blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 blaðið (JPPÁIIAIJ)S ÍSLI‘\!)I\(iASA(iA\ Hér vekja útímalegur texti og dramatískar Ijósmyndir Jóhannesar Eiríkssonar Njálu eftirminnilega til lífs á nýrri öld. Margslungin, æsispennandi örlagasaga sem snertir streng í brjósti allra Islendinga. m. t. ... FYRIR LIFSKUNSTNERINN Lífsspeki Tolteka-indjána minnir oft á hugarheim okkar íslendinga. Hér er sagt frá mögnuðum ráðum sem frelsa okkur úr viðjum vanans. ' i FVRIR VINKONUNA Bráðskemmtileg og nauðsynleg lesning fyrir allar konur eftir fimmtugt! Frábær hvatning og upplífgandi frásagnir af konum sem njóta nýrra hlutverka í lífinu. SÖLKUKORN: Á aðventunni er gott að sitja við kertaljós með sínum nánustu og maula smákökur. Mýrin-JAR CITY Stærsta mynd ársins 2006, Mýrin, er nú sýnd i Regnboganum með enskum texta. 80.000 manns hafa séð myndina hingað til og nú gefst þeim sem skilja enska tungu tækifæri til að sjá myndina. {$£*■ ' Barði tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir tónlist sína við sænsku djöflamyndina Haxan. Barði segir tónlistina vera draum- kennda en hressandi arði Jóhannsson er til- nefndur til íslensku tónlistarverðlaun- anna fyrir tónverk sitt Háxan. Tónverkið er samið við gamla, samnefnda, þögla kvikmynd frá 1922 um nornir og djöfladýrkun. „Ég var beðinn um að semja tón- list við kvikmynd í tengslum við viðburð í París er kallast Cinemix," segir Barði. „Ég gat valið á milli Viva la Mexico eftir Eisenstein og Háxan eftir Benjamin Christen- sen,” segir hann. Aðspurður um hvað hafi tælt hann við myndina Háxan segir hann myndmálið vera skemmti- legt og sterkt auk þess sem honum hafi fundist mynd Eisensteins heldur langdregin. „Það er mikið af tæknibrellum í myndinni,“ seg- ir Barði. „Og hún tók langan tíma í vinnslu því leikstjórinn var allt- af að gera tilraunir með alls kyns brellur. Það er ekkert í henni sem þætti hryllilegt í dag,“ bætir hann við. Frumflutningur á verkinu fór fram í kvikmyndahúsinu Forum des Images of Paris árið 2004. Var verkið flutt við sýningu mynd- arinnar ásamt tveimur fiðlum, áslætti, gítar og rafhljóðum. „Síð- an var kvikmyndin sýnd á vetrar- hátíð í Reykjavík 19. febrúar 2005,“ segir Barði um framhaldið. „Þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands lék undir frumsamda tónlist við kvikmyndina og var það Þórir Baldursson sem útsetti megnið af verkinu og ég kom aðeins að einm hluta af sjö.” Upptökur á verkinu fóru fram í Búlgaríu og verkið er leikið af 80 manna Sinfóníuhljómsveit Búlg- aríu og hljóðritað í ríkisútvarpi landsins. „Ég staldraði ekki lengi við í Búlgaríu,” segir Barði frá. „En eftirvinnslan tók töluverðan tíma og fé, miklu var fórnað til þess að þessi geisladiskur gæti komið út. Ég var aðeins fjóra daga í Búlgaríu. Þar var áhugavert að dvelja um stund í þessu kommúnistaríki sem nágrannaþjóðirnar skiptast á að valta yfir. Byggingarnar, eins og til að mynda byggingin sem hýsir búlgarska ríkisútvarpið, eru enn- þá í þessum austurevrópska stíl sem nú er svo mikið í tísku að eyði- leggja til að koma inn vestrænni áhrifum.” Barði er önnum kafinn þessa dagana. “Nú er ég að vinna að tónlist fyrir næstu Bang Gang- plötu, bætir hann við.” Hann er ánægður með tilnefninguna þótt hún muni ekki ríða baggamuninn. „Ég hef ekkert unnið til neinna verðlauna fyrir tónlist á Islandi, bara unnið til myndbanda -og útflutningsverðlauna,” segir hann. „Mér hefur annars gengið ágætlega þrátt fyrir það.” dista@bladid. net öimi TIGITAL heldur ka á SIRKUS Annað kvöld spilar Ghostigital efni af plötu sinni In Cod We Trust á Sirkus. í síðustu viku fékk GHOSTIGITAL hvorki rneira en minna en þrjár tilnefn ingar til ÍSLENSKU TÓNLIST- ARVERÐLAUNANNA: - Hljóm- plata ársins (ýmis tónlist): IN COD WE TRUST- Lag ársins: NOT CLEAN- Myndband ársins: NORTHERN LIGHTS.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.