blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006
blaftiA
VEÐRIÐ í DAG
Rigning og vindur
Sunnan og suövestan 13 til 18 metrar
á sekúndu. Úrkomulítið norðaustan- og
austantil. Hiti á bilinu 5 til 12 stig.
Á MORGUN
Blautt
Sunnan 10 til 18 metrará
sekúndu og rigning eða súld,
úrkomulítið norðaustantil. Hiti
víða á bilinu 6 til 11 stig.
■ VIÐA UM HEIM | 1: K'\j'ft* ' ■ 1 _
Algarve 15 Glasgow 7 New York 13
Amsterdam 9 Hamborg 4 Orlando 17
Barcelona 9 Helsinki -1 Osló -1
Berlín 4 Kaupmannahöfn 3 Palma 21
Chicago London 8 París 4
Dublin 5 Madrid 12 Stokkhólmur ■3
Frankfurt 4 Montreal 2 Þórshöfn
Senegal:
Tugir
drukknuöu
Óttast er að rúmlega hundr-
að farandverkamenn hafi
farist þegar bátur sökk á leið
frá Senegal til Kanaríeyja.
Milli too og 150 manns voru
í bátnum þegar hann sigldi frá
bænum Djiífer í Senegal þann
4. desember. Sjómenn undan
strönd Senegals náðu þó að
bjarga 25 vannærðum mönnum
úr sjónum um helgina. Þúsund-
ir ólöglegra verkamanna hafa
komið til Kanaríeyja á árinu.
Flestir koma þeir frá strandríkj-
um vesturstrandar Afríku, svo
sem Senegal og Máritaníu.
Héraösdómur:
Rúmt ár fyrir
dópsmygl
Maður var dæmdur í 16 mán-
aða fangelsi skilorðsbundið til 13
mánaða fyrir að hafa haíf undir
höndum tæpt kíló af amfetamíni,
hassi, marijúana og rúmt kíló af
kannabisstönglum. Þá var kona
einnig sakfelld fyrir aðild að
fíkniefnabrotinu en hún hlaut
þriggja mánaða skilorðsbundinn
dóm. Héraðsdómur Reykjavík-
ur kvað upp dóminn í gær.
BUL
Hert eftirlit með ölvunarakstri á göt
um borgarinnar Lögreglan í Reykjavík
I stöðvaði um 900 bila um síðustu helgi
og afraksturinn var 22 stútar. ökumað-
| urinn á myndinni reyndist ekki vera
ölvaður. BMil/Júllus
Þúsund
Olvaóí
56 tek
j,.
mra
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Um eitt þúsund ökumenn hafa
verið teknir fyrir akstur undir
áhrifum áfengis eða fíkniefna í
höfuðborginni það sem af er ár-
inu samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík. Þar af
hafa 80 ökumenn verið teknir i des-
embermánuði einum. Allt stefnir í
að yfirstandandi ár verði eitt það
versta í langan tíma því í lok síð-
asta mánaðar var búið að taka fleiri
ökumenn en allt árið í fyrra. Aðal-
varðstjóri umferðardeildar lögregl-
unnar i Reykjavík segir tölurnar
valda vonbrigðum. Siðferðisþrek
þjóðarinnar er þrotið segir upplýs-
ingafulltrúi Umferðarstofu.
Tillitslausir ökumenn
„Við vitum að það er talsvert
um að menn séu að keyra undir
áhrifum áfengis eða fíkniefna,"
segir Guðbrandur Sigurðsson, aðal-
varðstjóri umferðardeildar lögregl-
unnar í Reykjavík.
Alls hafa 56 ökumenn verið
teknir í höfuðborginni á síðustu tíu
dögum fyrir akstur undir áhrifum
áfengis, fíkniefna eða lyfja. I des-
embermánuði einum hafa áttatíu
ökumenn verið teknir og á árinu
öllu rétt um eitt þúsund. Leita þarf
allt aftur til ársins 2000 til að finna
hærri tölu en þá var 1.381 ökumaður
tekinn vegna ölvunaraksturs.
Guðbrandur segir að fyrirfram
hafi menn vonast til þess að ölvuna-
rakstur í ár yrði minni en í fyrra.
