blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 30
38 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 blaðið Ferðalag í pakkann Flestar ferðaskrifstofur bjóða gjafakort til að setja í jólapakka nú fyrir jólin. Það er um að gera að búa tii fallega umgjörð um gjafakortið, setja það í fallegan kassa eða láta ferðabók um spennandi áfangastað fylgja með. ferðir ferdir@bladid.net Sameining háskóla Háskóli fslands og Kennaraháskóli fslands verða formlega sameinaðir 1. júlí árið 2008 samkvæmt frumvarpi mennta- málaráðherra um sameiningu skólanna. Munu skólarnir sameinast undir nafni Háskóla fslands og á sama tíma falla úr gildi lög um Kennaraháskóla íslands. menntun@bladid.net Á Kanarí aftur og aftur Þúsundir í Góðar ráðleggingar ffyrir prófin Prófraunir sól á jólunum Það hefur verið að færast í vöxt að fólk dvelji erlendis yfir jól og áramót og Kanaríeyjar eru án efa vinsæl- asti dvalarstaðurinn sem íslenskar ferðaskrifstofur bjóða upp á um jól- in. Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Plúsferða, segir að í ár muni fleiri en nokkru sinni fyrr dvelja á Kanaríeyj- um um jólin en hátt á annað þúsund manns fer þangað á vegum Plúsferða og Úrvals Útsýnar í ár. „Það er að verða algengara að stórfjölskyldan fari saman, allt að 10-15 manns sam- an í ferð,“ segir Laufey og bætir við að fullbókað hafi verið í ferðirnar í október. „Fólk ákveður þessar ferðir mjög snemma og við reyndum til að mynda að fá fleiri sæti en það voru allir gististaðir uppbókaðir.” Laufey segir að styttri sumarfrí í skólunum séu ein ástæðan fyrir því að fólk nýti jólafríin til að fara út fyr- ir landsteinana. „Það eru margir sem fara ár eftir ár til Kanari um jólin og þetta er fólk á öllum aldri,“ segir hún. Laufey segir að það sé ýmislegt gert til að skapa jól- astemningu og það er til að mynda alltaf haldið sameiginlegt jólaball sem fólk kann vel að meta. Sögur af hangikjötsilmi á aðfanga- Jól í sól Alveg jafnhátíðleg og ís- lensk jól. dag á Kanarí eru réttar að sögn Laufeyjar. „Sumir pakka hangikjöti, grænum baunum og malti og appels- íni með í ferðatöskuna. En aðrir eru ekkert að velta fyrir sér jólunum og sjá ferðina sem hverja aðra sólar- landaferð og skilja smákökurnar og laufabrauðið eftir heima. Það má segja að hópurinn skiptist alveg í tvennt hvað það varðar.“ Þó að það snjói ekki á Kanaríeyj- um er mikið um skraut og allt fært í jólabúning. „Nú þegar er búið að setja upp jólaskraut á Kanarí og það er mikið gert til að skapa jólastemn- ingu og koma öllum í jólaskap. Það er alltaf öðruvísi að halda jól í sól og hita en það geta samt verið alveg jafn- hátíðleg jól,” segir Laufey að lokum. háskólanema Próftímabil stendur nú yf- ir í velflestum háskólum landsins og víða sitja nem- endur sveittir yfir skræð- unum frá morgni til kvölds. María Dóra Björnsdóttir, náms- og starfs- ráðgjafi hjá Háskóla íslands, segir að best sé að vinna jafnt og þétt yfir misserið. Þegar próftímabilið rennur upp þurfi nemendur síðan að forgangsraða verkefnum og jafn- vel gera breytingar á sínu daglega lífsmynstri. „Fólk þarf að skapa sér meira svig- rúm til að sinna náminu og jafnvel draga úr félags- og skemmtanalífi. Ef fólk er að vinna með skóla ætti það að draga úr vinnu yfir próítímann og ef það er með börn ætti það að reyna að fá aðeins meiri aðstoð með þau og heimilisstörfin,“ segir María. Æskilegt er að nemendur kynni sér vel hvað þeir þurfi að kunna fyrir próf í tilteknum námskeiðum og mælir María með því að þeir geri gátlista eða brjóti efnið niður í smærri einingar til að það verði viðráðanlegra. „Við mælum líka með því að nem- endur geri sér langtímaáætlun fyrir allt próftímabilið til að þeir fái góða heildarsýn og geri síðan daglega tíma- áætlun út frá henni,“ segir María og bendir á að á vefsíðu Námsráðgjafar HÍ sé hægt að nálgast eyðublöð