blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 blaðiö Sektaður fyrir að reykspóla Tvítugur maður hefur verið dæmdur í Héraðs- dómi Suðurlands til að greiða 70.000 króna sekt fyrir að reykspóla innanbæjar á Selfossi. Það var í sumar sem maðurinn spólaði en dómur var kveðinn upp í síðustu viku. UMFERÐARÓHAPP Bílvelta á Holtavörðuheiði Tvennt var flutt á heilsugæslustöðina í Borgarnesi eftir bílveltu á Holtavörðuheiðinni á sunnudagskvöldið. Ökumaður missti stjórn á bílnum í hálku, ók á vegrið og síðan valt bíllinn út fyrir veginn. Meiðsli hans og farþega reyndust ekki mikil. Tekist á í réttarsal Krafa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og annarra um að rannsókn rikilögreglustjóra á meintum skattalagabrotum þeirra verði dæmd ólögmæt var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Krafan er þríliðuð, þar á meðal að rannsóknin falli niður vegna þess hve langan tíma hún hefurtekið. Saksóknari andmælti. Líkamsárás: Sakborningur sýknaður Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær af því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína þann 24. október. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á hana á göngustíg í Víðidal, tekið hana hálstaki, slegið höfði hennar nokkrum sinnum í jörðina og kastað í hana steinum. Hinn ákærði hefur alla tíð neitað ákærunum og hefur sagt að konan hafi sjálf veitt sér þessa áverka sökum ölvunar. Við dómsuppkvaðningu var tekið fram að óljós frásögn konunnar ásamt misræmi í framburði hennar drægi úr trú- verðugleika hennar sem vitnis. Því var sakborningur sýknaður. Búið að kæra 16 þjófnaði til lögreglunnar í Reykjavík Þjófarnir taka ýmislegt smálegt en líka stærri hluti þegar svo ber undir. Aukning á búðahnupli Búið að kæra sextán mál Þjófagengi beitá skipuiögðum áðferðum Nýta sér háannati Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Fleiri eru staðnir að búðahnupli í desember en aðra mánuði ársins samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík. Dæmi eru um heilu þjófagengin sem fara á milli verslana og stela vörum á afar skipu- lagðan hátt. Forstöðumaður gæslu- sviðs Securitas segir þjófana fremja sína glæpi á háannatímum þegar starfsfólk verslana er hvað mest upptekið. Oftast er um smáhluti að ræða en í sumum tilvikum er reynt að stela fullum innkaupakerrum. Bitur reynsla „Það er miklu meira um að fólk sé að stela smáhlutum og svo eru fleiri að stela en venjulega í desemb- ermánuði," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu. „Verslunarmenn hafa lært af biturri reynslu að það þarf að auka gæslu í desember." Fleirí stela I desember Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu Samkvæmt upplýsingum frá forn- varnardeild lögreglunnar voru 49 hnuplmál kærð til lögreglunnar í Reykjavík í desember á síðasta ári. Það sem af er þessum mánuði er búið að kæra sextán mál og stefnir allt í að heildarfjöldi mála verði svipaður og í fyrra. Að með- altali eru kærð um þrjátíu til fjöru- tíu hnuplmál til lögreglunnar í hverjum mánuði en hafa ber í huga að ekki eru allir þjófnaðir kærðir til lögreglunnar. Sigurður segir afbrotin vera að þróast í þá átt að í stað einstaklinga séu nú komin upp þjófagengi sem gangi á milli verslana. Þau beiti síðan úthugsuðum aðferðum til að blekkja starfsfólk. „Því miður er þetta að þróast. í stað þess að það sé einn og einn að stela eins og var áður sjáum við meira heilu gengin sem eru að stela og beita til þess alls konar aðferðum." Stela fullum innkaupakerrum Ómar Ármannsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir ekkert nýtt að smá- þjófnaður aukist í desembermánuði. Hann segir misjafnt hvað þjófarnir reyni að taka með sér. „Fólk stelur alls konar hlutum. Allt frá smádóti upp í heilu innkaupakerrunum.