blaðið - 15.12.2006, Síða 46

blaðið - 15.12.2006, Síða 46
blaðið FÖST' \ ólamatur Grautur til hátiðabrigða Lengi vel var grjónagrautur í eftir- rétt á aðfangadag á vel flestum heim- ilum landsins. Enn eru margir sem halda í þennan skemmtilega sið þótt sumir kiósi aðra og jafnvel fínni eft- irrétti. A vísindavef Háskóla Islands má finna sögu jólagrautsins góða en hann varð ekki algengur hér á landi fyrr en upp úr aldamótun- um 1900. Jólagrauturinn er þykkur hrísgrjónagrautur með rúsinum og hann er borinn fram með kan- ilsykri, rjóma eða mjólk. 1 skýrslu Þórarins Liljendal um íslenskt mata- ræði frá 1783 kemur fram að á jóla- dag ásamt nokkrum öðrum hátíð- isdögum reyni íslendingar að hafa mjólkurgraut kvölds og morgna til hátíðabrigða. Möndlugjafir Jólasveinninn Pottasleikir hefur stundum verið tengdur sérstaklega við jólagrautinn og var sagt að hann færi til fjalla þegar hann væri bú- inn að sleikja jólagrautarpottinn og kæmi þvi fyrstur jólasveinanna. I Vinsæll Jólagrauturinn sígildi varð ekki algengur hér á landi fyrr en upp úr aldamótunum 1900. byrjun tuttugustu aldar varð vana- legt að jólagrauturinn væri hafður úr hrísgrjónum sem þá voru orð- in aðgengileg fyrir alþýðufólk, en höfðu áður verið fæða höfðingja. í heimildum á þjóðháttadeild Þjóð- minjasafns Islands, sem eiga við fyrstu áratugi 20. aldar, kemur fram að víðast hvar var grauturinn á borðum á jólum en mismunandi hvort hann var borinn fram á að- fangadagskvöld eða jóladag. Jafn- framt komu til sögunnar möndlu- gjafir í tengslum við jólagrautinn en hvort tveggja kemur til okkar frá Danmörku. Mandla var sett í jóla- grautinn og sá sem hana fann hlaut verðlaun eða gjöf að launum. Höfðingjaútgáfan Eftir að hrísgrjónagrauturinn varð á allra færi varð Ris a 1 'amande höfðingjaútgáfan af jólagrautnum og tók viða við sem eftirréttur á að- fangadagskvöld á síðustu áratugum 20. aldar. Ris a l'amande er nafn á dönskum hrísgrjónabúðingi með möndlum sem mun ekki tengjast Frakklandi að öðru leyti en því að innihaldið er talið eiga uppruna sinn í möndlugjöfinni. Hún er aft- ur talin tengjast frönskum sið sem þekktur er frá miðöldum og felst í því að í samkvæmi daginn fyrir þrettánda borðuðu menn köku sem í var falin baun. Sá sem hana fann réði öllu í samkvæminu það sem eft- ir lifði kvölds. Gott á bragðið Jólaglöggið rennur Ijúflega ofan í landsmenn í desemb- er en drykkurinn er upprunninn frá Þýskalandi. Glöggið góða Jólaglögg er jafnan vinsælt í des- embermánuði þar sem ástvinir safnast saman, dreypa á drykknum Ijúfa og hafa gaman hver af öðrum. Samkvæmt síðunni Cocktail.is má rekja jólaglöggið til hins þýska Gluhwein sem hefur breiðst um heiminn. í Bretlandi er jólaglöggið kallað annað hvort gluhwein eða Christmas punch en eflaust hafa fáir haldið heiðri glöggsins jafn hátt á lofti og Svíarnir. Áður fyrr var jólaglöggið þó talsvert ólíkt því sem það er í dag og á 19. öldinni var jólaglöggið daufara en það er í dag. Ástæða þess er að rauðvín var þynnt út til helminga á móti vatni. Á 20. öldinni uppgötvuðu menn að brenndur sykur bætti bragðið og menn hófu því að leggja sykurinn í mót ofan á drykknum, kveikja í honum og láta áfengið þannig brenna sykurinn áður en honum var blandað saman við. Til þess að þetta sé hægt verður áfengis- magnið að vera í það minnsta 20%. Hins vegar hverfur talsvert af áfeng- inu við að drykkurinn sé hitaður á þennan hátt og nú á dögum brenna menn ekki sykurinn svona lengur. Engu að síður voru menn nú orðnir vanir því að styrkja glöggið og gera það enn þann dag í dag. matur@bladid.net Það styttist í messu Þorláks og því er ekki verra að fjárfesta í skötunni góðu. Þetta er skemmtilegur siður sem er tilvalið að viðhalda, jafnvel þó húsið lykti illa eftir á. Matartískuljósmyndun o. DESEMBER 