blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 34
» Vegvísir að íbúðinni minni blaðið ÞRIÐJ' . . :,R 12. DESEMBER 2006 ___________ Bunsen og Beaker Tilraunir hins virðulega Bunsen Honeydew enda venjulega á því að hans holli aðstoðarmaður Beaker er sprengdur upp í öreindir eða hann fær raflost, missir útlimi eða er étinn upp til agna af skrímslum eða geimverum. Uppfinningar þeirra félaga eru til fyrirmyndar í heimi vísindanna og innihalda meðal annars: ætar bréfaklemmur, górilluskynjara og bananayddara. Bunsen hefur einnig þróað formúlu sem breytir gulli í kotasælu. Destroy all humans 2 er eins og nafnið gefur til kynna leikur sem ekki ætlar að taka sjálfan sig alvarlega. Markmið höfundanna er ekki að reyna að ná nýjum hæðum í grafík, og ekki að koma með nýja, frumlega og byltingar- kennda leikjaspilun. Það eina sem honum er ætlað að gera er að vera skemmtilegur og það tekst svo sannarlega. Leikurinn er framhald fyrri leiksins sem gerðist árið 1959 þegar Furon kynið gerði innrás á jörðina til að stela DNA úr heilum mann- vera. Ólíkt flestum leikjum var spil- arinn ekki settur í hlutverk mann- veru til að bjarga jörðinni heldur geimveru að nafni Cryptoi37 og átti leikmaðurinn að eyða mann- kyninu í stað þess að bjarga því. f framhaldinu sem gerist tíu árum seinna er Crypto búinn að koma sér vel fyrir sem forseti Bandaríkj- anna, en þegar sovéska leyniþjón- ustan KGB kemst að því ákveða ráðamenn hennar að láta til sin taka og eyða geimverunum ásamt því að dreifa kommúnistaáróðri í Bandaríkjunum. Leikurinn spilast að mörgu leyti mjög líkt Grand Theft Auto leikjun- um en leikmaðurinn getur stjórnað huga vegfarenda, tekið yfir líkama þeirra eða lyft þeim upp með hug- arorkunni og fleygt þeim í burtu. Leikmaður hefur einnig í hendi sér nóg af skemmtilegum vopnum. Leikurinn er þó auðveldur og frekar stuttur en benda má á að grafíkin er alls ekki sú allra flott- asta sem fyrirfinnst, hún er alls ekkert slæm og skilar sínu, en nóg er hægt að bæta. En leikurinn stendur upp úr í skemmtanagildi, samtölin eru Destroy all humans Playstation 2 fyndin þar sem gert er grín að James Bond-myndum, hippum, kommúnistum og ninjum ásamt því að aðalsöguhetjan er skugga- lega hrifin af kvenfólki jarðar- innar. Fín kaup fyrir stuttan og skemmtilegan leik. Elías R. Ragnarsson elli@bladid.net Vegvísinn að íbúð sinni i dag gefur heimsborg arinn Frimann Gunnarsson, fyrr- verandi þáttastjórnandi. Frímann býr í gamla miðbænum þar sem hannunirsér velíhringiðu hámenningar. og glútenlaus hirðingjabaka Frímanns - (Frimsy's gluten-freépshepherds-pie} Staðhættir Á besta stað í gamla miðbænum, helstu menningarstaðir, kaffihús og söfn í göngu- færi. Ég er bíllaus þannig að það skiptir mig miklu máli að búa í göngufjarlægð frá einum rjúkandi café toscana, með örlitlu dassi af vanillusírópi út í á tyllidögum, það er bara ef til er Entner-Stuart-síróp, hin tegundin er ekki mönnum bjóðandi. Hvað þarf að hafa með í för Ferðalangar eru beðnir um að hafa með sér góða skapið, opinn huga fyrir ýmiss konar fróðleik og endilega að þurrka vel af sér á mottunni við útidyrnar, reyndar reyni ég að fá ekki mikið af gestum ef úti er slabb og bleyta af augljósum ástæðum. Heilsa Ágæt, takk fyrir, mestanpartinn. En