blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 38
I 38 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 blaöiö Þessi fallega mynd af Þórbergi er tekin 1924. * ,Stundum greip mig rómantískt æði í Skáldalífi eftirHall- dór Guðmundsson, sem JPV útgáfa gefur út, erfjallað um skáldin Þórberg Þórðarson og * Gunnar Gunnarsson. I þeim kafla sem hér birt- ist er sagtfrá Þórbergi og viðhorfi hans til ástarinnar. órbergur Þórðarson verður seint kallaður rómantískur höfundur, í þeim skilningi orðsins að hann skrifi um rómantískar ástir og þrár. Sá þráður dylst þó í höfundarverki hans, á bak við ólíkindalætin. Ljóð hans í safninu Hvítir hrafnar (1922) má allt eins kalla andrómantísk, þau eru víðsfjarri þeirri skáldskap- arstefnu sem margir vinir hans og samtímamenn aðhylltust og oft er kölluð nýrómantík í íslenskri bók- menntasögu, enda kvaðst hann í formálanum vera að snúa í öfgar .væmnum hugsanagraut, sem hér ríkti meðal margra ungra manna fyrir nokkrum árum.“ Samt þekkti Þórbergur vel þá óútskýranlegu þrá sem fylgir ástinni. í bréfi sem hann skrifaði árið 1923 tók hann svo til orða um æskulíf sitt í Suðursveit að það hefði verið ein rómantísk vitfirr- ing frá upphafi til enda: „Stundum greip mig rómantískt æði, einkum í fögru veðri. Stökk ég þá burt frá bænum, stundum í hraunin fyrir framan Reynivelli, stundum hátt upp í fjall og sat þar eins og hundur og spekúleraði í dýrð náttúrunnar.“ Þrá bernskunnar braust út með þessum hætti enda segist Þórbergur ekki hafa fengið neina tilfinningu fyrir stelpum fyrr en á sextánda ári. Eftir það var hann oft skotinn í stelpum og honum var heldur engin launung á því. En hann lýsti því sjaldan sem rómantískri ást, nema gera þá grín að henni í leiðinni, og mynd hans af hjónabandinu er nokkuð kaldranaleg. í samtalsbók- inni við Matthías Johannessen segir hann: Menn giftast af andlegri fátækt. Ég lenti í því eins og aðrir, gifti mig af andlegri fátækt. Af því ég var ekki sjálfum mér nógur. Þetta er eins og að treysta sér ekki til að ganga staflaus um heiminn. Ef menn eru veikir í fæti, þá batnar þeim ekki við að ganga við staf. Stuðningur, rétt; það er stuðningur. Það fyllir ekki tómið að giftast, en það getur verið stuðningur. Maðurinn er ekki nógu sterkur til að standa einn, hann vantar nægilegt andlegt innihald. Jú- jú, ég geng alltaf við staf. Andleg ást með hristingi Þórbergur heldur áfram að svara spurningum Matthíasar um ástina í hálfkæringi, segir til dæmis að ástin byrji á því að maðurinn elski aðeins sjálfan sig, síðan einhverja veru aðra, svo Frjálsa þjóð, því næst þjóðirnar í Atlantshafsbandalaginu og loks meira að segja Rússa. En að ástin sé innilegt vináttuþel sem komi og fari. Upp úr ástinni geti sprottið elskan og verði hún hluti af innihaldi mannsins muni hann bera kærleika til allra manna en ekki neinnar sérstakrar veru. Þessi heimspekilega afstaða verður seint kennd við rómantískar hugmyndir um ástina en kannski mótast hún svona hjá manni sem hefur brennt sig illa á loga hennar. Hvað hina holdlegu ást áhrærir segir Þórbergur að fjölkvæni sé karlmanninum eðli- legt, hann ætti eiginlega að hafa tólf konur, eina fyrir hvern mánuð árs- ins, og besta leiðin fyrir hjón til að ná sáttum sé að rífast og helst fljúg- ast á fyrst. Matthías spyr um elskuna hans Þórbergs í íslenskum aðli og hvort það hafi verið 100% andleg ást, og hið sjötuga þjóðskáld svarar af dá- samlegu hispursleysi: - Jú, þetta var andleg ást, með of- urlitlum hristingi af holdlegum til- hneigingum út í. Við skulum segja eins og 5%. - Og hvernig lýstu þessi 5% sér? - Að hann harðnaði á næturnar, hékk niður, þegar ég sat fyrir framan hana við borðið. - Það virðist hafa verið einhver ónáttúra í þessu. - Nei, það var engin ónáttúra í því. Það var bara feimni og lítilmót- legheit. Ég vildi ekki verða mér til skammar í húsinu. Ég var aldrei viss um, hvort hún væri nokkuð skotin í mér, og samkvæmt mínu upplagi þótti mér skárra að hjara í óvissu en eiga það á hættu að komast að raun Arndís Jónsdóttir frá Bæ í Hrútafirði Elskan hans Þórbergs sem aldrei var neitt skotin íhonum. um, að henni stæði á sama um mig. Síðasta málsgreinin er trúverð- ugasta lýsing Þórbergs á sambandi hans og elskunnar í Bergshúsi. Hann kynntist henni að kvöldi 20. október 1911, einsog segir aftarlega i Ofvit- anum, og hún ljær síðunum sem eftir lifa bókarinnar lit. Hún - eða kannski fjarvera hennar - er líka grunntónn íslensks aðals sem gerist sumarið 1912. En Þórbergur þessara bóka er uppburðarlítill, mjög ást- fanginn en grípur aldrei tækifærið til að segja elskunni það - ást hans er ein samfelld framhjáganga. Elskan hans Þórbergs „Elskan" er aldrei nefnd á nafn en það fór ekki á milli mála að hér var um að ræða Arndísi Jónsdóttur frá Bæ í Hrútafirði. Skúli Guðjónsson frá Ljótunnarstöðum þekkti hana vel allt frá ungaaldri. Hann segir frá því þegar hann heimsótti hana eitt síðasta skiptið, hún var þá komin yfir áttrætt, og gekk hreint til verks og spurði hana um samband þeirra Þórbergs. Hann fékk jafn afdráttar- laus svör: „Við Þórbergur vorum góðir kunn- ingjar. Það getur vel verið að hann hafi verið skotinn í mér, en ég var aldrei neitt skotin í honum." Hins vegar dró hún enga dul á það, að henni lá enginn hlýhugur til Þórbergs. Henni gramdist hvernig hann hafði dregið hana inn í rit- verk sín. „Ég held að hann hafi gert þetta til að græða á mér,“ sagði hún. Gróðinn má liggja á milli hluta en Þórbergur kunni vel að gefa bók- unum dramatíska kjölfestu með því að lýsa í þeim óendurgoldinni ást. Að því leyti er ástin í bókunum rómantísk en sögumaður horfir oftast á sjálfan sig úr svolítið háðs- legri fjarlægð. Islenskur aðall er ekki bók um elskuna eða Arndísi Jónsdóttur, hún er bók um það ástand að vera ástfanginn án þess að fá ást á móti. (Millifyrirsagnir eru Blaðsins) Náttúrulegir saltsteinslampar í stofuna, svefnherbergið og barnaherbergið. Gefa hlýja og notalega birtu. Engir tveir lampar eins. I/erð frá kr. 3.900.- Lífrænt ræktaðar vörur frá 1986 Umhverfisvænar hreinlætisvörur Náttúrurlegar snyrtivörur Heilsa - Mannúö - Umhverfisvernd Skólavöröustíg 16 • Sími: 562 4082 www.yggdrasill.is r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.