blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 blaöið INNLENT LÖGREGLA Olvunarakstur í Reykjavík Lögreglan í Reykjavík stöðvaði þrjá ölvaða ökumenn í gærmorgun. Sá fyrsti var stöðvaður um tíuleytið, annar um ellefu og sá síðasti í kringum hádegið. Fátítt sé að menn séu teknir fyrir ölvunarakstur á mánudagsmorgni. LÖGREGLA LSD í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á 10 til 15 skammta af LSD aðfaranótt sunnudagsins. Fíkniefnin fundust öll á þeim sama og er því líklegt að þau hafi verið ætluð til sölu. LSD er mjög sjaldgæft í fíkniefnaheiminum og sjaldan sem menn séu teknir með þess háttar efni. LÖGREGLA í mánaðarfangelsi fyrir SMS-hótanir Héraðsdómur Norðurlands dæmdi í gær 21 árs karlmann til að sæta eins mánaðar fangelsisvist fyrir að hafa hótað tveimur stúlkum ofbeldi og lífláti í gegnum SMS-skilaboð. Hinn ákærði grunaði stúlkurnar um að hafa stolið peningum af herbergisfélaga hans í vinnubúðum á Reyð- arfirði. Þetta er sjötti dómur mannsins á innan við þremur árum. KOKKarnir I VEISLUÞJÓNUSTA ■ jóiajjaffr af öífum Karfa 1. Kr. 1.980,- Karfa 3. Kr. Osta- og SxlkeraborSinu Hogkoupum í Krrngfurmi og Srrrórafrncf Hrtngdu og fáSu uppfrjstngar r stma 511^4466 eða sendu töfoupóst á (toftftarnfrðftofrftarnfr.fs Tómstundahúsið * Nethyl 2 • S. 587 0600 * www.tomstundahusid.is PUSTMÓDEL I IV8SKI.il ÚRVALS álfiftll Karfa 7. Kr. 9.590,- Vertu r sambandf (rtna efjfn safherahörfu KOKKarni I II VltSlW»«6*WtfA ■ 5. Kr. 7.890,- Karfa TÖmsfunÖfíHÚSÍB Mikið álag Sigríöur Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Islands, segir gríöarlegt áiag fyigja bióötöku á hryssum, sem jafnvel geti leitt til dauöa. Myndin er ekki af vanræktum blóömerum. Formaður dýraverndunarsinna segir blóðmerar vanræktar: Sakar yfirdýralækni um eftirlitsleysi ■ Mest þrjátíu lítrar af blóði teknir úr hverri ■ Blóðmerar hafa drepist Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Fyrir nokkrum árum fékk ég stað- fest að nokkrar blóðmerar deyja á hverju ári og mér sýnist ekkert hafa breyst,“ segir Sigríður Ásgeirs- dóttir, lögfræðingur og formaður Dýraverndarsambands Islands. Hún hefur sent tilraunadýranefnd fyrirspurn vegna blóðtöku á svo- kölluðum blóðmerum. Þegar merarnar eru orðnar fyl- fullar, það er að segja þegar þær kasta folaldi, er tekið blóð úr þeim. 1 hvert sinn eru teknir fimm lítrar. Blóðtakan fer fram með viku milli- bili í fimm til sjö skipti. Fyrirtækið fsteka, sem framleiðir stillingarlyf fyrir fengitíma dýra, kaupir blóðið og er það selt nær eingöngu á er- lendan markað. „Það er ólöglegt að gera tilraunir á dýrum utan tilraunarstofa, nema með undanþágu tilraunadýra- nefndar,“ segir Sigríður sem hefur ekki fengið svar við fyrirspurn sinni, en hún sendi bréfið 24. nóv- ember síðastliðinn. Hún segir mesta áhyggjuefnið vera eftirlit með hryssunum eftir blóðtöku sem er gríðarlegt álag fyrir þær. Hún segist ekki hafa fengið svör um eft- irfylgni dýranna. „Jafnframt því sem hryssurnar eru fylfullar, mun það þekkjast að þær séu enn að mjólka folöldum frá síðasta ári, sem hlýtur að vera mikið álag til viðbótar," segir Sig- ríður sem vill að blóðtökurnar fari fram við mun strangara eftirlit en nú. Samkvæmt Sigríði mun vera hægt að vinna lyfið án þess að blóðtaka fari fram. Síðustu fregnir herma að tekið hafi verið blóð úr um þúsund merum á landinu. „Dýralæknarnir sem annast blóð- tökuna eru með hlaupandi eftirlit með hryssunum," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um eft- irlit blóðmera. Hann segir blóðtöku ekki fara fram nema holdstig mer- arinnar sé í lagi. Hann harðneitar því að nokkur hryssa hafi drepist vegna blóðtökunnar og segir að Sig- riður þurfi að sanna sitt mál þar. „Við veitum fyrirtækinu leyfi til þess að semja við bændurna," segir Halldór um undanþágu tilrauna- dýranefndar. Að sögn Halldórs annast dýralæknar á vegum fyrir- tækisins blóðtökuna. Halldór fullyrti í viðtali við Blaðið að hann hefði sent svar við fyrirspurnum Sigríðar, en hún segist ekki hafa fengið það. Hann hugðist senda þær til blaðamanns en þær bárust ekki. Banaslys á Vesturlandsvegi: Ekki fleiri látist síðan 2000 „Þetta er áminning um að við þurfum að aðgreina akstursstefnur þarna," segir Ágúst Mogensen, for- stöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa. „Hvort menn fari þá leið að tvöfalda veginn eða velja 2+1- leiðina verður bara að koma í ljós. En fyrst og fremst þarf að aðgreina umferðina." Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi norðan við Þingvallaafleggjara um hálf sexleytið á sunnudaginn. Maðurinnvirðisthafamisststjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór yfir á öfugan vegarhelm- ing og lenti þar á jepplingi sem kom á móti. Fjórir voru í jepplingnum og sluppu þeir allir með minniháttar meiðsli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík liggur ekki fyrir af hverju maðurinn missti stjórn á bílnum en veður var slæmt þegar slysið átti sér stað. Alls hafa 29 manns látið lífið í um- ferðarslysum það sem af er árinu en í fyrra létust 19 í 16 banaslysum. Ekki hafa fleiri látist í umferðinni á einu ári síðan árið 2000 en þá létust 34 einstaklingar. Ágúst segir tvöföldun vega geta dregið stórlega úr banaslysum sem orsakast vegna framanákeyrslu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.