blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 blaAiA VEÐRIÐ I DAG Á MORGUN VÍÐA UM HEIM Léttskýjaö Norðaustan 10 til 15 m/s norðvestantil, annars heldur hægari. Léttskýjað að mestu suðvestanlands, en él eða skúrir í öðrum landshlutum. Hiti kringum frost- mark. Úrkomulítið á landinu og bjartviðri vestanlands. Frost í flestum landshlutum. Kalt Austan og suðaustan 5-10 m/s og víða snjókoma eða slydda, en úrkomulítið á Norð- urlandi. Frost 1 til 7 stig, en kringum frostmark sunnan- og vestanlands. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 15 9 13 6 12 7 3 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 7 New York 7 Orlando 6 Osló 6 Palma 10 París 10 Stokkhólmur 1 Þórshöfn 9 16 9 20 7 5 6 Hafnarfjörður: Sportarinn áminntur Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti á síðasta íundi að áminna sportbarinn Sportarann fyrir áfengisauglýsingu sem birt- ist í Víkurfréttum í lok nóvember. Þá var einnig samþykkt að fela forvarnarfulltrúa og upplýsinga- fulltrúa að ræða við ritstjóra Víkurfrétta og kynna honum tillöguna.Áminningin gildir í tvö ár og verður staðurinn hugsanlega sviptur vínveitinga- leyfi endurtaki hann brotið. Rúta valt: Sjö sluppu án meiðsla Áætlunarrúta með sjö farþega auk bílstjóra fauk út af veginum á Gemlufallsheiði í gærmorgun. Sterk vindhviða feykti henni eina veltu og hafnaði hún utan- vegar. Engin alvarleg slys urðu á fólki en bíllinn var á leiðinni frá Þingeyri yfir á Isafjörð. Ökumaður moksturstækis sem var við vinnu á heiðinni kom að slysinu og óskaði eftir aðstoð lögreglu. Ekkert GSM-samband er á heiðinni og þar sem hvorki farþegar né ökumaður moksturstækisins voru með NMT-síma í sínum fórum, þurfti að keyra að næsta sfma til að hringja eftir aðstoð. Viðhaldsvinna á Álftanesi: Forseti bæjarstjórnar situr einn að framkvæmdum K Undarlegt að ekki sé boðið út ■ Fær fjórar milljónir á ári ■ Ekki pólitík sem ræður för Eftlr Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Fyrirtækið Aðal-Rafmagnsþjón- ustan, sem er í eigu forseta bæjar- stjórnar Álftaness, Kristjáns Svein- björnssonar, hefur á undanförnum árum verið eitt um viðhaldsvinnu ýmiss konar fyrir sveitarfélagið án þess að útboð hafi farið fram. Reikningar fyrirtækisins hafa náð fjórum milljónum árlega. „Auðvitað hafa menn alltaf smá áhyggjur af svona málum og spurning um matsatriði hverju sinni. Verið er að skoða þetta og fyrir liggja samþykktir um að fara með þetta í útboð,“ segir Þórður Kristleifsson, skrifstofu- og fjár- málastjóri sveitarfélagsins Álfta- ness. Þórður tekur undir að það geti orkað tvímælis að undirmenn þurfi að samþykkja reikninga frá yfirboðurum sínum. Fagiegar forsendur Kristján staðfestir að hann hafi séð um allt viðhald fyrir sveitarfé- lagið og skilur gagnrýni á að hann sitji báðum megin við borðið í mál- inu. „Það er alveg hárrétt að þessi mál hafa ekki verið í nógu góðum farvegi og erfitt í svona litlu sveit- arfélagi. Menn eru fyrst og fremst þeirrar skoðunar að vinna eigi að haldast innan sveitarfélagsins,“ segir Kristján. „Reynt hefur verið að skipta við aðra en það hefur bara ekki reynst nógu vel. Eftir það var byrjað að skipta við mig aftur enda þekki ég vel allar rafmagnshliðar sveitarfé- lagsins. Viðskipti mín við sveitarfé- lagið byggjast eingöngu á faglegum sjónarmiðum.“ Óeðlileg staða Guðjón B. Helgason, rafvirki og íbúi á Álftanesi, furðar sig á því að starfsemin hafi ekki verið boðin út. „Það er heldur betur undarlegt að fyrirtæki forseta bæjarstjórnar sitji eitt að framkvæmdum bæjar- ins. Auðvitað er þetta mjög óeðli- leg staða,“ segir Guðjón. „Við sem erum í samkeppni á markaðnum höfum ekkert með þetta að segja. Öll vinna fyrir sveitarfélagið á að vera boðin út.