blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 22
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 blaðið folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Er verið að þræla ykkur út? „Þetta er ekki óhóflegur þrældómur en vissulega mætti breyta starfsháttum þings þannig að það ynni jafnar." fíjörgviu G. Sigurðsson, þingmaður Alþingismenn hófu sitt jólafrí á föstudaginn. Menntamálanefnd Alþingis mun hins vegar starfa í friinu við að fjalla um frumvarp um Rikisútvarpið. Björgvin er i nefndinni. Miðaldalíf á sumrin HEYRST HEFUR... A ð Björgólfur Thor sé búinn /\. að ákveða hvað hann ætlar að gefa föður sínum í jólagjöf. Hingað til hefur syninum reynst erfitt að finna hent- ugajólagjöfhanda karli föður sínum, enda spurningunni um hvað maður gefi þeim sem á allt yfirleitt vand- svarað. Nýleg kaup Björgólfs eldri á fótboltaliðinu West Ham hafa gert jólagjafainnkaupin ögn einfaldari fyrir soninn og heyrst hefur að hann hafi ákveðið að kaupa nokkra nýja fótboltamenn handa pabba gamla, pakka þeim í bláan og vínrauðan jólapappir og setja þá undir tréð á aðfangadagskvöld. Ekki veitir liðinu af aðkeyptum styrk í formi jólagjafa og þetta mun vera gjöfin sem hittir beint í mark og vonandi verða þær fleiri í framtíðinni. Tveir þekktir menn héldu upp á sextugsafmæli sitt á sunnu- dagskvöldið og því má telja víst að elíta landsins hafi öll verið prúðbúin þá um kvöldið, sötrandi kampavín og nart- andi í snittur. Eins og sagt hefur verið frá hélt ein helsta sjónvarpska- nóna íslandssögunnar, Hee- emmi Gunn, upp á sextugsaf- mælið sitt á Brodway og þangað mætti allt helsta tónlistar- og sjónvarpsfólkið í landinu. í Iðnó fór einnigfram fögnuður til heið- urs Sigurði Skúlasyni leikara sem einnig varð sextugur. Þar var leikarastéttin samankomin og margt um manninn. Egill Ólafsson tók lagið og Katla Margrét fór með ræðu. Spaug- stofan var þar eins og hún lagði sig að Erni undanskildum og mikið stuð og skraf eins og leik- urum er einum lagið. Guðrún Steingrímsdóttir er um- sjónarkona Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Safnið er staðsett í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit og geymir gersemar úr daglegu lífi allt frá tekötlum til rafmagnsrofa og allt þar á milli. Smámunasafnið hefur þá sérstöðu að vera safn allra mögulegra hluta og hversdagslegir hlutir þar mitt á meðal afar óhefð- bundinna hluta. Það er Sverrir Hermannsson húsasmíðameist- ari sem á heiðurinn af hlutunum á safninu en hann hefur safnað allt að þúsund hlutum hvert ár, í heil fimmtíu ár. „Það eru margir hlutir á safninu sem tengjast húsa- smíði og þar er að finna mikið af allskyns verkfærum. Það má segja að Sverrir hafi byrjað söfnunina á því að safna hlutum tengdum húsa- smíði en áráttan hafi síðan teygt sig til allra hluta sem eiga hlutverk á heimilum fólks,” segir Guðrún. Safnið er opið yfir sumartímann en nú fyrir jólin tók Guðrún saman hluti tengda jólunum til að hafa til sýnis. „Þar er að finna nokkur handgerð jólatré og gervijólatré sem eru áreiðinlega þau fyrstu sem seld voru í búðunum. Síðan eru gamlar jólaseríur og ýmislegt af handgerðu skrauti.” Vinnur skartgripi úr beinum Guðrún segir að hún beri líka söfnunaráráttuna í brjósti og sé lítið fyrir að henda hlutum, þótt hún sé kannski ekki að eltast við að sanka að sér munum. „ Nú er til sýnis dúkkulísusafn sem ég á heiðurinn af og dúkkulísurnar eru mestmegnis frá því að ég var lítil en þær eru vel farnar og gaman að skoða þær.“ Guðrún á sér aðrar ástríður en önnur þeirra er að hún vinnur skartgripi og nytjahluti úr beinum. ,Það eru rúm 12 ár síðan ég byrjaði að vinna úr beinum og hornum og þetta er skemmtileg iðja en tíma- frek. Þetta er náttúruefni og mjög lifandi en það þarf að vinna beinin mikið áður en hægt er að byrja að búa til skartgripi og aðra hluti úr þeim,” segir Guðrún en hún hefur tekið þátt í handverkssýningum bæði hér heima og erlendis og hún selur handverk í nokkrum minja- gripaverslunum og galleríum. Býr og lifir í miðaldastíl Eina helgi á ári fer Guðrún í ferð aftur til miðalda og býr og lifir að miðaldasið þar sem hún vinnur að handverki og eldar mat á hlóðum og gerir annað sem tengist daglegu lífi á miðöldum. „Ég er hluti af hópi sem heitir Gásahópurinn og við erum að leika okkur svolítið með miðaldirnar. Uppákoman er tengd fornleifauppgreftri að Gá- sum í Eyjafirði og við höfum und- anfarin fjögur ár slegið upp búðum í tengslum við uppgröftinn. Gásir voru miðaldakaupstaður og þar var höfn fyrir Eyfirðinga áður en Akureyri byrjaði að byggjast upp. Fornleifauppgröfturinn sýnir að á miðöldum hafi verið stunduð verslun í tengslum við skipaferðir á sumrin og uppgröfturinn sýnir að fólkið sem þar dvaldi hefur verið efnafólk sem stundaði verslun og handverk á staðnum. Við í Gása- hópnum lifum þarna góðu lífi og uppákomunni er vel tekið meðal ferðamanna og skemmtilegt fyrir fólk að heimsækja staðinn og hverfa aftur til miðalda á lifandi hátt. “ "ivnr Astríðan min íSÖÍKI Guðrún Steingrímsdóttir er umsjón- arkona Smámunasafnsins Ber líka söfnunaráráttuna íbrjósti og sýnir dúkkulísur sem hún hefur safnað. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir (hverri Ifnu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 4 2 8 1 5 3 6 7 9 3 9 5 2 6 7 8 1 4 6 1 7 4 8 9 2 5 3 7 8 3 6 1 4 9 2 5 1 5 9 3 7 2 4 6 8 2 4 6 8 9 5 7 3 1 8 6 4 5 2 1 3 9 7 5 7 2 9 3 8 1 4 6 9 3 1 7 4 6 5 8 2 Gáta dagsins: 2 6 5 7 1 5 8 9 1 7 3 6 7 8 7 6 8 1 9 3 4 6 4 3 9 4 5 1 2 2 7 6 eftir Jim Unger -19 © LaughingStock Intemational Inc./dist. by United Media. 2004 Er þetta maðurinn sem reyndi að ræna þig? Á förnum vegi Hvað er uppáhalds- sjónvarpsefnið þitt? Berglind Kristinsdóttir, iðju- þjálfi „Það er eitthvert svona konuefni eins og Desperate Housewives." Elinóra Kristinsdóttir, myndlistarkennari „Það eina sem ég horfi á núna er So you think you can dance.“ íris Jónsdóttir, nemi „Kannski bara Fóstbræður.“ Denya Melissa Layne, nemi „America's next top model.“ Guðný Ragnhildur Davíðsdótt ir, nemi „America's next top model.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.