blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI BRETLAND" Stöðva tal um hryðjuverkastríð Breska utanríkisráðuneytið hefur beint þeim orðum til breskra ráðherra að hætta öllu tali um „stríð gegn hryðjuverkum", en markmiðið er að koma í veg fyrir að múslímar móðgist. Bush Bandaríkjaforseti var fyrstur til að nota orðalagið í kjölfar árásanna 11. september 2001. DANMÖRK Árás á Strikinu Átján ára grænlenskur piltur hefur verið úrskurð- aður í 24 daga gæsluvarðhald fyrir árás á Johnny Bredahl, fyrrverandi hnefaleikamanns, á Strikinu í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Lögregla leitar enn manna sem áttu einnig þátt í árásinni. BRETLAND Blair sat fyrir nakin Cherie Blair, eiginkona Tonys Blairs, forsætisráðherra Bret- lands, sat fyrir nakin undir iok 8. áratugarins fyrir breska mál- arann Euan Uglow. Hann lauk aldrei við verkið en það var einu sinni sýnt opinberlega árið 1983. Eftir að Blair hóf afskipti af stjórnmálum óskaði málarinn eftir að það yrði ekki sýnt aftur. <;vv’ Jólatilboð í Bohemia Vöruhúsi Eftir áramót komast þungir pallbílar ekki yfir níutíu: Bohemia Vöruhús býður upp á fallega stóla, baðinnréttingar, tau- og leðursófa og elkar- og hnotuhúsgögn. Borðstofuborð Natur Eik, stærð: 200x100x76 og 6 borðstofustólar, lltlr: svartur, hvítur og dðkkbrúnn Verð áður: 169.000,- Tilboðsverð: 95.000,- ék ék BOHEMIA Stækkanlegt borðstofuborð Natur Eik, stærð: 160/240x100x76 og 6 borðstofustólar, litir: svartur, hvítur og dökkbrúnn. Verð áður: 197.000,- Tllboðsverð: 115.000,- Bohemia Voruhús - Askadmd 2 - 201 Kópavogur - simc 544-2290 - Opnunartimi alla virka daga frá W: 9:00-18:00 Gjafakarfa sælkerans Margar tegundir af gjafakörfum með spennandi sælkeravörum. eilsuhúsiö Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi GEFA/ÞIGGJA 5103737 SMÁAUGLÝSINOAR blaðÍð9— Pallbílarnir komist bara á 90 kílómetra ■ Lögin ekki afturvirk ■ Stóreykur slysahættu ■ Hamstra fyrir áramót Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þungir pikköppar falla undir flokk vörubíla og frá áramótum skulu settar hraðatakmarkanir í þá. Há- markshraði þeirra verður níutíu kílómetra hraði eftir breytingu,“ segir Sævar Helgi Lárusson, sér- fræðingur hjá Umferðarstofu. Um áramótin taka gildi lagaákvæði á EES þar sem hraðatakmarkanir ökutækja miðast við 3,5 tonn. Eigendur stórra pallbíla hafa haft af því áhyggjur að bílar þeirra verði kallaðir inn til þess að koma fyrir hraðatakmörkun. Sverrir Sig- urjónsson, löggiltur bifreiðasali hjá IB bílum, telur breytingarnar mikið óréttlæti. „I okkar huga fellur þetta undir mismunun og óréttlæti gagnvart bílaeigendum. Þessar takmarkanir koma sér ekki vel fyrir neinn og menn eru ekki kátir,“ segir Sverrir. „Þetta verður stór galli á þessum annars góðu bílum.“ arstofu vegna málsins enda fjöldi stórra pallbíla í umferðinni hér. Hann ítrekar að lögin séu ekki afturvirk. „Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur því lögin eru ekki aft- urvirk. Öll nýskráð ökutæki eftir áramótin hljóta takmörkun,“ segir Sævar. „Bifreiðaeigendur hafa leitað til okkar vegna brey tinganna og haft áhyggjur. Ég veit ekki hvað ökumenn hafa að óttast því hér á landi má ekki keyra yfir níutíu.“ Sverrir segir bílainnflytjendur keppast við að ná sem flestum bílum til skráningar fyrir áramót. Hann segist ekki átta sig á því hvernig þessu verði framfylgt. „Við mælum með því við kaupendur að skrá bílana fyrir áramót. Mér skilst að starfsmenn Frumherja komi al- veg af fjöllum og kynning á þessu hefur verið slök. Framkvæmdin hefur ekki verið í neinu samráði við bílainnflytjendur,“ segir Sverrir. Aukin siysahætta Sævar áttar sig ekki á því hvers vegna fólk markanir auka öryggi í umferð- inni. „Óánægðasti hópurinn eru þeir sem kaupa þessa stóru bíla og nota þá sem fjölskyldubíla. Ég veit ekki hvað menn hafa að gera við nokkur tonn undir fjölskylduna,“ segir Sævar. „Hraðatakmarkanir hafa gefið mjög góða raun erlendis og rannsóknir sýna að þetta stuðlar að auknu umferðaröryggi.“ Sverrir er ósammála og telur breytinguna stórauka hættuna í umferðinni. Hann bendir á að víða erlendis séu aðstæður öðruvísi en hér. „Að pallbílarnir komist ekki yfir níutíu verður beinlínis hættu- legt. Á þjóðvegunum er ómögulegt fyrir þá að lenda fyrir aftan bíla sem keyra hægt þar sem það tekur langan tíma að vinna sig fram úr með þessum hætti,“ segir Sverrir. „Slysahættan eykst verulega þar sem óábyrgir ökumenn fara að taka fram úr í auknari mæli og aukin hætta að þeir lendi framan á einhverjum. Slíkt hefur ekki gefið góða raun hingað til.“ Aðspurður segir Sævar mikið hafa verið leitað til Umferð- f ^ Ekki yfir níutiu Um aramot verða settar hraðatakmarkanir á alla þunga pallbila og eftir það komast þeir ekki yfir niutiu J Bílainnflytjendur segja þetta mismunun sem muni stórauka * hættuna í umferðinni. Jólasýning í Galleríi Fold Verk eftir fjölmarga listamenn gallerísins Kringlunni, 2. hæ&, sími 5680400 Rau&arárstíg 14, sími 5510400 • www.myndlist.is Gallerí Fold • Rauðarárstíg og Kringlunni

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.