blaðið - 02.12.2006, Síða 39

blaðið - 02.12.2006, Síða 39
blaöiö LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 3 9 Það er nóg að gera hjá Ragnhildi Gísladóttur tónlistarkonu. I næstu viku verður hún í hópi fimm söngkvenna sem stíga á svið í Laug- ardalshöll á stærstu jólatónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi. Geisladiskur með verki hennar Bergmáli, við texta Sjóns, er væntalegur á markað. Auk þessa er Ragnhildur önnum kafinn nemandi í Listaháskóla Islands þar sem hún stundar nám í tónsmíðum. Ragnhildur segir tónleikana i Laugardalshöll vera spennandi. „Ég hlakka til að hitta Petulu Clark. Ég lít á Eyvöru Pálsdóttur sem okkar konu þótt hún sé færeysk, hún er allavega náfrænka. Sissel Kyrkjebo, sú norska, er einnig frænka eins og sú írska. Þarna eru frænkur að syngja saman. Svo er þarna söng- kona frá Grikklandi. Nú þarf maður bara að standa sig á sviðinu." Ertu stundum kvíðin þegar þú stígur á svið? „Ég er oft kvíðin áður en ég stíg á svið en er að reyna að venja mig af því. Það fer svo mikil orka í það. Stundum hef ég verið svo tauga- óstyrk þegar ég stíg á svið að ég er allt fyrsta lagið að jafna mig á kvíð- anum. Það er mjög óþægilegt. En ég þarf ekki að syngja lengi til að orkan magnist. Ef fólk er leitt eða í fýlu þá ætti það að taka lagið. Ástandið verður betra." Finnst þér við oftgleyma því hvað söngurinn er mikils virði? „Við áttum okkur ekki á því hvað það að syngja magnar upp mikla orku. Það er ekki að ástæðulausu að munkar og fólk sem stundar hug- leiðslu notar tóna til að jafna eða efla orku. Það setur af stað víbra sem virka á allan líkamann. I fyrra var ég með verkefni í Lista- háskólanum. Eg fékkheyrnarlausan tólf ára dreng til að syngja fyrir mig. Hann horfði til dæmis á sjónvarp og sá fólk syngja og sá líka alls konar skemmtilegar myndir. Svo fór hann að syngja. Hann söng alltaf í svip- aðri tóntegund. Hans náttúrulega rödd var þarna og var frábær. Hann söng guðdómlega og af svo mikilli tilfinningu að ég fór að gráta. Ég er ekki að grínast með það. Ég held að hann sé uppáhaldssöngvarinn minn. Hann heitir Arnold.“ Hvað með þig. Fðrstu að syngja um leið ogþúgast talað? „Pabbi var organisti í kirkju og ég fór með honum þangað og söng eitthvað með kirkjukórnum. Ég var afskaplega feimin við að syngja. For- eldrar minir vissu ekki hvernig ég söng fyrr en þau heyrðu mig syngja á plötu. Annars lít ég ekkert frekar á mig sem söngkonu en tónlistarmann. Mitt hlutverk er að búa til tónlist." Auðmjúkur nemandi Þú ert að lœra tónsmíðar í Lista- háskólanum. Hvernig lærir maður svoleiðis? „Að fara í skóla er inspírasjón, þar er maður leiddur inn í hulda heima og sýnt hvaða aðferðir snillingarnir notuðu. Svo er maður jafnvel látinn semja með sömu aðferðum en það kemur aldrei jafn snilldarlega út og hjá meisturunum, en það kemur þá eitthvað annað.“ Þegar fólk hefur lengi unnið í ákveðnu fagi og fer svo í skóla þá er hætt við að það hugsi: Hvað er ég að gera hér? Ég kann þetta allt saman. „Það er akkúrat öfugt þegar ég á í hlut. Mér finnst ég ekkert kunna. Ég er auðmjúkur nemandi, sem er stundum óþægilegt. Ég hugsa: Hvað er ég að gera? Er ég að misskilja þetta allt? Ég hugsa oft þannig." En ertu ekki ánœgð með ferilinn fram að þessu? „Ég er þakklát fyrir þessa skemmti- legu og miklu reynslu. Ég hef reynt margt sem aðrir hafa ekki haft tæki- færi til. Þetta eru orðin mörg ár og það eru forréttindi að fá að vinna við sitt áhugasvið.“ Hvernig á við þig að vera { sviðsljósinu? „Ég velti því stundum fyrir mér af hverju ég sé í sviðsljósinu. Eru þetta komplexar í manni sjálfum? Áf hverju er þessi sýningarþörf í manni? Hún stafar auðvitað af því að manni finnst maður vera að gefa eitthvað af sér. Auðvitað gerir maður ekki ráð fyrir að allir kunni að meta það og það sem maður er að gera er ekki alltaf stórkostlegt. Samt er þessi þörf þarna og sömuleiðis þörf fyrir að gera alltaf betur. Mér finnst ég aldrei gera alveg nógu vel. Ég reyni alltaf að gera betur næst.“ Hvað meðfréttir áforsíðumslúður- blaða, til dæmis um skilnað og nýtt samband? Hvernig tekurðu slíkum fréttaflutningi? „Það er skrýtið að heimurinn skuli þróast í þessa átt, maður hefði haldið að hann myndi þróast í vit- „Maður uppsker eins og maður sáir. Það sem maður segir, það sem maður gerir, hittir mann hvort sem það ergott eða illt." rænni átt. Þetta er eitthvert skrítið tímabil sem við þurfum að fara í gegnum. Vonandi fer þetta að breyt- ast til hins betra. Finnst þér mikilvægt að þróast sem manneskja oglistamaður? „Já, og vera opin fyrir því að breyta til, hætta því sem maður er að gera og fara að gera eitthvað annað.“ / hugum fólks ertu tengd Stuð- mönnum. Varð það ekki eins og hjónaband að vera í hljómsveitinni? „Það var frábær skóli. Þetta var ekki bara nokkurra mánaða skóla- vist heldur mörg ár. Ég kynntist þessum frábæru mönnum sem eru algjörlega einstakir. Heildin bjó yfir mjög sérstökum krafti. Svo kom að því að mig langaði til að breyta til. En það var gaman hjá okkur.“ Aldrei ífríi Þú hefur sungið víða um heim og kynnst ólíkum menningarþjóðum. Hvaða þjóð hefur haft mest áhrif á þígf „Ég hef farið nokkrum sinnum til Japans að syngja þar. Ég hef verið svo heppin að vera þar í hópi sér- stakra manna, munka og hljóðfæra- leikara sem hafa lært á gömul og sérstök hljóðfæri. Þetta eru tónlist- armenn sem sinna listinni af mikilli virðingu. Framhald á nœstu opnu Allt á einum stað... borðstofa sjónvarpsherbergið svefnsófar sófasett & hornsófar svefnsófi TILBOÐ 59.600.- rafmagnsrúm verð fra 84.510 sjonvarpssofi eldhusborð hvíldarstóll / 4497 4 Koge / hvíldarstóll stólar / casper 39.000.- Samba full búð af jólatilboðum www. toscana. is t :) HUSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIDJUVEGI 2 KOP S 587 6090 HÚSGOGNIN FAST FJNNIG I HUSGAGNAVAL. HOFN S: 478 2535

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.