2006 Skötuveisla Get sameinað áhugamál og vinnu Gísli Egill Hrafnsson ljósmynd- ari er mikill áhugamaður um mat, enda hefur hann myndað mat fyr- ir helstu tímarit landsins til fjölda ára og er einn af stofnendum nýs matartimarits, Bístró. „Jólamatur- inn hefur verið í föstum skorðum á mínu heimili undanfarin ár en það er ekki hefð sem við hjónin þekkjum af okkar æskuheimilum. Undanfarin ár höfum við haft rjúpu í matinn sem er hluti af öðru áhuga- máli mínu sem er veiðiskapur. Við höfum haft fyrir sið að borða foie gras í forrétt og svo höfum við rjúpu í aðalrétt. Bringurnar eru teknarfrá, léttsteiktar á pönnu og með þeim er gamaldags meðlæti eins og Waldorf- salat, ekta gráðostasósa, sulta og kartöflur." Viðhorf mitt til matar breyttist Gísli Egill segist elda til jafns við konuna sína en bæði séu þau mjög áhugasöm um mat. „Við höfum allt- af haft áhuga á mat en svo fórum við til námsdvalar í Frakklandi og það má segja að það hafi snúið okk- ur algjörlega. Það var nýr heimur sem við kynntumst þá og viðhorf til matar og matarhefðar var allt annað en maður þekkti áður. Það er ánægjulegt að frá þeim tíma hefur gríðarlega margt gerst á íslandi og áhuginn á matargerð hefur aukist. I Frakklandi er mikil virðing borin fyrir hefðum, matnum og hráefn- um og að sama skapi er snobbið lít- ið. Það getur verið heilmikil vinna á bak við eina hversdagsmáltíð þar og mikið lagt í að finna rétta og fers- kasta hráefnið," segir Gísli og bætir Ekki gleyma dýrunum Mannfólkið gerir vel við sig í mat og drykk um jólin en það sama ætti að gilda um dýrin líka. Kaupið því eitthvað sérstakt handa þeim, eitthvað sem þau fá sjaldan eins og rjóma fyrir kisurnar og dýrindiskjöt fyrir hundana. við að hans sérhæfing í námi liggi í tískuljósmyndun og portrett-ljós- myndun. „Eg hef hins vegar haft mikinn áhuga á mat í langan tíma og er einn af þeim heppnu sem geta sameinað áhugamál og atvinnu." Raunsannar myndir Gísli segir að til séu ýmsir mis- munandi stílar í ljósmyndun á mat. „Ég hef stundum kallað þetta matartískuljósmyndun og með því meina ég að tískan í matar- ljósmyndun kemur og fer. Matarmyndirnar sem ég tek núna eru töluvert frábrugðnar þeim sem ég tók fyrir nokkrum árum. Það er ákveðin nálg- un sem er í raun og veru breytileg frá einu tímabili til annars og þar á ég við áferð á myndum, beitingu ljóss og það sem lýtur að umsetn- ingu, stílisma og þess háttar. Þetta getur ver- ið mjög fjölbreytilegt en hitt er annað mál að sama hvaða stíl ég nota þá er markmiðið alltaf að búa til mynd sem er að einhverju leyti raunsönn jafnframt því að hún snerti við fólki. Ég hef það alltaf í huga að fólk verður að langa til að búa til matinn og borða hann. Á Bístró höfum við það að leiðarljósi að allur matur sem við myndum er borðaður á eftir með bestu lyst. Við notum engin brögð með hárlakk eða gerviefni sem brengla útlit matarins." Gísli lét góðfúslega eina ljúffenga uppskrift af forrétt fylgja með. Hörpudisks-ca • 10-14 risahörpudiskar • safi úr 2 límónum • 6 msk. góð ólífuolía • graslaukur • 1 msk. rósapipar • Maldon-salt • svartur pipar Skerið hörpudiskinn í þunnar sneiðar. Gott er að gera það þegar enn er dálítið frost í honum. Raðið sneiðunum á fjóra diska. Hrærið saman límónusafa og ólífuolíu og dreypið yfir. Merjið rósapiparinn og stráið honum yfir diskana. Klippið ögn af graslauk yfir hörpudiskinn og kryddið hann með salti og pipar. Berið strax fram. Gísli Egill Hrafnsson: „Markmiðið er alltaf að búa til mynd sem erað einhverju leyti raunsönn jafnframt þvíað hún snerti við fólki. Ég hefþað alltaf í huga að fólk verður að langa til að búa til matinn og borða hann.“ JOLAKAFFI Njóttu ilmandi jóla Jólakaffi með sætum berja- og súkkulaðikeim.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.