blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 Yfirborðskennd frásögn og lítil persónusköpun. Skuldadagar Jökull Valsson Bækur ★★★ Guðni Kolbeinsson og Guðlaugur Bergmundsson ræða um þýðingar sínar á bókunum Öldungurinn eftir Christopher Paolini Eragon og Krossmessa eftir Jógvan Isaksen í stofu 101 í Lögbergi (húsnæði Háskóla Islands) í dag klukkan 16:30. Allir velkomnir. Skáldaspirukvöld í Iðu Ævar Örn Jósepsson les úr glæpasögu sinni Sá yðar sem syndlaus er og Kristian Guttesen les úr þýðingu sinni á skáld- sögunni Brekkan eftir Carl Frode Tiller á Skáldaspirukvöldi í bókaversluninni Iðu í kvöld klukkan 20. Hraðurog léttur texti. Þáttur þýðinga vanmetinn Þýðingar á erlendum bókmenntum hafa haft mikil áhrifá íslenskar bók- menntir að mati Astráðs Eysteinssonar, prófessors íalmennri bókmenntafræði og þýðanda. BhölS/Frikkl Holar persónur í höröum heimi Rithöfundurinn Jökull Vals- son býður upp á hraðan dans í spennubók sinni Skulda- dagar en þar er augunum beint að heimi fíkniefna og misstórra glæpa- manna. ^ Matti, mistækur fíkniefnasali, vaknar upp við vondan draum og uppgötvar að hann hefur glatað þeim fíkniefnum sem hann átti að selja. Upphefst þá mikill eltingar- leikur í kappi við tímann og á með- an þrengist hringurinn stöðugt um Matta. Frásögn bókarinnar er hröð og klippt og gætir augljósra áhrifa frá sjónvarpi og kvikmyndum. Oftar en ekki er eins og höfundur stýri sjónarhorni eins og um kvikmynda- vél væri að ræða. Matti er einskonar andhetja sem þrátt fyrir að vera eigingjarn og sið- blindur nær samúð lesandans þó ekki væri nema fyrir það hversu seinheppinn hann að virðist vera. Texti bókarinnar er harður eins og sá heimur sem hann á að lýsa. Hann einkennist af miklum slett- um og orðtökum sem eru nýstárleg þeim sem ekki þekkir til undir- heimanna. Hraði frásagnarinnar í þeim stóra eltingarleik sem bókin er ger- ir það að verkum að hún verður full- yfirborðskennd. Höfúndur gefur ->■ sér lítinn tíma til að gefa persónum verksins dýpt. Fyrir vikið verða þær holar og óáhugaverðar. Bókin verður seint eftirminnileg en býður upp á ágætis afþreyingu meðan á lestri stendur. hoskuldur@bladid.net Bókaumfjöllun á Internetinu Umfjöllun um nýjustu íslensku bækurnar birtist víðar en í dag- blöðum og tímaritum og á Inter- netinu má víða finna vandaða og góða gagnrýni. Á vefsvæðunum Kistan.is og bokmenntir.is eru til að mynda reglulega settir inn nýir dómar og umfjallanir. Þá heldur menningarþátturinn Víðsjá á Rás eitt úti vef þar sem bókadómar sem fluttir eru í þættinum eru birtir auk annars efnis. Auk umfjöllunar um nýjustu bæk- urnar má einnig nálgast gagnrýni um jólabækur fyrri ára á þessum vefsvæðum. eðgarnir Ástráður Ey- steinsson og Eysteinn Þorvaldsson hafa þýtt helstu verk tékkneska rithöfundarins Franz Kafka á íslensku á undanförnum árum. Á næstu dögum er von á enn einni Kafka-þýðingu þeirra í verslanir en það er skáldsagan Um- skiptin sem er án efa frægasta verk höfundarins og margir þekkja þó að þeir hafi aldrei lesið það. Verk- ið fjallar um sölumanninn Gregor Samsa sem vaknar dag einn upp við það að hann hefur breyst í risa- stóra pöddu og hvernig þau um- skipti hafa áhrif á hann sjálfan og hans nánustu. Þýðing Ástráðs og Eysteins kem- ur út í sérstakri tvímála útgáfu og er því hægt að bera saman þýska frumtextann og þýðinguna á hverri opnu. Útgáfan er liður í nýrri ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadótt- ur í erlendum tungumálum en áð- ur hefur komið út tvímála útgáfa verksins Yerma eftir spænska skáld- ið Federico García Lorca. Nýtist við kennslu Ástráður segir að þetta sé skemmtileg hugmynd og hafi mælst vel fyrir enda hafi menn gaman af því að bera saman textana ef þeir kunna eitthvað í frummálinu. „Svo er þetta gott kennslugagn líka og mér skilst að Yerma hafi ver- ið svolítið notuð í spænskukennslu. Ég held að það sé líka hugmyndin með þessari þýðingu að þýskukenn- arar í framhaldsskólum og uppi í háskóla geti notað