blaðið - 15.12.2006, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006
blaðið
Macfnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslyndra:
Eg ætla ekki að víkja baráttulaust
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
„Núna getum við farið að einbeita
okkur að flokksstarfinu og það er
mjög gott. Það var nánast lamað á
meðan þetta gekk yfir,“ segir Magnús
Þór Hafsteinsson, varaformaður
Frjálslynda flokksins, i tilefni leyfis
Margrétar Sverrisdóttur, fram-
kvæmdastjóra flokksins, fram yfir
landsþing í lok janúar.
„Það segir sig sjálft að það skapast
erfitt ástand þegar maður er með
framkvæmdastjóra sem vitað er að
er á fullu í að búa sér til einhverja víg-
stöðu til að geta hjólað í mann í fram-
boði seinna meir á landsþinginu.“
Margrét Sverrisdóttir segir að nið-
urstaðan um að hún færi í launað
leyfi, sem greint var frá eftir mið-
stjórnarfund Frjálslynda flokksins
í fyrradag, hafi í raun náðst á sátta-
fundinum í síðustu viku. „Það máeig-
inlega segja það þótt maður væri ekki
með allt í hendi þannig séð. Forystan
samþykkti launað leyfi en svo var ós-
kað sérstaklega eftir því að ég sinnti
ýmsum verkefnum, eins og skipulagn-
ingu landsþings að hluta. Bara það
að ég taki þátt í undirbúningi lands-
þings ætti að tryggja á báða bóga að
engin tortryggni skapist. Ég mun
einnig ganga frá bókhaldi og skýrslu
framkvæmdastj órnar.“
Fyrir nokkrum vikum
lýsti Margrét því yfir
að það færi eftir
þróun mála hvort
hún byði sig fram í
embætti formanns
eðavaraformanns.
„Miðstjórnarfund-
urinn var mjög góður ,
fundur. Farið var
Til í slaginn Magnús Þór
Hafsteinsson, varaformaður
Frjálslynda flokksins.
hreinskilnislega fyrir þessa ólgu sem
hefur verið þótt menn hafi í sjálfu sér
ekki verið að útkljá
málin. En ég
ætla að gefa
mér tíma
tilaðíhuga
hvort ég
bjóði mig
fram. Það
hafa margir
hvatt mig
til að
g e f a
kost á
mér í for-
Gefur sér tíma Margrét
Sverrisdóttir, framkvæmda
stjóri Frjálslynda flokksins.
ystuna um nokkra hríð.”
Það er mat Margrétar að málefna-
ágreiningur verði flokknum ekki
mikið til trafala á næstunni. „Það fer
bara eftir því hvernig málin þróast. “
Magnús Þór kveðst ekki koma auga
á neinn málefnaágreining. „Margrét
fagnaði umræðunni um innflytj-
endur þegar hún kom fram á sínum
tíma en sneri svo við blaðinu. Ég tel að
það sé verið að búa til málefnaágrein-
ing til að geta farið í kosningar. Ég tel
augljóst að hún stefni á embætti for-
manns eða varaformanns. Það verður
tekið á móti henni þar. Ég ætla ekki
að víkja, ekki baráttulaust."
—
Fjölskylduspil arsins
„Mikið fjör og öil mín reynsla bar soninn ofurliði. Frábært spil
Guðni Bergsson
„Ég og dætur mínar elskum þetta spil en af hverju tapa ég alltaf?"
Valtýr Björn Valtýsson
HAGKAUP
SkemtntlUgAjt Á& vírfit^
vodafone
: ■•■; • ■ :■ .".■•■. .■■■',
Svíþjóð:
íbúar Fjuckby
langþreyttir
tbúar sænska smábæjarins
Fjuckby eru orðnir langþreyttir á
öllum þeim kynferðislegu athuga-
semdum sem þeir fá frá fólki þeg-
ar greint er frá nafni heimabæj-
arins og vilja nú nafnbreytingu.
I bænum, sem er norður
af Uppsölum, búa sextíu
manns og nú krefjast 21 íbúi
þess að nafninu verði breytt
í hlutlausara nafn, Fjukeby.
„Þetta er einfaldlega orðið þreyt-
andi. Við viljum ekki að nafn bæj-
arins verði umtalsefni þegar við
hittum annað fólk,“ segir Katrina
Flensburg sem fer fýrir hópnum.
Samgöngur
Hvalfjarðar-
göng stækki
Ríkisstjórn og Alþingi ættu
að tryggja nú þegar fjármuni
til að tvöfalda þjóðveginn um
Kjalarnes og undirbúa stækk-
un Hvalfjarðarganga í beinu
framhaldi af því. Þetta er skoðun
bsejarstjórnar Akraness.
I samþykkt bæjarstjórnar
segir að umferð um Kjalar-
nes og í Hvalfjarðargöngum
hafi aukist um tólf til fjórtán
prósent á ári undanfarin ár eða
Íangt umfram landsmeðaltal.
SMÁAUGLÝSINGAR
KAUPA
/SELIA
blaöiðs
SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET