blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 blaAiö An ogunar er ekkert líf. Katharine Hepburn kolbrun@bladid.net Afmælisborn dagsms GUSTAVE FLAUBERT RITHÖFUNDUR, 1821 EDVARD MUNCH LISTMÁLARI, 1864 EDWARD G. ROBINSON LEIKARI, 1893 Poirot og fleiri sögur Bókautgáfan Skjaldborg hefur gefið út bókina Ingu, eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Inga er ung BIRQITTA H. HALLPÓISPOrriB % NCjA' útgerðar- mannsdóttir í sjávarplássi á Suðurlandi, er í fínni vinnu og hann Geiri, kærastinn hennar, er góður strákur. Lífið er slétt og fellt en framtíðin óræð og kannski ekki alveg nógu spennandi. Svo hittir hún Hall á dansleik og þá breytist altt. Fyrsta bók Birgittu H. Halldórsdóttur kemur hér út að nýju en hún var fyrir löngu uppseld. Skjaldborg gefur út bókina Omerta, eftir Mario Puzo. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Don Raymonde er aldraður maður og nægilega slyngurtil að draga sig með lagni út úr skipulagðri glæpa- starfsemi eftir vægðarlausa sigurgöngu á þeirri braut. En eftir að hafa setið skamma stund á friðarstóli er Don Aprile myrtur á hryllilegan hátt. Hver hafði ástæðu til að fremja slíkt voðaverk? cs OmertA GÍJÐF'AÐIRINN Skjaldborg hefur gefið út bókina Flóð og fjara, eftir Agöthu Christie. Ragnar Jónasson þýddi. Auðmaðurinn Gordon Cloade lætur lífið í loftárás í seinni heims- styrjöldinni, en ung eiginkona hans, Rosaleen, lifir árásina af. Cloade- fjölskyldan, sem hafði átt greiðan aðgang að auðæfum hans, situr eftir arflaus, að minnsta kosti meðan ekkja unga er enn á lífi. Dularfullt morð í sveitaþorpinu þar sem fjölskyldan býr veldur því að Hercule Poirot kemur til sögunnar. Skjaldborg hefur gefið út bókina Þjóðkunnir menn við þjóðveginn - frá landnámi til lýðveldis, eftir Jón R. Hjálmarsson sagnfræðing og fyrrum skólastjóra. (þessari nýstárlegu bók er lagt upp í langferð í huganum og haldið kringum landið eftir hring- veginum og ýmsum vegum út frá honum. Sagt er frá leiðum og staðháttum og loks staldrað við á faeðingarstöðum fjölmargra einstaklinga sem komið hafa við sögu með einum eða öðrum hætti í aldanna rás og rakinn æviferill þeirra. )M>.niuiussi» Sigriður Dúna hefur skrifað ævisögu Ólafíu Jóhannsdöttur Búnt af mótsögnum ,y Sigríður Dúna „Hún var skemmti- leg, málsnjöll og frökk, fór ekki eftir neinum reglum, elskadi heitt, hataði af ástríðu og hafði oft óraunhæfar hugmyndir um lífið og tilveruna," segir hún um Ólafiu Jóhannsdóttur. Mynd/Eyþóf Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir er höfund- ur vandaðrar ævisögu um Ólafíu Jóhannsdótt- ur sem JPV útgáfa gefur út. „Ólafía er ein af þessum stóru ís- lensku konum sem Islendingar vita næsta lítið um og reyndar er hún betur þekkt í Noregi en hér,“ segir Sigríður Dúna. „1 miðborg Óslóar er brjóstmynd af henni, gata er nefnd eftir henni og stærsta meðferðar- stofnun í Noregi til varnar kynsjúk- dómum er nefnd Oalfiaklinikken í höfuðið á henni. Ekkert slíkt er að finna á íslandi og reyndar lenti brjóstmynd hennar, sem gefin var Háskóla Islands árið 1963, á bak við skáp í fordyri kapellu háskólans en Ólafía barðist ötullega fyrir stofn- un háskóla á íslandi. Menn sáu að þetta gat ekki gengið og brjóst- myndin var færð fram á gang fyrir tæpum áratug og er þar nú. Það var nú samt ekki þetta styttu- mál en annað viðlíka sem fékk mig til að takast á við Ólafíu. Eftir at- burðina 11. sept 2001 og það sem fylgdi í kjölfarið langaði mig til að skilja þá „fórnfýsi” trúarinnar sem fékk fólk til að stunda sjálfsmorðs- árásir í nafni hennar. Sem trúkona lá Ólafía beint við enda reyndi hún ítrekað að „deyða” sjálfa sig i óeigin- legri merkingu eftir að hún gekkst Guði á hönd. Ég vildi líka auðvitað skrifa um konu, slökkva um stund á hárþurrku hinnar karllægu sögu sem blæs á konur og framkalla mynd af svo sem einni merkri konu í leiðinni.