blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 12.12.2006, Blaðsíða 18
blaðiö blaöið Útgáfufélag: Arog dagurehf. Stjórnarformaður: SigurðurG.Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: BrynjólfurÞórGuðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúar: Elln Albertsdóttirog Janus Sigurjónsson Stopp Ráðherrar hafa falast eftir ábyrgð. Með störfum sínum hafa þeir óskað eftir að bera ábyrgð. Þess vegna bera þeir ábyrgð og það er alvara að takast á við það sem ráðherrar hafa tekið að sér. Þess vegna eru þeim borguð fín laun og þess vegna hafa þeir sjálfir getað réttlætt ofureftir- laun. Það er alvara að bera ábyrgð. Og þar sem ráðherrar hafa beinlínis óskað eftir ábyrgðinni er ekki úr vegi að benda þeim á það sem okkur hinum þykir á vanta til að ráðherrarnir standi undir þeirri ábyrgð sem þeir hafa sóst eftir og fengið. Hörmuleg banaslys í umferðinni eru alltof tíð. Sú sára staðreynd kallar á aðgerðir til að lágmarka mannskaða og í sorginni er líka hægt að spyrja, hvers vegna? Hvers vegna var ákveðið að verja óhemju af peningum til að gera Héðinsfjarðargöng þegar mest eknu þjóðvegir landsins eru lífshættulegir, svo hættulegir að á þeim hafa á skömmum tíma orðið svo hörmuleg slys, að flesta fslendinga setur hljóða. Það er eitt að fá ekki þægindi, annað að fá að aka með sem minnstri lífshættu. Þess vegna er æskilegt að ráðherrar hafi dómgreind til að raða rétt, láta neyðina ráða, óþægindi og tímaeyðsla komi þar á eftir. Fleiri spurn- ingar koma fram, til að mynda hvað megi afleggja margar einbreiðar brýr fyrir þá peninga sem brenndir eru upp í vonlausri umsókn að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Sama er að segja um sendiráðin öll, sendiherrana sautján sem Davíð Oddsson skipaði og svo margt og svo margt í okkar samfélagi sem okkur þegnana varðar ekkert um, en ráða- mennirnir okkar kjósa að brenna peningum í hluti sem okkur hinum er fyrirmunað að skilja hvers vegna. Ráðherrar hafa kallað eftir ábyrgð og þeir verða þá að bera hana. Kosningar eru framundan og þær skulu sko ekki snúast um rekstrar- form Ríkisútvarpsins, og þær skulu ekki snúast um einstaka dekurmál ráðherra eða þingmanna. Það er margt sem betur má gera og stjórn- málamenn skulu ekki sleppa frá ákvörðunum um bætta þjóðvegi. ís- lendingar vilja ekki lengur búa við það óöryggi sem nú er. Dauði eins okkar er sorg okkar allra og það verður að ráðast að vandanum, fram- kvæma og gera okkur kleift að ferðast af meira öryggi en nú er. Hvað sem hver segir er vandinn mestur hér næst höfuðborginni. Um- ferð um vegina er eflaust langtum meiri en þeir hafa verið hannaðir til að bera. Deilur um ágæti tveir plús tveir-vega eða tveir plús einn-vega mega ekki tefja aðgerðir. Þess vegna gerir ráðherrann best með því að hefjast handa strax þannig að þingið geti samþykkt framkvæmdir á þeim fáu vikum sem þingmenn mæta til vinnu eftir áramót. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegísmóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Simbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadelld: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins 18 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 ■\}JnV/ W'olvj/ RÓLEGuR/ fiÍKi-p HÉPtW í FR-4 TYHiR H StM ERU &°Saí-bGa J&'hjÉ LStiM/láT TiL oieieun MríK/t W ^oo. KaLL • n $YY*Ktf> FioKK^ Sóknarfæri jafnaðarmanna Um helgina var samþykktur á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi framboðslisti flokks- ins fyrir næstu Alþingiskosningar. Niðurstaðan er afar sterkur framboðs- listi sem speglar vel samsetningu og íbúa kjördæmisins. Konur eru í meirihluta, u konur og níu karlar, á listanum. Mikið er af ungu fólki og líklega er þetta yngsti framboðslisti á landinu. Guðný Hrund Karldsóttir kemur ný inn í fjórða sætið. Baráttusætið. Hún er viðskiptafræðingur úr Reykjanesbæ með mikla reynslu í farteskinu frá því að hún var sveitarstjóri á Raufarhöfn. Um framboð hennar er einhugur og samstaða og óska ég henni til ham- ingju með að vera komin í þennan sterka hóp jafnaðarmanna. Sigurlisti Samfylkingarinnar í Suð- urkjördæmi er yfirskrift okkar fyrir kosningarnar í vor. Við munum tefla til sigurs og nota þá 150 daga sem til kosninga eru til hins ítrasta. Ragn- heiður Hergeirsdóttir ákvað að taka starfi bæjarstjóra í Árborg og stóð þvf upp úr fjórða sæti listans. Mikil eftir- sjá er að henni en hún gegnir nú stóru embætti sem styrkir flokkinn og kjör- dæmið allt verulega. Jafnaðarstefnan á nú sögulegt tæki- færi. Eftir áratug gróðahyggju og stórkapítals er meiri þörf á gildum sígildrar jafnaðarstefnu en nokkru sinni fyrr. Stéttskipting og efnalegur mismunur barna er orðinn að stóru vandamáli í grunnskólum landsins. Það undirstrikar skýrslan um fátækt barna á íslandi. Aukinn jöfnuður í tekjudreifingu og gæðum er meginhlutverk okkar jafnaðarmanna. Því stóra og fjar- læga markmiði náum við með því að breyta skattkerfinu, standa vörð um stéttlausan grunnskóla og eitt heilbrigðiskerfi fyrir alla landsmenn. Óháð efnahag. í því sambandi eigum við hiklaust að skoða upptöku skóla- búninga í grunnskólunum okkar. Tvöfaldur Suðurlandsvegur Eitt af stóru verkefnunum í héraði er tvöföldun Suðurlandsvegar. Þver- pólitísk samstaða er um málið í héraði og ekki var hægt að skilja samgöngu- ráðherra öðruvísi en svo að hann væri að gefa eftir og tæki undir það að tvö- falda skyldi veginn á næstu fjórum til fimm árum þegar við ræddum málið á Alþingi í síðustu viku. Björgvin G. Sigurðsson En hvað ef rýnt er í orð og athafnir samgönguráðherra? Kallar hann til baka útboð Vegargerðarinnar á tveir plús einn-vegi sem á að duga til 2030 samkvæmt frétt á heimasíðu Vega- gerðar frá 15. nóvember þessa árs og setur undirbúning tvöföldunar af stað? Nei, það er ekki kallað til baka og ef ég skil atburðarásina rétt þá á að fara f 2 plús i-framkvæmdina með vír á milli. Ljúka þeim vegi á næstu miss- erum og stefna síðan að því að bæta fjórðu akreininni við þá framkvæmd eftir einhver ár eða áratugi. öðruvísi er ekki hægt að skilja fram- vindu málsins. Ráðherra leiðréttir ef misskilningur er á ferðinni. Rangfærslur og staðleysur Vír sem víða um lönd er verið að bannaog takauppendaskaparhann hættu á alvarlegum slysum þó hann þjóni einnig tilgangi með aðskilnaði akreina. Þá skiptir miklu máli að á fjölförnum vegi þar sem er tvöfaldur hámarkshraði, fyrir fólksbíla annars- vegar og flutningabíla hinsvegar, er tveir plús einn ekki viðunandi lausn. Afar misvísandi tölur hafa verið á kreiki um kostnað við breikkun/ tvöföldun vegarins. Kostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir og þarf engum blöðum um hann að fletta. Tilraunir til að setja í loftið himinháar tölur um að tvöföldun kosti 12 milljarða og tveir plús enn átta milljarða eru áróð- ursbragð andstæðinga framkvæmd- arinnar settar fram til að drepa um- ræðunni á dreif. í svari samgönguráðherra við fyr- irspurn minni í mars árið 2005 um kostnað við tvöföldun segir að kostn- aður verði á bilinu 5-7 milljarðar við tvöföldun en um tveir milljarðar við þrfgreiningu. Rétt skal vera rétt. Staðleysur um kostnað eru ekki annað en blekk- ingar og þær ber að hrekja. Nú er að tala skýrt. Hvað segja Árn- arnir Johnsen og Mathisen í forystu Sjálfstæðisflokksins? Ætla þeir að beygja sig fyrir samgönguráðherra eða hvað? Nú skulu stóru orðin standa. Fyrir viku voru afhentar 25.000 undirskiftir til stuðnings tvöföldun vegarins. Það var þarft framtak og afar vel heppnað. Nú þarf sam- gönguráðherra að svara til um raun- verulegar fyrirætlanir stjórnvalda í málinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Klippt & skorið Hræringar á blaöamarkaði eru mörgum hugleiknar þessa dagana, ekki sfst fjölmiðlafólki og eru bloggar landsins stappfullir af vangaveltum um næstu skref. Björn Ingi Hrafnsson (bjorningi.blog.is) er einn þeirra, sem ekki stand- ast freistinguna að stinga niður penna um þessi efni og kveður upp úr með það, að blaðamannaveikin sé skæður sjúkdómur, en sjálfur er hann með mikla reynslu af fjölmiðlun þrátt fyrir ungan aldur. Úr textanum má vel lesa að Bingi er allur á iði vegna gróskunnar í fjölmiðlum og svo minnir hann á að Þorsteinn Pálsson hafi alla tíð - líka meðan hann var forsætisráðherra - titlað sig blaðamann f sfmaskránni, enda hafi komið á daginn að ritstjóraferii hans lauk hreint ekki á Vísi heitnum. Segir Björn Ingi enda erfitt að halda blaðamannaveikinni í skefjum. Ætli honum hafi verið boðið starf nýlega? w Iþví samhengi má svo auðvitað minna á að Össur Skarphéðinsson hefur jafnan sam- tvinnað sinn pólitíska feril blaðamennsku, m.a. sem ritstjóri á Þjóðviljanum og síðar á DV. Á ýmsu hefur svo gengið á stjórnmálaferlinum, en upp á síðkastið hefur hann notað vefinn (ossur.hexia. net) til þess að svala blaða- mannabakteríunni. Veitir varla af því hann mun hafa fengið álitleg starfstilboð í fjölmiðlaheiminum, en afþakkað til þess að einbeita sér að þingstörfum, sem honum finn- ast víst ekki síður skemmtileg. Annars er gróskan f fjölmiðlum ekki hvað síst f bloggheimum þessa dagana, jafn- vel svo að klippari hefur látið til sín taka á þeim vettvangi (andres.blog. is). Morgunblaðið hefur tekið afgerandi forystu á því sviði og hafa flestir umsvifamestu bloggararnir verið að færa sig þangað. Miðað við vinsælda- listann (www.mbl.is/mm/blog/top.html) er Steingnmur Saevarr Ólafsson (saevarr.blog. is) langvinsælastur, en á hæla hans koma þeir Sigmar Guðmundsson í Kastljósi (sigmarg. blog.is) og Guðmundur Magnússon sagn- fræðingur (gudmundurmagnusson.blog.is), sem ervíst með blaðamannaveikina líka. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.