auðvitað koma stöku skúrir, stundum dregur fyrir sólu, og stundum myndi maður helst vilja að maður hefði aldrei fæðst, en eins og ég segi, bara ágæt takk. Hvenær er hentugt að ferðast Helst ekki fyrir hádegi, og alls ekki fyrir klukkan 14 um helgar. Eftir kvöldmat svara ég ekki dyrabjöllunni, og eins vil ég benda á að ef Ijósin í eldhúsinu blikka þá má taka þvi sem svo að ekki sé tekið á móti gestum. Matur og menning Gourmet-réttir sem litið hafa dagsins Ijós á mínu heimili eru ófáir, enda húsráðandi óhræddur við djarfar tilraunir, nægir þar að nefna, hvítlauks-ísinn minn fræga og glútenlausu hirðingjaböku Frímanns eða t “Frimsy’s gluten-free shepherds-pie”. Siðir og venjur Þær eru óteljandi á mínu heimili og jafn skemmtilegar og þær eru margar. Til dæmis að nota alltaf glasamottur, sem varð alveg sérstaklega skemmtilegt eftir að ég fékk nýjar með myndum af Meryl Streep úr hinum ýmsu kvikmyndum. Og já, engar áhyggjur kæri tilvonandi gestur þótt þú þekkir ekki húsreglurnar, ég er óþreytandi að kenna gestum mínum siði mina og venjur. Hættur Þær eru sárafáar á minu heimili, ef farið er eftir húsreglum ættu allir að sleppa út ómeiddir.. .ha ha ha! En að öllu gamni slepptu þá getur maður reyndar fengið ansi sársaukafullt rafmagnsstuð af Ijósarofan- um inni á baðherbergi, hef ekki komið mér I að laga það, hef haft mikið að gera. Vert að sjá Jahhh það er nú svo margt, en kannski nægir að nefna eitt: forláta taflborð þar sem skákmennirnir eru nokkrir helstu ráðherrar breska íhaldsflokksins eftir 1950 útskornir í tré, og auðvitað er Dame Thatcher drottningin. Næturlíf Ekki mikið, aðallega skemmtileg og fróðleg samtöl við marg- ar af merkustu persónur mannkynssögunnar i draumaland- inu. Það er hreint ótrúlegt hvað sumir draumar geta verið raunverulegir, sérstaklega þessi um daginn með Gandhi. Crypto gegn KGB Dýralff Nei takk. Átti eitt sinn kettling, fannst það sniðug hugmynd, fyrir félagsskapinn. En enginn félagsskapur er svona mikils virði. Mér finnst ég stundum ennþá sjá kattahár- in í sófanum hjá mér, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið hér lengur en í 2-3 klukku- stundir. Ég var að hugsa um að skýra hann Winston, en svo tók það því ekki... Gerðist i staðinn heimsforeldri. ) ERFÍNT OG GLJÁANDI FYRIR JÓLIN HREIN FAGMENNSKA FRAM í FINGURGÓMA HJÁ BESTA Unger Visa versa gluggaþvottaáhald, hvorttveggja í senn þvottaskinn og gluggaskafa. Auðvelt að festa á sköft til framlengingar. Uquid Unger Liquid Professional Gluggasápa sem gerir gluggana skínandi hreina að utan. Ultra glerhreinsir Vinnur á fitublettum, kámi, blýantsförum, tússi og penna- strikum. Gufar hratt upp án þess að skilja eftir skán eða rákir. Norvex glerklútur Microfiber fægiklútur fyrir gler, spegla og skjái. Má setja í þvottavél. Sterling silfur fægihanski Með þessum hanska er ekkert mál að fægja silfrið. Sterling silfur hreinsiefni Hreinsar silfrið svo það verður skínandi fínt. * Trfboð gildir til jóia eöa á meðan birgðir endast. Suðurlandsbraut 26 Miðási 7 Reykjavík Egilsstöðum Sími: 510 0000 Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 Njarðvik Sími: 420 0000 Grundargötu 61 Grundarfirði Sími: 430 0000 www.besta.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.