blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006
blaöið
VEÐRIÐ í DAG
ÁMORGUN
VÍÐA UM HEIM
Víða bjart
Dálítil snjókoma eöa él á Norður- og
Austurlandi, annars úrkomulítið og víða
bjart veður. Frost 0 til 12 stíg', káídast í
uppsveitum suðvestanlands.
Léttskýjað
Hæg norðvestlæg eða
breytileg átt. Él við norð-
urströndina, annars létt-
skýjað. Frost 0 til 8 stig,
en 10 til 15 í innsveitum.
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Dublin
Frankfurt
16
12
14
10
8
9
7
Glasgow
Hamborg
Helsinki
kaupmannahöfn
London
Madrld
Montreal
9 New York
11 Orlando
5 Osló
10 Palma
13 París
9 Stokkhólmur
4 Þórshöfn
9
w
6
19
6
10
6
Svíþjóð:
Klósettpappír-
inn loks búinn
Lögreglustöðin í Hagfors
í Svíþjóð hefur neyðst til að
kaupa klósettpappír i fyrsta sinn
eftir að hafa verið með nægar
birgðir síðustu tuttugu árin.
Mistök í pöntun árið 1986 ollu
því að lögreglustöðin sat uppi
með tuttugu bretti af klósettpapp-
ír í stað tuttugu pakka. Lögregla
íhugaði á sínum tima að skila
pappírnum, en taldi slíkt of
tímafrekt og kostnaðarsamt.
Stúlka slasast:
Missti tönn í
trylltum dansi
Lögreglan var kölluð upp í
Breiðholt á miðvikudaginn vegna
sjö ára gamallar stúlku. Hún
hafði verið að dansa með vini sín-
um innandyra þegar hún missti
fótanna í snúningnum og datt.
Stúlkan missti tönn við fallið
og önnur losnaði. Stúlkan var
þó ekki sú eina sem slasaðist
þennan dag því lögreglan fékk
einnig tilkynningu um áttræð-
an mann sem fótbrotnaði.
íslendingar snemma á ferðinni:
Jólatrén að klárast
Jólabækur:
95 prósenta
verðmunur
Allt að 95 prósenta verðmunur
var á nýjum jólabókum þegar
verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð
í bókaverslunum og stórmörk-
uðum í fyrradag.
Office 1 var oftast með lægsta
verðið eða á 36 titlum af þeim
37 sem kannaðir voru. Á öllum
titlum reyndist yfir 50 prósenta
munur á hæsta og lægsta verði
en í flestum tilvikum 60 til 65
prósent. Hæsta verðið var oftast
í Bókabúð Máls og menningar
á Laugavegi og í Pennanum Ey-
mundsson í Kringlunni.
■ Fyrstur kemur fyrstur fær ■ Von á aukasendingu fyrir helgina
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Það er allt að verða vitlaust hjá
okkur og salan hefur þrefaldast frá
því í fyrra. Færri tré virðast vera í
umferð og ég man ekki annað eins.
Nú fer hver að verða síðastur að ná
sér í tré,“ segir Trausti Gunnarsson,
umsjónarmaður jólatréssölu Blóma-
vals í Grafarvogi.
Færri virðast selja jólatré nú í sam-
anburði við síðustu ár. Samkvæmt
heimildum eru jólatrén víða að
klárast og styttist í að þau verði upp-
seld. Trausti á von á gámi af trjám í
aukasendingu þar sem lagerinn var
nánast uppurinn. Hann telur líklegt
að hann muni eiga tré á lager yfir
helgina sem framundan er en óljóst
sé með næstu viku.
„Þetta er alveg ótrúlegt ævintýri
hvernig salan hefur verið. Lætin
eru svo mikil að grunnlagerinn er
að klárast. Þetta sleppur alveg nú
um næstu helgi,“ segir Trausti.
