blaðið - 15.12.2006, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006
blaðiö
Sögur af okkur Allaböllum
Bjarni Harðarson er góður sögu-
maður og frásagnargleði hans er
einlæg og tær. Ekki er hann síðri
frambjóðandi. Sagnfræðiþekking
hans er hins vegar umdeilanleg,
alla vega virðist honum hafa yfir-
sést stórlega í síðustu grein sinni
hér í Blaðinu í síðustu viku.
Þar segir hann Alþýðuflokkinn
endurborinn í Samfylkingunni
og segir því til staðfestu að með
Margréti Frímannsdóttur og Jó-
hanni Ársælssyni séu síðustu full-
trúar Alþýðubandalagsins horfnir
úr Samfylkingunni.
Honum virðist, viljandi eða
óviljandi, yfirsjást þingmennirnir
Helgi Hjörvar, Björgvin G. Sigurðs-
son, Katrín Júlíusdóttir, Anna
Kristín Gunnarsdóttir, Mörður
Árnason og undirritaður. Þá sést
honum ekki síður yfir verðandi
þingmenn Samfylkingarinnar úr
Norðvestur- og Suðurkjördæmi.
Þá mætu frambjóðendur Guð-
bjart Hannesson, Karl V. Mattías-
son og Róbert Marshall. Bjarna
er kannski vorkunn, hann er e.t.v.
Framsókn
erfengurað
fortíðarflknum
mönnum elns
og Bjama
Harðarsynl
Einar Már Siguröarson
ekki vanur því að þingflokkar séu
þetta fjölmennir.
Eins og títt er um sagnamenn
hefur Bjarni gaman af fortíðinni.
Við í Samfylkingunni höfum
hins vegar ekki síður gaman af
framtíðinni og þess vegna bein-
ist hugur okkar að henni og þeim
verkefnum sem framundan eru í
landsstjórninni.
Þar sem Bjarni býður sig fram
í annað sæti á lista Framsókn-
arflokksins í Suðurkjördæmi er
hins vegar vert að benda á kosti
þess fyrir flokkinn að hafa innan
sinna raða mann sem hefur jafn
brennandi áhuga á fortíðinni og
Bjarni. Framsókn var nefnilega
einu sinni miklu vinsælli flokkur
en hann er í dag.
Það væri snjallt fyrir flokkinn
að fá Bjarna til að kanna hvað
fór úrskeiðis fyrir Framsókn.
Kannski var það tilkoma Samfylk-
ingarinnar á vettvang stjórnmál-
anna? Hver veit.
Höfundur er þingmaður Samfylkingar-
innar og fyrrverandi varaþingmaður
Alþýðubandalagsins.
Sigríður Dúna og
Ólafía Jóhannsdóttir
í Blaðinu á dögunum var Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir að
segja blaðamanni frá bók sinni um
frænku mína Ólafíu Jóhannsdóttur.
Á einum stað segir Sigríður eftirfar-
andi: „Ef endurminningar hennar
(Ólafíu) væru teknar á orðinu...“
Ævisögur fólks um það sjálft er
það eina sem örugglega er hægt að
styðja sig við sem sannleikann um
fólkið sjálft og taka má mark á, eða
taka á orðinu eins og Sigríður orðar
það. Og síðan heldur Sigríður áfram
og segir: „...mætti halda að hún
hefði aldrei nálægt kvennabaráttu
komið eða þekkt Einar Benedikts-
son, skáld, frænda sinn, sem mér
sýnist hafa verið.Stóra ástin í lífi
hennar ef Kristur er
frátalinn."
Það sem Sigríði „sýn-
ist“ er ekki nógu gott
og fráleitt að koma
með slíka léttvæga yf-
irlýsingu fyrir hönd
merkiskonunnar Ólafíu
Jóhannsdóttur.
Sú krafa er gerð til ævi-
söguritara að þeir komi
með heimildalista yfir
skrif sín og birti hann
fyrir hvern kafla bókar-
innar. Þegar skrifað er
af mikilli ritgleði um líf
látins fólks, sem að sjálf-
sögðu getur ekki borið
hönd fyrir höfuð sér lengur, er það
lágmarksvirðingarkrafa fyrir hönd
þeirra látnu, að þegar skrifað er um
tilfinningar og ástir fólks sé greint
nákvæmlega frá því hvar þessar upp-
lýsingar séu fengnar.
Almenna bókafélagið gaf á sínum
tíma út merka bók sem heitir „ Aum-
astar allra“. Er hún um hið ótrúlega
og fórnfúsa köllunarstarf Ólafíu
Jóhannsdóttur með götustúlkum í
Ósló. Fremst í bókinni er frábær for-
málieftirBjarnaBenediktsson.þáver-
andi dóms- og kirkjumálaráðherra.
Flóð ógeðslegra ævisöguskáld-
sagna eru slík allan ársins hring að
margir fá klígju. Hvernig fólk vogar
Sú krafa er
gerð til ævi-
söguritara að
þeir birti heim-
ildaskrá með
skrifunum
Umrœðan
Valgeröur Þóra Benediktsson
sér að taka fyrir Hf látins atgervis-
fólks og búta það í sundur lið fyrir
lið sér til ánægju og til að svala skrift-
arlöngun sinni er orðin slík endemis
leiðindabókatíska að til vandræða
horfir. Ég vorkenni
þessu skrifglaða fólki.
