blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 39
blaðið
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 39
Nýtt hönnunarsafn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Árni M. Mathie-
sen fjármálaráðherra og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar,
undirrita í dag samning um uppbyggingu Hönnunarsafns (slands í
Garðabæ. Safnið mun starfa sem stofnun á vegum bæjarfélagsins.
Basar á morgun
Hinn árlegi basar KFUK verður haldinn í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 klukkan
14 á morgun. Ýmsir fallegir, handgerðir munir eru til sölu sem henta vel til gjafa og
einnig verður gott úrval af allskyns jólabakkelsi. Hægt er að kaupa nýbakaðar vöfflur
og kaffi á staðnum. Allur ágóði rennurtil æskulýðsstarfs KFUM og KFUK.
David Lynch
Kemur við sögu á málþinginu
Selló í Salnum
Þriðju tónleikar vetrarins í tón-
leikaröð kennara Tónlistarskóla
Kópavogs verða haldnir á morgun í
Salnum. Þar stíga á stokk Sigurður
Bjarki Gunnarsson sellóleikari og
Nína Margrét Grímsdóttir píanó-
leikari. Á efnisskránni eru sónata
fyrir selló og píanó eftir Claude De-
bussy, Myndir á þili eftir Jón Nordal
og sónata fyrir selló og píanó eftir
Dimitri Sjostakovitsj.
Málþing um fagurfræði
Sjö ungir fræðimenn flytja erindi
á veglegu málþingi um íagurfræði
sem haldið verður í Háskóla íslands
á morgun. Þetta eru þau Soffía
Bjarnadóttir, Ása Helga Hjörleifs-
dóttir, Sigurður Örn Guðbjörnsson,
Guðrún Dröfn Whitehead, Kristinn
Már Ársælsson, Þórdís Björnsdóttir
og Benedikt Hjartarson. Meðal ann-
ars verður fjallað um hugmynda-
heim Halldórs Laxness, dulúðlegar
kvikmyndir David Lynch og Dauða-
dóm eftir Marurice Blanchot.
Málþingið er haldið í Lögbergi og
hefst klukkan 13.
Þýðandinn, Þorbjörg Daníelsdóttir,
les úr Barnabiblíunni fyrir barnabörn sín.
•hS'Jv-ig)
mms
Bubbi í Von
Hinn ástsæli Bubbi Morthens
heldur opna tónleika í nýju húsi
samtaka SÁÁ við Efstaleiti 7 á
morgun. Á tónleikunum mun Bubbi
spila nýtt og eldra efni í bland. Að-
gangur er ókeypis og öllum opinn.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21.
Gleði í
Austurstræti
Kátt verður i höllinni í verslun
Eymundsson við Austurstræti
morgun. Bragi Ólafsson les úr
skáldsögu sinni Sendiherranum,
Auður Jónsdóttir úr bók sinni
Tryggðarpanti auk þess sem haldin
verður sýning á skopmyndum
Halldórs Baldurssonar úr bókinni
2006 f grófum dráttum. Þá leikur
Baggalútur nýjustu jólasmellina af
plötu sinni Jól og blíða.
Bragi, Halldór, Auður og Bagga-
lútur munu einnig árita verk sín fyrir
þá sem vilja.
Íj TEXTI:
y Anne de Craaf
J$É$otbjörg Daníelsdóttii
Barnabiblía er góður kostur til að kynnast
boðskap Biblíunnar og fylgja sögunni þar
sem Guð talar við allar kynslóðir, þær sem
lifðu söguna og þær sem komu á eftir.
Hún kemur sér vel í biblíulestri fullorðinna,
fermingarbarna og allra barna og þeirra
sem vilja lesa fyrir þau hina dýrmætu
kristnu trú.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Að þekkja efni Biblíunnar er lykill að skiln-
ingi á kristnum trúar- og menningararfi.
Þessi bók er fengur fyrir þá foreldra sem
vilja leggja alúð við þennan þátt í uppeldi
og menningu barna sinna, að ekki sé talað
um þá foreldra sem auk þess vilja leggja
alúð við trúarlegt uppeldi barna sinna.
Sr. Sigurður Pálsson, fyrrv. náms-
stjóri í kristnum fræðum.
Tindur
Bókaútgáfa
Símar: 660 4753 • 534 6250
www.tindur.is •
tindur@internet.is • tindur@tindur.is
2t.in.n6ifiyiUBioM2tsri.www