sem auðveldi nemendum að skipuleggja tíma sinn til próflesturs. Svefn og mataræði skiptir máli Þó að dagleg rútína nemenda fari eitthvað úr skorðum á próftímabili er engu að síður mikilvægt að þeir gæti þess að fá alltaf næga hvíld fyrir próf. „Það er ofboðslega erfitt að halda góðri einbeitingu og hafa úthald í krefj- andi vinnu þegar maður er illa sofinn,“ segir María. „Við þurfum að reyna að vinna í hæfi- lega löngum lotum og taka mið af því hversu erfitt efnið er sem við erum að fara í gegnum á hveijum tíma,“ segir María og bendir á að mataræðið skipti einnig miklu máli á próftímabilinu. „Blóðsykurinn sveiflast upp og nið- ur og einbeiting okkar og árvekni sveiflast með blóðsykrinum þannig að það er mjög mikilvægt að vera á nokkuð góðu fæði en ekki bara á ein- hverjum sykurdrykkjum og súkku- laðistykkjum,“ segir hún. Dregið úr prófkvíða Með því að skipuleggja tíma sinn og huga vel að þeim þáttum sem hér hafa verið nefndir má draga úr próf- kvíða. Hreyfing gegnir einnig mikil- vægu hlutverki í því sambandi. „Við mælum með því að fólk sleppi ekki allri hreyfingu þó að það sé í prófum vegna þess að með hreyfing- unni fær maður þá andlegu og líkam- legu útrás sem maður þarf á að halda, losar um streitu og spennu og maður er oft betur í stakk búinn til þess að vinna en ella,“ segir María og bætir við að gott sé að fólk finni einhverja einstaklingsbundna leið til að ná fram slökun. Þá á fólk enn fremur að forðast neikvæðar hugsanir um eigin getu en leggja þess í stað áherslu á styrkleika sína og þann árangur sem það hefur þegar náð. Þegar prófdagurinn sjálfur rennur upp skiptir máli að fólk mæti tím- anlega í próf enda getur það aukið á streitu að vera á síðustu stundu. Þá eiga nemendur að forðast að ræða um prófið við aðra nemendur rétt áður en þeir þreyta það þar sem það getur valdið óöryggi og kvíða. Þegar í stofuna er komið segir Mar- ía að gott geti verið fyrir nemendur að skrá minnisatriði á rissblað svo sem formúlur, lykilhugtök og annað slíkt. „Það er gott að lesa allar spurningar og leiðbeiningar mjög vel þannig að fólk sé alveg með á hreinu hvað ver- ið sé að biðja um. Nemandinn á að lesa yfir alla prófþættina og byrja að svara því sem honum finnst að hann ráði best við. Það eykur öryggið og tilfinningu nemandans fyrir því að þetta sé eitthvað sem hann getur og slær þá á kvíðatilfinningar ef þær eru til staðar,“ segir María sem mæl- ir jafnframt með því að nemandinn skipti tíma sínum á hverja spurningu með hliðsjón af vægi hennar. „Ef fólk verður strand í einhverri spurningu á það að geyma hana og skilja eftir gott autt pláss fyrir neðan og koma að henni aftur sfðar. Ef það á að svara löngum ritgerðarspurning- um getur verið mjög gott að skrifa nið- ur eins konar beinagrind að svari eða lykilatriði á rissblað. Þá er ólíklegra að eitthvað gleymist auk þess sem það hjálpar manni líka að hafa svarið svolítið markvissara og skipulagðara,“ segir María. A tvirm ua uglýsingar Auglýsingasiminn er 510 3735 Helgarvinna Starfsfólk óskast í helgarvinnu á líflegan og skem- mtilegann vinnustað. Kornið Lækjargötu Rvk. Upplýsingar á staðnum og í síma 8641593. Ella. Kornið er 25 ára gamalt fyrirtæki sem býður uppá trausta og góða vinnustaði þar sem ánægja starfs- fólks er höfð að leiðarljósi. Frábær vinnustaður Óskar eftir starfsfólki á öllum aldri. Vinnutími 11-19. Upplýsingar í síma 8641585 Dagbjartur Kornið er 25 ára gamalt fyrirtæki sem býður uppá trausta og góða vinnustaði þar sem ánægja starfs- fólks er höfð að leiðarljósi. MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRAR ÓSKAST Viltu koma í skemmtilega og lifandi vinnu hjá stærsta bílaflutningafyrir- tæki landsins? Okkur vantar menn núna! Hafðu samband við Bjarna í síma: 567-6700 Vaka EHF Eldshöfða 6 s: 567-6700

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.