Það getur ekki eða fær
sig ekki til að skrifa
venjulegar skáldsögur
en fær útrás í því að gera
látnu fólki upp hugsanir,
athafnir eða margvís-
legar framkvæmdir.
Slíkt er óhugnanlegt.
Þeir látnu eru auðvitað
ekki til staðar til að
berja frá sér. En sem
betur fer er margt fólk
sem tekur upp hansk-
ann fyrir ættfólk sitt og
annað fólk sem virðir
sögupersónur mikils og
skrifar á móti þessum ófögnuði.
Það er ekki rétt nafn i Blaðinu 12.
des. á spítalanum sem Ólafía kom á
fót í Ósló, á að vera Olaviainstitutt.
Við hliðina á stærðar auglýsingu um
spítala Ólafíu á lestarstöðinni í Ósló
er mynd af Ólafíu með skotthúfuna
og í peysufötunum.
Við ættingjar Ólafíu Jóhanns-
dóttur förum þess á leit við Sigríði
Dúnu Kristmundsdóttur að hún
birti heimildir sínar fyrir mögn-
uðum skrifum sínum um frænku
okkar Ólafíu Jóhannsdóttur.
Höfundur ritar greinina fyrir hönd
ættingja Ólafiu Jóhannsdóttur.
Blessað barnalánið
Jeppadekkin frá
38x15,5R15
Vinsælustu 38” dekkin á markaðnum í dag
Fiallasport
•4x4 specialist ■
Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444
Radíal-dekk,
Sidebiters®
til varnar og
bætir grip
• Gróft snjómynstur
• Sterkar 3ja
laga hliðar
• 6 laga sóli,
sérlega sterkur
• Nákvæm
framleiðsla
• Langur
endingartími
• Istandast mjög vel mál,
• I Leggjast einstaklega
Ivel viö úrhleypingu,
• I Mjög hljóðlát.
Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins
við skýrslu forsætisráðherra um
fátækt barna á Islandi eru grátlega
vond. Skýrslan staðfestir þá gjá
sem hefur myndast síðustu tólf
árin á milli ríkra og fátækra íslend-
inga. Ójöfnuðurinn er mjög úr takti
við jafnréttissamfélögin á hinum
Norðurlöndunum.
Þar er efnalegur jöfnuður sá mesti
í heimi en við Islendingar siglum nú
hratt frá norræna módelinu í átt
að því ameríska og engilsaxneska.
Af hverju; hrein pólitísk stefnu-
mörkun stjórnvalda. Lækkun skatta
á hátekjufólk og fjármagnstekjur
en frosin skattleysismörk og aukin
skerðing bóta hverskonar.
Ofan á þetta bætist mikil gjald-
taka í allri opinberriþjónustu: Skóla-
gjöld, komugjöld og fátækraskattar
ýmiss konar.
Tæplega fimm þúsund íslensk
börn búa við fátækt. Hutfallslega
helmingi fleiri en á hinum Norður-
löndunum. Já, það er blessað barna-
lánið en aðgerðir stjórnvalda í skatta-
málum hafa skapað þetta ástand og
fyrir því eru engin fordæmi að ójöfn-
uður hafi verið aukinn með svo
afgerandi hætti í einu landi á jafn
fáum árum.
En viðbrögðin já, þau voru afleit
og íhaldinu til minnkunar. Við-
miðin röng og gömul sögðu þeir
Geir H. og Illugi Gunnars hvor í sínu
Kastljósinu á móti Helga Hjörvar
og Ingibjörgu Sólrúnu sem bæði
óðu yfir kappa íhaldsins. Enda mál-
staður okkar jafnaðarmanna góður
Umrœðan
Viðbrögð ihalds-
ins við fátæktar-
skýrslunni em
afleit
Björgvin G. Sigurðsson
en íhaldsins hreint afleitur. Óvenju-
vondur meira að segja.
Sjálfsagt var það plottið að svæfa
umræðuna um skýrsluna með því
að dreifa henni í þinginu daginn
sem það var rekið heim í jólaleyfi.
Það mistókst herfilega. Umræðan
fer bara fram annars staðar og liti
menn til samfélagsumræðunnar
fyrir allar jólahátíðir um árabil þá
ber nú hæst umræðuna um þá sem
minna mega sín. Fátæka fólkið og ör-
yrkjana sem lepja dauðann úr skel.
Kosningar á mönnum ársins
undirstrika þetta. Garðar Sverris,
Ólafur F. og fleiri kempur sem
hafa kraft og kjark til að fara gegn
Sjáflstæðisflokknum i þessum
grundvallarmálum.
Ef einhver efast um erindi nýrrar
ríkisstjórnar næsta vor og þröfina
á breytingum þarf ekki að leita
lengra. Burt með hægri stjórnina. Si-
gild jafnaðarstefna er uppskriftin að
betra íslandi.
Höfundur er þingmaður Samfylkingar-
innar í Suðurkjördæmi.