blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 21
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 29 „Sjávarlóðin" á Alftanesi Vegna ásakana D-lista á Álftanesi um að ég hafi misbeitt valdi mínu gróflega sem forseti bæjarstjórnar í tilteknu persónulegu máli vil ég taka eftirfarandi fram. Þetta eru stór orð. Þau eru að öllu leyti tilhæfulaus og staðlaus og klárlega grundvöllur að meiðyrða- máli. Hef ávallt vikið af fundi við afgreiðslur á málinu. Ætlaði ekki að taka þátt í umræðu um þetta mál en vegna grófra ásak- ana og pólitískrar aðfarar að mér verð ég að verja mig. Sem bæjarfulltrúi hef ég lagt áherslu á að vera ávallt málefna- legur og ekki í persónulegu skítkasti en D-listinn hefur valið að halda sig jafnan við persónulega lágkúru og draga þannig umræðuna ofan í svaðið í annars friðsælli sveit sem Álftanes er. Orðin eru tilhæfulaus og klárlega grundvöllur að meiðyrðamáli Umrœðan Kristján Sveinbjörnsson Varðandi viðtal við Henrik Thor- arensen í Blaðinu þá er flest rangt sem þar kemur fram. Hef aldrei átt nokkur einustu samskipti við þennan mann og erindið er í hefð- bundinni og faglegri vinnslu hjá sveitarfélaginu. Um málefnið vil ég taka eftirfar- andi fram: Eignarhald á umræddri lóð er umdeilt enda ekki til undirritað af fyrri eigendum frumafsal af lóðinni og mjög flókið og dýrt í okkar laga- umhverfi að hnekkja þinglýstri sjálf- töku á lóð. Gildi deiliskipulags á lóðinni er umdeilt því ekkert formlegt eða fullunnið deiliskipulag hefur verið gert, aðeins ófullkomin og ósam- þykkt drög sem ekki sýna fjöruna eða aðra staðhætti. Þá hefur Skipu- lagsstofnun gefið út tvö misvísandi álit og var annað þeirra um að lóðin væri ekki á gildu deiliskipulagi. Byggingarhæfi lóðarinnar hefur verið umdeilt og eru til skýrslur og yfirlýsingar, t.d. frá fyrrum bæjar- stjóra og skipulagsfulltrúa (1998), um að lóðin sé tæpast byggingarhæf og rangt að leyfa byggingu á henni. Lóðin er að 1/3 hluta neðan fjör- unnar sem er friðlýst og sjávaröldur leika þar um. Þá er ráðgerður göngu- stígur og holræsalagnir ofan fjöru gegnum lóðina. Þetta er því líklega eina alvöru „sjávarlóðin” á landinu. Bygging á friðlýstum sjávarbakka er umhverfis- og skipulagsslys sem breytti ásýnd fjörunnar, fældi frá fuglalíf og væri í hrópandi þversögn við óumdeilda umhverfisstefnu Álftaness. Þá hefur komið fram að flestir íbúar í grennd eru mótfallnir byggingu á lóðinni og fjölmargir telja rangt að byggja hús á þessum stað. Ef sveitarfélagið verður skaðabóta- skylt vegna málsins er það fyrst og síðast vegna ákvörðunar og aðgerða meirihluta D-listans frá október á síðasta ári. Fyrir þá ákvörðun var sveitarfé- lagið ekki skaðabótaskylt þó ekki hefði fengist að byggja á lóðinni þar sem þá var til álit frá Skipulags- stofnun um að það þyrfti að deili- skipuleggja sérstaklega þessa lóð til að fá að byggja á henni. Fyrrum bæjarstjóri og núverandi oddviti D-listans barðist af ein- hverri sérkennilegri ástæðu allan sinn starfstíma sem bæjarstjóri (júní 2005-júní 2006) fyrir því að hyggja þarna en náði ekki á valda- tíma sínum að klára málið enda var víða andstaða. Annars er erindið nú í eðlilegri skoðun og umfjöllun innan sveitar- félagsins og niðurstaðan ekki ljós. Höfundur er forseti bæjarstjórnarinnar á Álftanesi. Síldarævintýri Nú er úrvalið okkar af síld og síldarréttum ævintýri líkast. Komdu og bragðaðu á gómsætri jólasíld úr gæðahráefni. Ævintýralegar fiskbúðir Hamraborg 14a • Skipholti 70 • HöfÖabakka 1 • Vegamótum (Nesvegi 100) Sundlaugavegi 12 • Hóaleitisbraut 58-60 ■i

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.