blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 32
Skeytin inn Alex Ferguson, stjóri Manchester United, fær ótakmarkað fé til leikmannakaupa frá Malcolm Glazer, eiganda félagsins, þegar félagaskiptaglugg- jjk-* inn opnastí janúar. „Ef við sjáum leikmenn sem geta styrkt liðið eru pen- ingar vissulega til staðar," sagði David Gill, stjórnarformaður félagsins, við breska fjölmiðla í gær. Owen Hargreaves hjá Bay- ern Múnchen og framherjarnir Fernando Torres hjá Atletico Madrid og Klaas-jan Hunt- elaar hjá Ajax hafa allir verið orðaðir við Manchester United að undanförnu. Forráðamenn Chelsea eru að sögn breska dagblaðs- ins Daily Express farnir að búa sig undir brottför knattspyrnu- stjóra félags- ins, Jose Mo- urinho, í lok tímabilsins og farnir að leita að , hugsanlegum eftirmönnum Portúgalans. Eggert Magnússon rekur Alan Pardew frá West Ham: Eriksson gæti tekið við ■ Vantar kantmann og varnarmenn ■ Spila langt undir getu Fimm töp í síðustu sex leikjum og fjögurra marka tap um helgina voru meira en Eggert Magn- ússon og félagar við stjórnvölinn hjá West Ham gátu þolað. Þeir ráku Alan Pardew, framkvæmda- stjóra liðsins, í gær eftir að hann hafði verið þrjú ár við stjórnvölinn, og leita nú að eftir- manni hans. - í yfirlýsingu frá West Ham sagði að Eggert og stjórn félagsins hefðu haft áhyggjur af lélegu gengi liðsins að undanförnu og fundist rétt að gera breytingar í þágu félagsins. K e v i n Keen, aðal- þjálfari félags- ins, tekur við stjórninni tíma- bundið en Alan Curbishley, sem nýverið var gert að taka pokann sinn eftir fimmtán ár við stjórnvölinn hjá Charl- ton Athletic, og Sven-Göran Eriksson, sem þjálfaði enska landsliðið fram yfir Heims- meistarakeppnina í knattspyrnu í sumar, hafa verið nefndir sem líklegastir eftir- menn Pardews. Stjórn West Ham hyggst vera búin að ganga frá ráðningu nýs knattspyrnustjóra fyrir áramótin. Blaðið átti samtal við Eggert í gærmorgun áður en fréttir bárust af brottrekstrinum og sagði Eggert þá, aðspurður, ekki tímabært að ræða stöðu knattspyrnustjórans. Klukkutíma síðar birt- ist fréttatilkynning í breskum fjölmiðlum um að Alan Pardew hefði verið látinn fara. Blaðið hafði þá aftur samband við Eggert sem varðist allra frétta og kvaddi snarlega. Spila langt undir getu Eggert fór þó ekki leynt með dræmt álit sitt á frammistöðu liðsins í undanförnum leikjum í fyrra samtali, en liðið hefur tapað fimm af síð- ustu sex leikjum sínum, síðast nú á laugardag fyrir Bolton, 4-0. „Ég vildi að ég hefði skýringar á því hvað er að hrjá liðið, en ég hef þær ekki. Eftir gott gengi liðsins í fyrra halda leikmenn kannski að þeir séu betri en þeir eru og gleyma aðalatriðunum, en liðið er augljóslega að spila langt undir getu,“ sagði Eggert. „Það er brýnast fyrir félagið að finna hægri kant- mann í janúar og svo hefur mér alls ekki fundist vörnin vera nógu góð. Það þarf einnig augljóslega að breikka leikmannahópinn almennt" Argentínumennirnir ekki sannað sig Um framtíð Argentínu- mannanna Carlosar Tevez og Javiers Mascherano sem gengu til liðs við félagið í haust sagði Eggert West Ham ekki áhugasamt um að halda leikmönnum sem ekki standa sig á vellinum. „Tevez og Mascherano eiga enn eftir að sanna sig hjá West Ham og það er alveg augljóst að ef frammistaða þeirra batnar ekki, mun félagið ekki sækjast eftir að halda þeim,“sagði Eggert að lokum. djoaífœtti' Krabbameinsfélagsins % Krabbameinsfélagið www.krabb.is 186 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 22.875.000 kr. KIA MOTORS The Power to Suprlse'* Glæsilegir vinningar: 1 KIASorento Verðmæti 3.475.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð. Verðmæti 1.000.000 kr. 184 úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun. Hver að verðmæti 100.000 kr. Upplýsingar um vinningsnúmer í símum 5401918 (símsvari) og 5401900 og á heimasíðunni www.krabbameinsfelagid.is/happ Fjöldi útgefinna miða: 137.000 Vertu með og styrktu gott málefni! Dregið 24. desember 2006 ENNEMM I SÍA / NM24866

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.