blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 20
 20 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 bla6iö Nytsamar jólagjafir Slakandi lavenderolía og lavenderbað notaleg gjöf I ljósi þeirra upplýsinga sem lágu fyrir... Undanfarnar vikur hefur komið upp nokkuð sérstakt dæmi í þjóð- málaumræðunni þar sem rökvilla leikur stórt hlutverk. Slík umræða er dæmd til að vera í skötulíki og ekki til þess fallin að auka veg- semd ræðumanna. Tilefnið voru orð Jóns Sigurðssonar á dögunum þar sem hann sagði að ákvörðunin ríkisstjórnarinnar um að styðja innrásina í írak hefði verið röng. Þessi fullyrðing Jóns vakti víða mikla ánægju og var líkt við að fargi hefði verið létt af samvisku framsóknarmanna. Hvað skal segja? Það var ekki bara hjá Framsókn- arflokknum sem þessi yfirlýsing vakti ánægju, heldur víðar um sam- félagið. Meðlimir þingflokks Sjálf- stæðisflokksins voru m.a. spurðir að því hver afstaða þeirra væri nú til málsins og eins og fyrir galdur þá svöruðu nánast allir á sömu lund. Svarið var á þá leið að miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar undirbúningur við innrás- ina stóð sem hæst var ákvörðunin rétt. Þótt síðar hafi komið í ljós að ákvörðunin var byggð á blekk- ingum og villandi upplýsingum. Stoke er djók! Þetta er rökvilla, kæru lesendur. Með sömu forsendum er hægt að segja að verðbréf í deCODE hafi verið góður kostur miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á mark- aðinum áður en gengið hrundi. Með sömu rökum er hægt að segja að fjárfesting í Stoke hafi verið Teitur Atlason frábær kostur í ákveðinni viku fyrir nokkrum árum. Ákvarðanir eru alltaf dæmdar út frá fenginni reynslu en ekki út frá reynslu af einhverju tímabili. Spurningin er ekkert flókin. Var rétt að styðja inn- rásina inn í írak? Já eða nei! Fáviska eða undirferli? Það er í besta falli fáviska að svara á þann hátt sem lýst er hér að ofan og í versta falli er þetta tilraun til þess að réttlæta stuðning ríkisstjórn- arinnar í þeirri von að fólk fatti ekki rökvilluna sem að baki liggur. Sennilega eru viðbrögð þingmanna stjórnarflokkanna sambland af þessu tvennu. Af sama meiði er til- svar Björns Bjarnasonar þegar hann segir að það sé óskhyggja og stæri- læti að halda að íslendingar hefðu getað komið í veg fyrir þessa innrás. Þarna er Björn vísvitandi að fara með málið á villugötur. Málið hefur aldrei snúist um það hvort íslend- ingar hefðu úrslitaáhrif á ákvörðun um innrás í Irak heldur snýst málið um stuðning íslendinga við þessa blóðugu innrás. Þetta veit Björn vel og furðulegt að hann haldi þessum ósannindum fram. Það er sorglegt til þess að hugsa að þingmenn stjórnarflokkana séu svo mikil hjarðmenni að skoða ekki einu sinni hvort flokkslínan standist einföld rök, heldur jarmi sömu vitleysuna hver á eftir öðrum. Athyglisvert er að þessari rökleysu var haldið fram af ráðherrum og allt niður í þingmannsefni sem stóðu í prófkjörsbaráttu. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar menntamálaráðherra hélt þessari rökvillu fram með yfirlætislegum þjósti (sem kallast á þingmanna- máli ,,festa“) sem mörgum þykir svo smart. Það er vonandi að þing- menn noti jólafríið sitt til að leysa myndagátu Moggans eða fari í aðra heilaleikfimi því svona vanhugsun er ekki þingmönnum sæmandi. Höfundur er útgefandi Eimreiðarinnar. Handáburðurog fótakrem nytsöm jólagjöf. Útsölustaöir: Heilsuhúsin, Lyfja, Apótekið, Lyf og heilsa, Apótekarinn, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Heisuhornið Akureyri, Blómaval, Lyfjaval, Hagkaup, Fífa, Árbæjar