Því valdi aukningin vonbrigðum
. „Þetta hefur farið yfir þúsund til-
vik áður en við vorum að vonast til
þess að þetta færi minnkandi.“
Guðbrandur bendir þó á að hluta
af aukningunni megi rekja til herts
eftirlits lögreglunnar á götum borg-
arinnar. „Aukið eftirlit hefur áhrif
en þvi miður virðast sumir öku-
menn fara sínar leiðir án tillits til
laga og samborgara sinna.“
Siðferðisþrek
þjóðarinnar er
þrotið
Elnar Magnús Magnús-
son, upplýsingafulltrúi
Umferöarstofu
Vaxandi virðingarleysi
Einar Magnús Magnússon, upp-
lýsingafulltrúi Umferðarstofu,
segir ölvunarakstur vera aðeins
eitt dæmi af mörgum um vaxandi
virðingarleysi í umferðinni. „f
ljósi þessa og margs annars sem
við erum að verða vitni að í umferð-
inni veltir maður því stundum fyrir
sér hvort siðferðisþrek þjóðarinnar
sé þrotið."
Einar bendir á að í hverjum mán-
uði stingi um eitt hundrað öku-
menn af eftir að hafa valdið tjóni
á öðrum bílum. Þá skirrist menn
ekki við að leggja í stæði ætluð
fötluðum og stofna lífi annarra
ökumanna i hættu með ölvunar-
ÖLVUNARAKSTUR
í REYKJAVÍK:
Heimild; Ársskýrslur lögreglunnar í Reykjavík
og ofsaakstri. „það verður að eiga
sér stað vitun^árvakning sem við
verðum öll að leggjast á eitt með að
vinna að. Það verður hver og einn
að líta sér nær.“
Seiður lands og sagna IV
Fjórða bókin
í hinum
glæsilega
bókaflokki
Gísla
Sigurðssonar
blaðamanns
og ritstjóra.
í þessari bók
er íjallað um
Mýrar og
Snæfellsnes.
Eins og í fyrri
bókum er efnið
sótt í sögu
þjóðarinnar frá
landnámi til
okkar tíma. Á
fimmta hundrað
ljósmyndir, málverk, teikningar
og kort prýða bókina.
Glæsilegt afrek í
íslenskri bókargerð
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 R.
skrudda@skrudda.is
Erlent vinnuafl:
Óbreytt
eftirspurn
Eítirspurn eítir erlendu
vinnuafli mun haldast óbreytt
á næsta ári samkvæmt nýút-
kominni skýrslu Vinnumála-
stofnunar um mannaflaþörf.
Erlent vinnuafl telst nú
vera um 9 prósent af heild-
armannafla á vinnumarkaði
en alls vinna um 16 þúsund
útlendingar hér á landi. Um
síðustu áramót voru sex þúsund
útlendingar starfandi hér.
Samkvæmt skýrslunni mun
draga verulega úr mannaflaþörf
eífir að stóriðjuframkvæmdum
lýkur. Á móti mun eft irspurn auk-
ast í almennum byggingariðnaði,
ferðaþjónustu og vegna fram-
kvæmda á vegum hins opinbera.
Skattrannsókn hjá Baugi:
Haraldur og Jón
eru vanhæfir
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri og Jón H. B. Snorrason,
saksóknari og yfirmaður efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra,
voru í Héraðsdómi Reykjavíkur f
gær úrskurðaðir vanhæfir til að
stýra rannsókn á meintu skattalaga-
broti fimm Baugsmanna. Var þar
með fallist á varakröfu verjenda
þeirra. Ekki var fallist á þá kröfu að
rannsókninni yrði hætt.
Lögmenn Baugsmanna sögðu að
brotið hefði verið
gegn rétti þeirra
til að teljast sak-
lausir uns sekt
væri sönnuð þar
sem yfirmenn rík-
islögreglustjóra
teldu þá seka.
Var vísað
í viðtal í
Blaðinu þar sem haft var eftir Har-
aldi Johannessen ríkislögreglustjóra
að rannsókn á skattamálunum færi
fyrir dóm sem skattsvikamál. Jafn-
framt var vísað í viðtal í Blaðinu við
Jón H. B. Snorrason saksóknara þar
sem haft var eftir honum að ef ein-
hver bryti af sér á þessu sviði lenti
hann hjá efnahagsbrotadeild til
rannsóknar.