blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 12
GL ERFÍNT OG ÁANDI 01 'YRIR JÓLIN 20 %" REIN FAGMENNSKA \ FRAM í FINGURGÓMA * HJÁBESTA 12 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 ÍRAN Ráðstefna um helför gyðinga UTAN ÚR HEIMI Ráðstefna um helför gyðinga í síðari heimsstyrjöld hófst í Teheran gær. Markmiðið er að rannsaka hvort helförin hafi átt sér stað, þar sem nasistar voru sagðir hafa myrt um sex milljónir gyðinga. Gestgjafinn er Mahmoud Ahmedinejad, forseti írans, og sækja 67 vísindamenn frá þrjátíu löndum ráðstefnuna. Meðal fyrirlesara er David Duke, fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan í Bandaríkjunum. Fjöldi ríkja hefur fordæmt ráðstefnuna. Kolbrún Halldórsdóttir um ný lög: Hætta á mistökum ■ Mál keyrö í gegn ■ Stjórnin of örugg ■ Búið aö ræöa í nefndum ATHUGASEMDIR KOLBRÚNAR: Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Villmeiri samvinnu Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna Yfirieitt nægurtími Arnbjörg Sveins- dóttir, þingmaður Sjáifstæðisflokksins Tekjuskattur (vaxtabætur): Lágmark eignaviðmiðunar að frádregnum skuldum til skerðingar á vaxtabótum hækk- ar afturvirkt um 30 prósent. „I þessu máli hefði átt að ná betri sáttum.” „Þetta er allt á réttri leið. Mig rak hins vegar í rogastans þegar ég byrj- aði á þingi fyrir átta árum. Þá voru yfir 8o mál afgreidd síðustu tvo til þrjá dagana fyrir lok þinghalds þegar mest var. Nú er þetta komið niður í um 30 mál,” segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en bætir við að enn fái vandasöm mál of hraða afgreiðslu. „Það var alltof takmarkaður tími á þingi fyrir mál aldraðra og öryrkja svo dæmi sé tekið. En auð- vitað hafa nokkrir þættir færst til betri vegar. Fjárlög eru til dæmis samþykkt fyrr en áður var gert. Það þyrfti hins vegar að vera meiri vinna og hraðari í nefndum fyrri hluta haustþings. Nefndardagar þurfa að nýtast betur og þing þarf að koma saman fyrr,” leggur Kol- brún áherslu á. Það er mat Kolbrúnar að nær þriðjungur þeirra 39 frumvarpa sem samþykkt voru sem lög frá Al- þingi í lok haustþings hefði þurft meiri umfjöllun. „Það er hætta á mistökum ef svona mörg mál eru keyrð í gegn á svona stuttum tíma. Slík mistök getur tekið mörg ár að leiðrétta.” Og Kolbrún lýsir eftir meiri samvinnu. „Það að ríkisstjórnin telji sig ekki þurfa samvinnu um hlutina er vísbending um að hún sé orðin allt of örugg um sig á valdastólnum.” Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir að yfirleitt sé nægur tími til að ræða mál í nefndum. „Það er auðvitað búið að ræða málin í nefndum þótt ekki hafi náðst að ræða þau lengi inni í Alþingi. Yfirleitt er nægur tími í nefndum en auðvitað getur komið upp þannig staða að menn vilji ræða einhverja hluti betur. En oft vita menn að það hefur engar afleiðingar sem slíkar. Það er bara til að viðra fleiri sjónarmið sem í sjálfu sér allir þekkja.” Arnbjörg bendir á að flest mál- anna séu miðuð við að lögin taki gildi um áramót. „Það skiptir marga í þjóðfélaginu mjög miklu máli að þetta geti orðið að lögum, eins og til dæmis aldraða. Það er verið að flytja þessi mál til betri vegar eftir því sem menn telja for- sendur til.” Alþingi við Austurvöll Alls þrjátíu frumvörp uröu að lögum á síðustu dögum þingsins fyrir jólahlé. Búnaðarfræðsla (Háskólinn á Hólumj: Hólaskóla breytt í háskóla. „Það 1,1 er verið að leggja niður störf 1 og stofna til þeirra á nýjan leik. 1 Þetta varðar réttindl opinberra starfsmanna og var ekki skoðað il fulls." Skráning og mat fasteigna: Álögur á fasteignaeigendur. „Sjónarmiðin voru mjög ólík. Þetta hefði þurft aö ræða meira.” Málefni aldraðra (gjald i framkvæmdasjóð): Fé úr Framkvæmdasjóði aldraða verði ekki varið til reksturs stofnana nema þörf fyrir hjúkrunarrými hafi verið fullnægt. „Viö höfum haldið því fram að aldraðir hafi verið píndir til að skrita undir þetta. Það hafa ver- ið mjög ólík sjónarmið uppi um þetta mál og við hefðum þurft að geta náð sameiginlegri niðurstöðu.” Landsvirkjun (eignarhald og fyrirsvar): Breytingar á lögum um Landsvirkjun til samræmis við breytingar á eignarhaldi. „Viðamikil mál. Viö fengum sannarlega ekki aö taka þá umræðu um þessi mál sem við vildum.” Tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur (lækkun tekjuskatts 0. fl.): Lækkar um 1 prósent í stað 2 prósenta eins og ákveðið var. Skattleysismörk hækka um 14 prósent. „Betri sættir hefðu þurft að nást." Upplýsingalög (endurnot opinberra upplýsinga, EES-reglur): Atvinnufyrirtækjum heimilaður aðgangur að gagnagrunnum og upplýsingum í opin- berum stofnunum án gjaldtöku. „Hingað til hafa stofnanir keypt gögn dýrum dómum hver af annarri. Þegar atvinnulífið krefst að- gangs án gjalda er allt opið. Það var engin umræða um þetta mál.” Ráðstöfun á söluandvirði Landsíma Islands hf. (timasetningar): Vegaframkvæmdum sem var lofað þegar síminn seldur frestað. „Þörf var á meiri umræðu. Ráðstafanir í kjölfar samn- ings við Bandarikin um skil á varnar- svæðinu á Keflavíkurflugvelli: Svæðið skilgreint í flugvallarsvæði, örygg- issvæði og starfssvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. „Við sátum hjá vegna skoðana okkar á málinu en þarna á að afmarka svæði tíl hernaðaræfinga þótt herinn sé farinn. Þarna hangir líka á spýtunni aðild að mannvirkjasjóöi Nató sem á eftir að kosta okkur milljónatugi.” (lækkun matarskatts): Virðisaukaskattur á matvæli lækkar í 7 pi sent frá og með 1. mars. „Þetta er fínt m; en ef það hefði verið lengur í nefnd hefði ef til vill verið hægt að knýja fram lækkun virðisaukaskattsá lyfjum.” Almannatryggingar og málefni aldraðra: Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verði 300.000 krónur á ári. „Við óskuðum eftir hærri frítekjumörkum. Við hefðum örugglega getað mæst á miðri leið. Stjórnvöld knúðu bara fram sína niðurstöðu.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.