blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 27
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 35 Dagur íslenskrar tónlistar í dag Blásið til sóknar Þau hagsmunafélög tónlistargeir- ans sem hafa sameinað krafta sína í heildarsamtökunum Samtóni hafa nú tekið höndum saman með fjölmiðlum og fleiri aðilum í þeim tilgangi að endurvekja dag íslenskr- ar tónlistar sem var í heiðri hafður áður fyrr. Islensk tónlist nýtur vissu- lega margvíslegrar athygli á hverj- um einasta degi en hugmyndin er að helga íslenskri tónlist einn ákveð- inn dag á hverju ári og vekja athygli á því sem er í brennidepli hverju sinni. Þriðjudagurinn 12.12.2006 hefur orðið fyrir valinu að þessu sinni en ætlunin er að festa dag ís- lenskrar tónlistar í sessi og halda hann hátíðlegan með reglulegum hætti næstu árin. Blásið verður til enn frekari sóknar næsta sumar til að efla íslenska tónlistarútgáfu og tónlistarflutning utan hinnar hefð- bundnu jólavertíðar. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á að reyna að dreifa útgáf- unni eins og hægt er þó svo að meginþungi hennar falli á vikurn- ar og mánuðina fyrir jólin. Þegar meðfylgjandi listi yfir 25 söluhæstu íslensku hljómplöturnar það sem af er árinu er skoðaður kemur margt áhugavert í ljós. Fjöldi titla sem fylla efri hluta listans kom út síðast- liðið sumar og það vekur einnig at- hygli að nokkrar plötur sem komu út á síðasta ári hafa selst ágætlega á þessu ári. Svona leit staðan út fyrir helgina, en nýjustu plöturnar sækja hratt upp listann og eiga væntan- lega eftir að yfirtaka efstu sætin áð- ur en árið er liðið, enda mikil sala þessa dagana. Mest seldu plötur ársins til þessa 1. Ýmsirflytjendur: 100 íslensk jólaög 2. Ýmsir flytjendur: 100 islenskir sumarsmellir 3. Ýmsir flytjendur: (slensk ástarlög 4. Papar: Papará balli 5. Ýmsir flytjendur: Söngvakeppni Sjónvarpsins 2006 6. Baggalútur: Aparnir í Eden 7. Ýmsir flytjendur: Pottþétt 40 8. Bubbi Morthens: Lögin mín 9. Ýmsirflytjendur: Pottþétt4t . 10. Bubbi Morthens: 06.06.06 11. Ýmsir flytjendur: Eurovision Song táoptest 2006 12. Guörún Gunnarsdóttir og Friörik Ómar: Ég skemmti mér í sumar 13. Sigur Rós: Takk 14. Latibær: 20 bestu Latabæjarlögin 15. EmillanaTorrini: Fisherman'sWoman 16. Ampop: My Delusions 17. Hjálmar: Hjálmar 18. JeffWho: Death Before Disco 19. Stebbi og Eyfi: Nokkrar notalegar ábreiöur 20. Lay Low: PleaseDon't Hate Me 21. Ýmsir flytjendur: 100 vinsæl lög umástina 22. Mugison: Little Trip To Heaven 23. Raggi Bjarna: Vel sjóaður 24. Björgvin Halldórsson: Ár og öld 25. K.K.: Blús Bubbi Morthens Dagur íslenskrar tónlistar verð- ur sennilega til að auka spilun á íslenskri tónlist á útvarpsstöðvunum. aÍIS! HÖFUM FLUTT SKRIFSTOFUR OKKAR AÐ FORNUBÚÐUM 5. MEST hefur flutt skrifstofur sínar frá Malarhöfða 10 að Fornubúðum 5 í M Hafnarfirði. Þarverðureinnig vöruhús MEST. f, «1 j STÆRRA OG MEIRA MEST Malarhöfða 10, Bæjarflöt 4, Reykjavík / Hrísmýri 5, Selfossi / Leiruvogi 2, Reyðarfirði / Bæjarhrauni 8, Hringhellu 2, Kaplahrauni 2-4, Fornubúðum 5, Hafnarfirði / MEST / Sími 4 400 400 / www.mest.is VETUR NÝR GRAND VITARA Verð frá 2.790 þús. XL-7 Verö frá 3.190 Swift 4X4 Verð 1.749 þús. SX4 Verð 2.089 þús. $ SUZUKI ...er lífsstíll! SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.