“ Aðspurður segir Kristján sum verk hafa verið boðin út en önnur ekki. Hann er sammála gagnrýni á að þjónustan hafi ekki verið boðin út. „Það er sjálfsagður hlutur að fara með í útboð og þau mál hafa ekki verið í lagi. Þau útboð sem hafa farið fram eru verk sem ég hef á endanum unnið.“ Ekki pólitík Kristján ítrekar að þjónusta hans við sveitarfélagið byggist ekki á pól- itískum forsendum heldur faglegum. „Þetta tengist ekkert pólitík, frekar öfugt ef eitthvað er. Fyrrverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks reyndi að koma þessum verkum á verktaka tengdum flokknum en sá reyndist ekki nógu vel,“ segir Kristján. „Þetta er mjög viðkvæmt og persónulegt í svona litlu samfélagi. Ég veit um önnur sveitarfélög sem hafa gengið miklu lengra í þessum málum.“ Rafmagn á Alftanesi Síðustu ár hefur fyrirtæki íeigu forseta bæjarstjórnar á Álftanesi setið eitt að viöhaldsframkvæmdum sveitar- félagsins. Hann segir faglegar en ekki pólitískar forsendur ráða för. Seiður lands og sagna IV Fjórða bókin í hinum glæsilega bókaflokki Gísla Sigurðssonar blaðamanns og ritstjóra. í þessari bók er fjallað um Mýrar og Snæfellsnes. Eins og í fyrri bókum er efnið sótt í sögu þjóðarinnar frá landnámi til okkar tíma. Á fimmta hundrað ljósmyndir, málverk, teikningar og kort prýða bókina. Glæsilegt afrek í íslenskri bókargerð SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 R. skrudda@skrudda.is Ungir ökumenn á Austfjörðum: Kapp í göngum Lögreglunni á Fáskrúðsfirði hafa borist ábendingarþess efnis að ungir Austfirðingar nýti sér Fáskrúðsfjarð- argöngin til að þreyta kappakstur. Óskar Guðmundsson varðstjóri segir að lögreglan hafi áreiðanlegar heimildir fyrir því að kappakstur sé stundaður i göngunum. Tvíbreið Fáskrúðsfjarðargöngin eru um sex kílómetra löng og segist Óskar hafa traustar heimildir fyrir því að öku- menn hafi ekið þar á yfir 200 kíló- metra hraða, en leyfilegur hámarks- hraði í göngunum er 70 kílómetrar. Hann segir að enn sem komið sé hafi lögreglan ekki gripið neinn við glæfraaksturinn. „Þetta er nú yfir- leitt við þær aðstæður að þeir vita af löggunni í útköllum eða þá að það er bara gæsla sitt hvorum megin við munnana." Óskar segir að eina leiðin til að stöðva þessa ökuþóra sé að setja upp hraðamyndavélar í göngin. „Þegar verið var að opna þessi göng þá lýstum við strax yfir þessari skoðun okkar að í jarðgöngum ættu að vera hraðamyndavélar." Auður Þóra Árnadóttir, forstöðu- maður umferðardeildar Vegagerðar- innar, segir að vel komi til greina að setja myndavél í göngin fyrir austan. „Það er ekkert búið að ákveða núna hvar á að setja allar vélar á næsta ári þannig að það er ennþá allt opið með það. Palestína: Þrjú börn voru myrt Þrjú börn og bílstjóri háttsetts embættismanns í leyniþjón- ustu Palestínu voru skotin til bana við grunnskóla á Gasa- svæðinu í gær. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á ódæðinu, en embættismaðurinn er í Fatah- hreyfingunni og var einn af aðalmönnunum í herferð gegn Hamas-hreyfingunni fyrir tíu árum. Spenna milli Fatah-hreyf- ingarinnar og Hamas-hreyfing- arinnar hefur farið stigvaxandi undanfarið og ítrekað leitt til vopnaðra átaka á götum Gasa. Um helgina slapp Said Siam, innanríkisráðherra ríkisstjórnar Hamas-hreyfingarinnar, þegar skotið var á bílalest ráðherrans.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.