“ Flestar verslanir á höfuðborgar- svæðinu ráða til sín sérstaka örygg- isverði til að sinna öryggisgæslu í desembermánuði. Að sögn Árna Guðmundssonar, forstöðumanns gæslusviðs Secu- ritas, vinna öryggisverðir fyrirtæk- isins um þrjú þúsund fleiri vinnu- tíma i desember en aðra mánuði ársins. Hann segir þjófa oft nýta ÞEKKTAR AÐFERÐIR ÞJÓFAGENGJA ■ Einn heldur afgreiöslumanni uppteknum meöan aörir tæma úr hillum. ■ Einn kemur á afgreiðslukassa og segist hafa séð grunsamlegan mann í versluninni. Á meðan afgreiöslumaöur fer aö athuga fer sá hinn sami og gerði viðvart ránshendi um nálæga rekka. ■ Tveir ganga út i gegnum öryggishlið á samatíma. Báðir með þýfi. Öryggishlið byrjar að pípa en annar stoppar á meðan hinn heldur áfram. Sá sem stoppar biðst afsökunar og segist hafa tekið vöru í misgripum. sér háannatímann til að fremja sína glæpi. „Þjófar koma á annatíma þegar starfsfólk hefur ekki eins mik- inn tíma til að sinna eftirlitsstörfum. Þannig aukast líkurnar á því að þeir komist upp með þjófnaðinn." Gjafabréf upp á ljúfa kvöldstund á Argentínu steikhúsi er jólagjöf sem gleður og líður seint úr minni. Tilvalin gjöftilþeirra sem manni finnst mikið til komol Barónsstíg 11 a • 101 Reykjavík • Tel.+354 551 9555 • www.argentina.is. Tvö kynferðisbrot í rannsókn á Selfossi: Tvítug kona kærir nauðgun Tæknimenn á staðnum Tæknimenn voru sendir til þess að afla gagna um það sem raunverulega gerðist en nokkuð ber á milli í framburði hins kærða og fórnarlambs. 1 Kaftj r -'. i Wáfcff? Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Rúmlega tvítug kona kærði nauðgun til lögreglu snemma á laugardags- morgun sem á að hafa átt sér stað aðfaranótt laugardags. Stúlkan fór heim með manni á fertugsaldri. Þau höfðu bæði verið að skemmta sér fyrr um kvöldið og farið heim saman að kvöldi loknu. Þar segir stúlkan að maðurinn hafi ráðist á sig og nauðgað. Stúlkan var send á neyðarmót- töku nauðgana þegar hún kærði. Hún vissi ekki hvað maðurinn hét og þurfti því nokkra rannsóknar- vinnu til þess að finna hann. Lög- reglunni tókst að lokum að hafa uppi á honum. Tæknideild lögreglunnar var send á heimili hans og hann var yf- irheyrður. Maðurinn neitar sök og ber mikið á milli i framburði hans og konunnar. Stúlkan var ekki með sjáanlega áverka samkvæmt lögregl- unni á Selfossi. Enn er óupplýst nauðgunarárás sem átti sér stað í júní síðastliðnum en þá braust erlendur maður inn á heimili stúlku og reyndi að nauðga henni. Það mál er einnig í rannsókn. Wrt/iuu)/v>/Y) /rieb íich'/ó/cii uY(Jí /i/n/nho//iJa, li/su/l/uu/yUJíI Verð 5.500 á mann, aðeins 4.900 á fimmtudögum og sunnudögum Borðapantanir hereford Alltaf Ijúfir píanótónar frá fimmtudegi til sunnudags S T E I K H U S Laugavegur 53b • 101 Reykjavík 5 11 3350 • www.hereford.is Hereford nautasteikurnar eru rómaðar, þú velur stærð, steildngu og meðlæti. Magnað!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.