Rau&arárstíg 14, föstudag 10-18, laugardag 11-17 og sunnudag 12-17. Hægt er aö nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14, sími 5510400 • www.myndlist.is Gunnlaugur Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.