blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 14
LISTMUNASALA fflPURINA 14 ÞRIÐJUDAGUE 12. DESEMBER 2006 blaöiö ProPlan l’roucts Wl.ilc ii Noiirislu* HVAÐ MANSTU? Skeifunni 6 - Sími: 533 4450 - www.everestis GARÐHEIMAR SöluaðiII: Garðheimar í Mjódd • Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík • sími 540 3300 • www.groduris 1. Hverfer meö hlutverk Finns í nýjustu kvikmynd Lars von Trier, Direktoren for det Hele? 2. Hver eru þrjú fjölmennustu ríki Bandaríkjanna? 3. Hvaða heimsfrægi Islendingur lést á þessum degi fyrir þremur árum, 27 ára gamall? 4. Hver er forsætisráðherra Palestínu? 5. Hvaða plötu gaf hljómsveitin U2 út árið 1987? Svör: ? ■= 'is I -53 ! 2 ul o ^ z ^ l- y-Z CNÍ O CÓ ^ U) Pro Plan fæðulínan sérsniðin fyrir hundinn þinn SMÁAUGLÝSINGAR blaðiöm SMAAUGLYSINGAR@BLADiD.NET Lög um stjórnmálastarfsemi: Lögin meingölluð ■ Andstætt lýðræði í landinu ■ Hættuleg þróun ■ Fullkomið álitaefni Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Með þessum lögum er verið að snúa á haus grunnhugmyndum um hvernig lýðræðisþjóðfélag virkar. Þetta eru í raun aðgerðir til þess að ríkisvæða stjórnmálaflokka sem hafa það að meginmarkmiði að stjórna ríkinu. Grundvallaratriði er að flokkarnir séu frjálsir gagnvart ríkisvaldinu," segir Þórlindur Kjart- ansson, fyrrverandi oddviti SUS. Fyrir helgi sendi SUS frá sér ályktun vegna laga um stjórnmála- starfsemi sem sambandið telur meingölluð og vanhugsuð. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Islands, telur lögin vera góða málamiðlun ólíkra sjónarmiða. „Það er augljóst vandamál þegar mjög fjársterkir aðilar geta gert fram- bjóðendur háða sér vegna fjárfram- laga. Jafnframt er varhugavert þegar flokkar eru í mikilli fjárþörf,“ segir Gunnar Helgi. „Lögin nú eru ágæt málamiðlun í þeim efnum að koma í veg fyrir að flokkar og frambjóð- endur verði háðir þeim sem styrkja þá. Það er fullmikil einföldun að halda því fram að um leið og einstak- lingar fái að styðja flokkana frjálst verði lýðræðiskerfið heilbrigt.“ Fullkomið álitaefni Aðspurður telur Gunnar Helgi gagnrýni SUS varðandi takmark- anir fjármagns skiljanlega. „Það er alltaf fullkomið álitaefni hvað eigi að ganga langt í að takmarka rétt- indi fólks til að hafa áhrif á stjórn- mál. Fyrir takmörkunum þurfa að vera rík rök og að því leytinu tel ég andann hjá SUS vera réttan," segir Gunnar Helgi. „Hins vegar er það grundvallaratriði að það liggi fyrir hverjir eru að styrkja flokkana og með hvaða hætti. Tryggja þarf að lýð- ræðið sé ekki leiksoppur fjársterkra aðila.“ Óverjandi stefna Þórlindur telur mikilvægt að bók- hald flokkanna sé opið og segir for- menn flokkanna vera að slá skjald- borg um eigin hagsmuni. Hann er á móti því að takmarka fjármagn í prófkjörum sérstaklega. „Að setja hömlur á innra starf flokkanna tel ég óverjandi og alvarlegt mál. Með því er ríkisvaldið að koma sér inn í eina leið af vali á framboðslista. Þetta er einfaldlega heimskulegt," segir Þórlindur. „Flokkarnir sjálfir eiga að setja sér sínar eigin reglur hvað sitt starf varðar. Slíkt á að gilda um öll frjáls félagasamtök og þvi er þetta mjög hættuleg þróun.“ Grundvallaratriði er að flokkarnir séu frjálsir CSþ gagnvart rikinu Þórlindur Kjartansson, fyrrverandi oddviti SUS Tryggja þarf 1 að iýðræðið sé I ekki leiksoppur fij fjársterkra aðila s*' M Gunnar H. Kristinsson, Hættuleg þróun Gunnar Helgi er að vissu leyti sammála því að frekari ríkisvæðing flokkanna geti verið varhugaverð. Hann bendir á að slíkt sé engin ný- lunda en erfitt geti reynst fyrir ný öfl að sækja fjármagn. „Það sem er hættulegt í þessu er hve stutt leiðin er í ríkissjóð úr höfuðstöðvum flokk- anna. Með þessu eru þeir að úthluta sjálfum sér fé og geta gert það sem þeim sýnist,“ segir Gunnar Helgi. „Hver á að hafa hemil á því hvaða fjármagni er úthlutað? Hlutverk al- mennings og fjölmiðla er að veita flokkunum aðhald í þessum efnum þannig að þeir eigi ekki alltaf sið- asta orðið.“ Jólasýning í Galleríi Fold A,.... sidam : o Verk eftir fjölmarga listamenn gallerísins Kringlunni, 2. hæö, sími 5680400 Rauðarárstíg 14, sími 5510400 • www.myndlist.is Gallerí Fold • Rauðarárstíg og Kringlunni

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.