blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 ÞEIR SÖGÐU BLAÐAMANNA-BINGI Það erá svona stundum sem gamla blaðamannaveikin tekursig upp. » Mér hefur tekist að halda henni í skefjum með því að halda úti heima- síðu og skrifajafnveibækur, enþað erekkialltafauðvelt" BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR UM GRÓSKU A BLAÐAMARKAÐIA BLOGGSÍÐU SINNI. blaöið ÖRNÁFLUGI Ég setti fimm íslandsmet og get JJekki kvartað mikið yfirþvi ÖRN ARNARSON SUNDMAÐUR SEGIR í SAMTALI VIÐ MORGUNBLAÐIÐ AÐ HANN SÉ ANÆGÐUR MEÐ ARANGURINN A EVRÓPUMEISTARAMÓTINU I FINNLANDI. Fyrrverandi einræðisherrann Augusto Pinochet er látinn: Oeirðir á götum Santiago Lögregla sprautaði vatni og beitti táragasi B Thatcher hrygg TOFRA SÓPURINN ...ávallt við hendina K 55 ■ Fyrir parket, teppi og flísar ■ Léttur og þægilegur ■ Hleðslutæki fylgir M ■ Auðvelt að tæma f ■ Veggfesting ? SKEIFAN 3E-F • S(MI 581-2333 WWW.RAFVER.IS V--;- l Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Þúsundir Chile-búa héldu út á götur, ýmist til að fagna eða syrgja, eftir að fréttir bárust af fráfalli Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra landsins. Andstæðingar Pinochets fögnuðu á götum höfuðborgarinnar Santi- ago áður en til átaka kom við lög- reglu þegar þeir reyndu að nálg- ast forsetahöllina. Lögregla beitti bæði táragasi og sprautaði vatni til að dreifa mannfjöldanum. Á sama tíma söfnuðust stuðnings- menn Pinochets saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Pinoc- het lést. Stjórnvöld í Chile lýstu því yfir að þjóðarsorg yrði ekki lýst yfir vegna fráfallsins og að Pinochet fengi ekki viðhafnarútför þjóð- höfðingja. Hann mun þó fá heið- ursútför að sið hersins í dag og verður flaggað í hálfa stöng við byggingar hersins. Pinochet fékk hjartaáfall í síðustu viku og fór í aðgerð í kjölfarið. Talið var að hann væri á batavegi en hann lést svo á sjúkrahúsi i Santiago á sunnu- daginn 91 árs gamall. Andstæð- ingar Pinochets hafa lýst yfir mikrlli reiði yfir því að ekki hafi tekist að draga hann fyrir dóm vegna þeirra saka sem á hann eru bornar. I síðasta mánuði gaf Pinochet út yfirlýsingu þar sem hann sagðist bera pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem framið var í stjórnartíð hans. Pinochet var höfuðpaurinn í valdaráni hersins gegn lýðræð- islega kjörinni stjórn sósíalist- ans Salvadors Allende árið 1973. Talið er að Pinochet beri ábyrgð á dauða um þrjú þúsund and- stæðinga sinna meðan hann stjórnaði Chile fram til ársins 1990. Fjölmargir Chile-búar studdu þó Pinochet og sögðu hann hafa bjargað landinu frá ítökum marxista. Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráð- herra Bretlands, sagði í gær að hún væri afar hrygg að frétta af fráfalli Pinochets, en stjórn hans studdi Breta í Falklandseyjastríð- inu gegn Argentínu árið 1982. wms í \ . HHHHH

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.