apótek, Rima apótek og Garðs apótek Fátækt barna Um helgina fékk ég loks skýrslu forsætisráðherra sem við óskuðum eftir, nokkrir þingmenn Samfylk- ingarinnar, fyrir nær tveimur árum síðan eða 4. apríl 2005. Það kom mér á óvart þegar ég grennslaðist fyrst fyrir um málið að þessar upplýsingar lægju ekki á lausu því OECD hefur mælikvarða um fátækt barna og Evr- ópusambandið líka. Við mælum þau viðfangsefni sem við höfum áhuga á en einu tölurnar sem ég fann um efnið voru úr skýrslu Stefáns Ólafs- sonar frá því á síðasta áratug. Von- andi verður skýrslubeiðni okkar til þess að hér eftir verði fátækt barna mæld reglulega og með henni fylgst. Skýrslan var tilbúin sl. vor en þá var ákveðið í forsætisráðuneyt- inu að stinga henni undir stól. Við lögðum svo beiðnina fram í þriðja sinn á þessu þingi og fengum skýrsl- una ekki í hendur fyrr en síðasta dag þingsins en þá týnast nú mörg athyglisverð mál í flóðinu. Skýrsluhöfundar leitast við að draga úr vandanum og af lestri hennar mætti ráða að hér væri allt með ágætum. En þegar rýnt er í sam- anburð við hin Norðurlöndin kemur í ljós hve miklu algengari fátækt er Fækkun fá- tækraþarfað vera forgangs- verkefni Umrœðan Helgi Hjörvar hér en þar. Athyglisverðast er þó að bera skýrslubeiðni okkar saman við skýrsluna því í henni eru fjölmargar spurningar sniðgengnar. Sumar kannski vegna skorts á göngum eða rannsóknum, einsog um hlutfall barna innflytjenda í þessum hópi eða menntun foreldra. Sama kann að eiga við um dreifingu um landið og eru þetta þó allt upplýsingar sem afla hefði mátt á tveimur árum tæpum. En beinni spurningu um samanburð við Norðurlönd er ekki svarað vegna þess að forsætisráð- herra veit að það er mjög óhagstæður samanburður. Spurningum um fjár- hagsstuðning við barnafólk er ekki svarað af sömu ástæðu, þeirri að forsætisráðherra veit að hann er hér mun minni en í nágrannalöndunum og það skýrir að stórum hluta fátækt barna á íslandi, hún er einfaldlega afleiðing af rangri pólitískri for- gangsröð. Þó má lesa með talsverðri fyrirhöfn óbein svör við þessu úr töflu yfir alþjóðlegan samanburð. Auk þess er spurningum um áhrif fá- tæktar á heilsu, tómstundaiðkun og íþróttastarf ósvarað, einsog mörgu öðru. Óskandi er að skýrslan verði til þess að fleiri leiti svara og reyni að greina hag barna á Islandi frekar. En svör Geirs Haarde við spurningum sem fyrir hann eru lagðar getur hver dæmt fyrir sig með því að lesa skýrslubeiðnina sem hér fylgir og svo skýrsluna sjálfa. Þannig væri t.d. athyglisvert að sjá hver staða okkar er í þessum efnum miðað við skilgreiningu ESB. Það er þó ekki aðalatriðið, heldur hitt að auka fjár- hagsstuðning við fátækar barnafjöl- skyldur á Islandi. Við getum fækkað fátækum börnum á íslandi um a.m.k. 2000. Við sjáum að um aldamót var hlut- fall fátækra barna á hinum Norður- löndunum frá 2,4%-3,6%. t okkar litla samfélagi þar sem við höfum betri yfirsýn og búum við sterkan efnahag getum við gert betur en þau eða a.m.k. jafn vel. Það gerum við einfaldlega með því að beita pól- itískri forgangsröðun i sköttum og bótum þannig að hún þjóni frekar því markmiði að fækka fátækum börnum en létta byrði þeirra sem best hafa það. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Mundu eftir að finna bflta ffroii áður en þú kaupir dekh! Smurþjónusta Alþrif Rafgeymar) v Dekkjaþjónusta ^ www.bilko.is www.hasso.is Car-rental / Bílaleiga Sími: 557-9110 Vetraraekk - Heilsarsdekk - nagladekk - loftboludekk Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.