hana,“ segir Ástráður. Umskiptin hafa áður komið út á íslensku en Hannes Pétursson skáld þýddi verkið á sjöunda ára- tugnum og kallaðist það þá Ham- skiptin. Ástráður segir að þeir hafi gætt sín á því að hafa ekki þýðingu Hannesar fyrir augunum þegar þeir unnu að verkinu en hafi borið þær saman eftir á. „Hún er í ýmsum tilvikum frá- brugðin eins og gengur og gerist með þýðingar. Það getur verið að einhver hafi gaman af því að bera þær saman,“ segir hann. Hvert einasta orð diskúterað Ástráður og Eysteinn hafa lengi fengist við Kafka-þýðingar og segir Ástráður að þeir hafi mjög gaman af samvinnunni. „Það er rosalega tímafrekt að gera þetta svona en við erum náttúrlega í þessu af áhuga og hugsjón líka. Hver einasta setning og oft hvert einasta orð er diskúterað og það er ofsalega skemmtilegt fyrir menn sem lifa og hrærast í svona löguðu,“ segir Ástráður og bætir við að þeir hafi lengi legið yfir titli verksins. „Okkur fannst náttúrlega mjög freistandi að halda þessum titli sem Hannes notar en svo fannst okkur það ekki ganga miðað við þá merkingu sem hann hefur í verk- inu í heild. Við töldum að gamli ís- lenski titillinn væri of þröngur því að þetta eru mjög almenn umskipti sem verða í sögunni og liggja eig- inlega í gegnum hana alla en ekki aðeins hamskiptin sem verða í upp- hafi hennar og margir þekkja," seg- ir Ástráður. Umskiptin er ekki eina sígilda verkið sem kemur út í nýrri þýð- ingu um þessi jól. Silja Aðalsteins- dóttir hefur sent frá sér nýja þýð- ingu á skáldsögunni Wuthering Heights eftir Emily Bronté en sú saga er einnig til í eldri þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur frá 1951. Ástráður segir að sér finnist mjög spennandi þegar út koma nýjar þýð- ingar á erlendum skáldverkum sem hafa verið þýdd áður. „Það er oft svolítið feimnismál þeg- ar eitthvað er þýtt aftur sem er aft- ur á móti svo algengt erlendis. Mér finnst það í raun og veru vera svo mikilvægur þáttur í bókmenntalíf- inu að eiga fleiri en eina þýðingu af svona lykilverkum,“ segir hann. Þáttur þýðinga vanmetinn Að sögn Ástráðs kom mikið út af þýðingum á erlendum bókmennt- um hér á landi upp úr síðari heims- styrjöld og fram undir miðjan sjötta áratuginn. „Þá var gríðarlega mikið þýtt en þá voru verkin stundum stytt og sleppt úr þeim og jafnvel þýtt úr einhverju millimáli en ekki frum- málinu. Við eigum reyndar margar stórmerkilegar þýðingar sem eru úr millimáli. Ein af frægustu bók- menntaþýðingum Islendinga sem er Paradísarmissir eftir Milton sem Jón á Bægisá þýddi er til dæm- is þannig tilkomin. Hann þýddi úr dönsku og þýsku. Það er því ekki alltaf neikvætt þó að maður vilji helst að það sé þýtt úr frummálinu," segir Ástráður sem telur að þýðing- ar fái ekki þá athygli sem þær eiga skilið nú til dags. „Eftir því sem ég kemst næst gekk mjög vel upp úr 1980 að selja þýðingar og þær fengu mikla at- hygli. Þetta hefur því miður held- ur dregist saman og mér finnst það ekki góðs viti að við séum farin að rýna meira í eigin nafla. Það hefur verið rætt um að þessi nýja bókmenntasaga endurspegli svolítið hvernig margir hugsa um bókmenntalífið, að það sé fyrst og fremst það sem sé frumsamið á ís- lensku sem skipti máli. Það sem er þýtt er náttúrlega ekki síður mikilvægt fyrir íslenskuna," segir Ástráður og bætir við að þýðingar á erlendum verkum hafi heilmikil áhrif á íslenskar bókmenntir. Þau áhrif sem þýðingar hafa á aðra rithöfunda eru oft vanmetin að mati Ástráðar sem og áhrif þýðing- arstarfs rithöfunda á frumsamin verk þeirra. „Höfundar eins og Gyrðir Elías- son hafa þýtt heilmikið og ég held að það séu alls konar tengsl á milli þess sem hann er að þýða og frum- saminna verka. Hann velur sér náttúrlega sjálfur þau verk sem hann þýðir þannig að þau eru hluti af stærra höfundarverki," segir Ástráður Eysteinsson að lokum. Kápi ir og úlpur - Hlýlt »g jólagjöf - Allar stærðir I /Erhlistifi f við Laugalæk • sími 553 3755

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.