blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 blaðið INNLENT HEIMDALLUR Tillögur ganga of langt Stjórn Heimdallar telur að tillögur varðandi fjármál stjórnmálaflokka og prófkjöra gangi alltof langt. Heimdallur telur réttlætanlegt að framlög til stjórn- málaflokka séu upplýsingaskyld upp að vissu marki, en eigi þó ekki að vera öllum aðgengilegar. ACTAVIS Kaupir bandarískt lyfjafyrirtæki Actavis hefur keypt bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika Pharmaceuticals, sem sérhæfir sig í þróun og sölu forðalyfja og samheitalyfja. Kaupverðið er 16,5 millj- arðar króna, þar af nema árangurstengdar greiðslur 8,7 milljörðum króna sem koma til greiðslu á 3 árum. REYKJAVÍK Kveikt á trénu um helgina Ljósin verða kveikt á Óslóartrénu á Austurvelli i Reykjavik á sunnudaginn. Tréð var höggvið í Finnerud, skammt frá Ósló, og er rúmlega tólf metrar á hæð. Rúm háif öld er síðan Norð- menn færðu (slendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Dagskrá hefst klukkan hálf fjögur. Þotur British Airways: Þrjár úr Rannsókn breskra lögregluyf- irvalda á dauða Alexanders Lit- vinenkos, fyrrum njósnara rúss- neskra yfirvalda, hefur leitt í ljós leifar af geislavirku efni á tólf af þeim 24 stöðum sem athugaðir hafa verið. British Airways hefur tekið þrjár þotur úr umferð vegna málsins en smávægilegt magn af leik geislavirku efni fannst í þeim. Vél- unum þremur hafði verið flogið á milli London og Moskvu. Talið er að Litvinenko hafi verið byrlað eitur en geislavirka efnið pólón- íum 210 fannst í líkama hans við krufningu. í banalegunni hélt Litvinenko því fram að rússnesk stjórnvöld væru viðriðin málið. Þau hafa neitað þeim ásökunum. Torfærutrukkur sem sameinar styrk og kraft. HPI Savage 25 Limited Edition, sér-útgáfa hlaðinn aukahlutum, takmarkað upplag. Opið til kl. 23 og 9-12 aðfangadag Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid ÍSLANDS NAUT Jólin koma á Kaupin rædd Igær voru kaup Reykjavíkurborgar á lóðum Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, rædd í borgarstjórn. Borgarstjóri segir reynt að gera sig tortryggilegan í málinu. mmm ,[ Ijósi þess aö fjárhæð eignarnámsbótanna er miklum mun hærri en búist var við og ekki studd neinum áþreifanlegum rökum verður að telja fullt erindi til þess að fara með málið fyrir dómstóla í samræmi við lög um framkvæmd eignarnáms." BORGARRAÐ SJÖTTA APRÍL 2006 Kaup Reykjavíkur á lóðum Kjartans Gunnarssonar: Kjartan fær 218 milljónir fyrir lóð ■ Hektarinn kostar 52 milljónir ■ Hef ekkert rætt við Kjartan, segir borgarstjóri Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég hef ekki nokkru sinni rætt við Kjartan Gunnarsson um þetta mál. Hvorki fyrr né síðar hef ég tekið þátt í málinu, nema í gegnum borgarrit- ara. Hér er verið að reyna að gera mig eitthvað tortryggilegan þar sem selj- andi lóðarinnar er sjálfstæðismaður," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Án kynningar fyrir borgarráði ákvað Vilhjálmur að una niðurstöðu matsnefnar eignarnáms- bóta um kaupin á fjögurra hektara lóðum við Norðlingaholt. Viðræður milli borgarinnar og seljanda lóð- anna, Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, skiluðu ekki árangri. Borgarstjórn ákvað að taka lóðirnar eignarnámi og matsnefndin komst að þeirri nið- urstöðu að borgin þyrfti að greiða Kjartani 208 milljónir. Á fundi borg- arstjórnar í vor kom fram það álit að upphæðin væri of há og að málinu yrði skotið til dómstóla. Nú hefur borgarstjóri greitt Kjartani sam- kvæmt mati nefndarinnar og reikn- ast 52 milljónir á hvern hektara. Dýrt í samanburði Á þriðjudag samþykkti bæjarstjórn Kópavogsbæjar að taka eignarnámi lóðir við Vatnsenda og hefur bærinn komist að samkomulagi við seljanda lóðanna. Lóðirnar við Vatnsenda eru samtals 863 hektarar og eru nærri lóðunum við Norðlingaholtið. Að því gefnu má áætla að verð lóðanna sé í svipuðum verðflokki. Ef hektara- verðið sem Kjartan fær fyrir hektar- ana sína er reiknað yfir jarðirnar sem Kópavogsbær tekur eignarnámi má reikna með því að bærinn þurfi að leggja út tæpa 45 milljarða. Sam- kvæmt heimildum Blaðsins greiðir Kópavogsbær níu milljarða fyrir lóð- irnar og gerir það rúmar tíu milljónir á hektara. Aðspurður vill Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs- bæjar, ekki gefa upp kaupverðið og segir það munu koma í ljós. „Kaup- verðið er trúnaðarmál að svo stöddu. Hjá okkur liggur fyrir samkomulag við seljanda og búið að lenda málinu,“ segir Gunnar. „Ég vil ekkert tjá mig um hektaraverð hjá öðrum. Fæst orð bera minnsta ábyrgð.“ Ekki samþykkt Vilhjálmur segir ekki hafa verið samþykkt hjá borgarstjórn að fara með málið fyrir dómstóla. Sú tillaga hafi aðeins verið kynnt á fundi í vor án samþykktar. „Þá lá engin afstaða fyrir hjá borgarstjórn um þetta og ég hef skjöl sem sýna það. Á sínum tíma var aðeins birt álit um að reyna ætti á málið fyrir dómi,“ segir Vilhjálmur. Hef ekki nokkru sinni rætt við Kjartan um þetta mál Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri „Borgarritari hvatti mig eindregið til að ganga frá málinu og taldi að með þeim hætti væru hagsmunir borgar- innar best varðir. Ég féllst á þær rök- semdir. Að mínu mati er lóðaverð í borginni alltof hátt og þetta tilvik er engin undantekning.“ Átti að kynna málið Aðspurður bendir Vilhjálmur á að fyrrverandi meirihluti hafi ekki efni á að gagnrýna að málið hafi ekki verið kynnt fyrir borgarstjórn. „Hinn sami meirihluti greiddi Kjartani 118 milljónir, degi fyrir kosningar, án þess að bera það undir borgarstjórn á þeim tíma til samþykktar,“ segir Vilhjálmur. „1 báðum tilvikum hefði ekki verið óeðlilegt að kynna málin fyrir borgarstjórn, þó að niðurstaða matsnefndarinnar hafi verið mjög skýr varðandi verðið.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfull- trúi Samfylkingarinnar, telur vinnu- brögð borgarstjóra óeðlileg. „Ég dreg það i efa að borgarstjóri hafi heimild til að breyta þessari niðurstöðu borg- arráðs án þess að leggja málið þar fyrir aftur. Þetta eru nú einu sinni peningar Reykvíkinga, en ekki Sjálf- stæðisflokksins,“ segir Dagur. morgun!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.