blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 39

blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 39
blaðið FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 39 Nýtt hönnunarsafn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Árni M. Mathie- sen fjármálaráðherra og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, undirrita í dag samning um uppbyggingu Hönnunarsafns (slands í Garðabæ. Safnið mun starfa sem stofnun á vegum bæjarfélagsins. Basar á morgun Hinn árlegi basar KFUK verður haldinn í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 klukkan 14 á morgun. Ýmsir fallegir, handgerðir munir eru til sölu sem henta vel til gjafa og einnig verður gott úrval af allskyns jólabakkelsi. Hægt er að kaupa nýbakaðar vöfflur og kaffi á staðnum. Allur ágóði rennurtil æskulýðsstarfs KFUM og KFUK. David Lynch Kemur við sögu á málþinginu Selló í Salnum Þriðju tónleikar vetrarins í tón- leikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir á morgun í Salnum. Þar stíga á stokk Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari. Á efnisskránni eru sónata fyrir selló og píanó eftir Claude De- bussy, Myndir á þili eftir Jón Nordal og sónata fyrir selló og píanó eftir Dimitri Sjostakovitsj. Málþing um fagurfræði Sjö ungir fræðimenn flytja erindi á veglegu málþingi um íagurfræði sem haldið verður í Háskóla íslands á morgun. Þetta eru þau Soffía Bjarnadóttir, Ása Helga Hjörleifs- dóttir, Sigurður Örn Guðbjörnsson, Guðrún Dröfn Whitehead, Kristinn Már Ársælsson, Þórdís Björnsdóttir og Benedikt Hjartarson. Meðal ann- ars verður fjallað um hugmynda- heim Halldórs Laxness, dulúðlegar kvikmyndir David Lynch og Dauða- dóm eftir Marurice Blanchot. Málþingið er haldið í Lögbergi og hefst klukkan 13. Þýðandinn, Þorbjörg Daníelsdóttir, les úr Barnabiblíunni fyrir barnabörn sín. •hS'Jv-ig) mms Bubbi í Von Hinn ástsæli Bubbi Morthens heldur opna tónleika í nýju húsi samtaka SÁÁ við Efstaleiti 7 á morgun. Á tónleikunum mun Bubbi spila nýtt og eldra efni í bland. Að- gangur er ókeypis og öllum opinn. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Gleði í Austurstræti Kátt verður i höllinni í verslun Eymundsson við Austurstræti morgun. Bragi Ólafsson les úr skáldsögu sinni Sendiherranum, Auður Jónsdóttir úr bók sinni Tryggðarpanti auk þess sem haldin verður sýning á skopmyndum Halldórs Baldurssonar úr bókinni 2006 f grófum dráttum. Þá leikur Baggalútur nýjustu jólasmellina af plötu sinni Jól og blíða. Bragi, Halldór, Auður og Bagga- lútur munu einnig árita verk sín fyrir þá sem vilja. Íj TEXTI: y Anne de Craaf J$É$otbjörg Daníelsdóttii Barnabiblía er góður kostur til að kynnast boðskap Biblíunnar og fylgja sögunni þar sem Guð talar við allar kynslóðir, þær sem lifðu söguna og þær sem komu á eftir. Hún kemur sér vel í biblíulestri fullorðinna, fermingarbarna og allra barna og þeirra sem vilja lesa fyrir þau hina dýrmætu kristnu trú. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Að þekkja efni Biblíunnar er lykill að skiln- ingi á kristnum trúar- og menningararfi. Þessi bók er fengur fyrir þá foreldra sem vilja leggja alúð við þennan þátt í uppeldi og menningu barna sinna, að ekki sé talað um þá foreldra sem auk þess vilja leggja alúð við trúarlegt uppeldi barna sinna. Sr. Sigurður Pálsson, fyrrv. náms- stjóri í kristnum fræðum. Tindur Bókaútgáfa Símar: 660 4753 • 534 6250 www.tindur.is • tindur@internet.is • tindur@tindur.is 2t.in.n6ifiyiUBioM2tsri.www
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.