“ Femínisti og byltingarkona Var eitthvað sem kom þér á óvart í sambandi við lífhennar eða hana sjálfa þegar þú fórst að vinna verk- ið? „Já, svo sannarlega. Ég hafði ekki áttað mig á því fyrirfram hversu eld- heitur femínisti og byltingarkona Ólafía var. Hún var potturinn og pannan í íslenskri kvennabaráttu í upphafi hennar, heimskona sem ferðaðist um heiminn til að breiða baráttuna út og kynntist helstu kvenréttindafrömuðum síns tíma. Sjálf þegir Ólafía um þetta í endur- minningum sínum, þar talar hún aðallega um glímu sína við trúna og sem trúkona er hún fyrst og fremst þekkt. Ef endurminningar hennar væru teknar á orðinu mætti halda að hún hefði aldrei nálægt kvennabaráttu komið eða þekkt Einar Benediktsson skáld, frænda sinn, sem mér sýnist hafa verið stóra ástin í lífi hennar ef Kristur er frátalinn. Einnig kom fóstra henn- ar, Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, mér á óvart. Þar fór kvenskörung- ur og áhrifamaður í íslenskum þjóðmálum sem er að litlu getið í íslenskri stjórnmálasögu. Þorbjörg framkallast á sviðinu í ævisögu Ól- afíu en hún á skilið að fá sína eigin ævisögu.“ Frelsisþráin dýra Hvernigpersónuleiki var Ólafía? „Hún var skemmtileg, málsnjöll og frökk, fór ekki eftir neinum regl- um, elskaði heitt, hataði af ástríðu og hafði oft óraunhæfar hugmynd- ir um lífið og tilveruna. En hún gat líka verið lítil og aum og ang- ist hennar var stundum djúp sem hyldýpi. Hún var bindindiskona á sögubækur og vín, hafði lítið álit á prestum en mikið álit á hjartalagi vændiskvenna. Hún var í raun búnt af mótsögnum og óróleikinn í blóð- inu, frelsisþráin dýra, yfirgaf hana aldrei.“ Er ekki rétt hjá mér að þú hafir verið nokkuð lengi að rannsaka lífshlaup hennar? Var þetta mikil vinna. „Langt eða stutt fer nú eftir við- miðinu. Ég byrjaði að viða að mér heimildum um Ólafíu í árslok 2002 og er afar minnisstætt þegar ég einn kaldan og gráan nóvemberdag árið á eftir barðist gegn vindinum upp Karl Jóhann i Osló og vissi að nú yrði ekki aftur snúið. Rannsókn- in og ritun bókarinnar tók því um fjögur ár. Já, heimildavinnan var mikil og ég sparaði heldur ekki tím- ann í ritunina. Þessi vinna var hins vegar svo skemmtileg og gefandi að árin hefðu mátt vera fleiri.“ menningarmolinn Stórsöngvari fæðist Á þessum degi árið 1915 fæddist söngvarinn og leikarinn Frank Sin- atra í Hoboken, New Jersey, sonur ítalskra innflytjenda. Hann fór að syngja strax á unglingsárum. Árið 1940 gekk hann til liðs við hljóm- sveit Tommy Dorsey og komst á met- sölulista. Sinatra varð vinsæll kvikmynda- leikari, auk þess að vera dáður söngv- ari. Hann missti röddina árið 1952 og ferill hans virtist vera á enda. Þá fékk hann aukahlutverk í kvikmynd- inni From Here to Eternity og vann Óskarsverðlaun. Upp frá því lá leiðin upp á við. Hann endurheimti söng- röddina og lög hans nutu æ meiri vin- sælda eftir því sem leið á ferilinn. Sinatra var fjórgiftur og stærsta ástin í lífi hans var eiginkona núm- er tvö, Ava Gardner, sem yfirgaf hann. Sinatra lést árið 1998.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.