Pöntuðu aukalega
Eirikur Sæland, garðyrkju-
maður í Garðheimum og umsjón-
araðili jólatréssölunnar, segir
fyrirtækið hafa pantað töluvert
aukalega af trjám þar sem mun
færri seljendur yrðu á mark-
aðnum í ár. Hann segir söluna
hafa gengið vonum framar. „Við
eigum nóg af trjám ennþá. Ég
gæti trúað því að lítið sé til því
það eru færri á markaðnum núna,
en við reiknuðum með því,“ segir
Eiríkur. „Helgin ræður úrslitum
um ástandið og ekki víst að við
munum eiga tré fram á síðasta
dag. Ég mæli með því að fólk sé
snemma á ferðinni núna til að
tryggja sér tré.“
Seldust upp í fyrra
Ásgerður Einarsdóttir, umsjón-
armaður jólatréssölu Flugbjörg-
unarsveitarinnar.segirjólatréssöl-
una hafa farið óvenjuvel af stað í
ár. Hún bendir á að í fyrra hafi öll
tré selst upp á Þorláksmessu en i ár
gæti það verið fyrr. „Við reynum
alltaf okkar besta og þetta byrjar
mjög vel. Furan er sérstaklega fal-
leg í ár og til að tryggja sér hana
er gott að mæta snemma," segir
Ásgerður. „Ég býst við miklu fjöri
núna um helgina og treysti mér
ekki til að lofa því að tré verði til
þegar nær dregur jólum.“
Mjólka:
Úrskurður
staðfestur
Áfrýjunarnefnd samkeppn-
ismála hefur staðfest úrskurð
Samkeppniseftirlitsins um að
Osta- og snijörsalan hafi brotið
samkeppiiislög með því að mis-
nota markaðsráðandi stöðu sína.
Segir í úrskurði áfrýjunar-
nefndarinnar að Samkeppniseft-
irlitið hafi leitt i ljós að Osta- og
smjörsalan hafi í október í
fyrra sett upp annað verð á
undanrennudufti fyrir Mjólku
en Ostahúsið. Þar með hafi við-
skiptavinum verið mismunað
og staðfesti áfrýjunarnefndin
þann úrskurð.
Forsetabíllinn:
Örlög bílsins
enn óráðin
Örlög fyrsta forsetabílsins
eru enn óráðin. Bílasmiður sem
stóð í endurbótum á bílnum
hefur sent greiðslukröfu á emb-
ætti forseta Íslands, Bílgreina-
sambandið og Þjóðminjasafnið,
þar sem hann hótar að selja
bílinn á uppboði.
Fulltrúar þessara þriggja
stofnana hafa á undanförnum
vikum fundað um mögulegar
málalyktir en enn hefur engin
niðurstaða fengist. Ekki er
reiknað með neinum máls-
lyktum fyrr en eftir áramót.
Seiður lands og sagna IV
Fjórða bókin
í hinum
glæsilega
bókaflokki
Gísla
Sigurðssonar
blaðamanns
og ritstjóra.
í þessari bók
er fjallað um
Mýrar og
Snæfellsnes.
Eins og í fyrri
bókum er efnið
sótt í sögu
þjóðarinnar frá
landnámi til
okkar tíma. Á
fimmta hundrað
ljósmyndir, málverk, teikningar
og kort prýða bókina.
Glæsilegt afrek í
íslenskri bókargerð
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 R.
skrudda@skrudda.is
Spað 1 jolaveðrið:
Grámóskuleg jól
Jólin verða grámygluleg á höfuð-
borgarsvæðinu en góðar líkur eru á
því að norðanmenn njóti jólasnjós
yfir hátíðarnar. Þetta er álit Sigurðar
Þ. Ragnarssonar veðurfræðings.
„Mér sýnist á öllu að Norðlend-
ingar verði með hvítan heilagleika á
jörðinni, þeir fá jólagjöfina í ár.“ Sig-
urður er ekki bjartsýnn á að íbúar
höfuðborgarsvæðisins njóti hvítra
jóla. „Við verðum með hita um eða
yfir frostmarki og ef einhver úr-
koma fellur verður hún tiltölulega
blaut. Þetta verða grámóskuleg jól.“
Sigurður segir að á suðvesturhorn-
inu verði hæglætisveður og að þessir
tíðu stormar sem hafa skollið á
landsmenn undanfarnar vikur séu
ekki í kortunum eins og stendur.
„Ef ekki verða kollsteypur í þessu
þá erum við að horfa upp á fremur
hægan vind, eitthvað suðrænt
ættaðan, með úrkomu, sennilega
skúrum eða slyddu á aðfangadag í
höfuðborginni. Fyrir norðan á ég
frekar von á því að sú úrkoma falli
sem snjór.“
Þórólfur Jónsson, forsvarsmaður
Veðurklúbbsins á Dalvík, tekur í
svipaðan streng og Sigurður. „Þetta
verða frekar dökk jól sunnanlands
en svona skjöldótt fyrir norðan en
um áramótin verður mjög þokka-
legt veður víða um land.“
Snjólaus aðfangadagur ibúar höf-
udborgarsvæðisins sem þrá hvit jói
verða fyrir vonbrigðum þetta árið.
■VifSCÍPj' t Íí í' (/••<? ' , ;
■~mt££'wrý..