blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 19
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 19 Sjávarútvegsráðherra mótmælti leiðara Washington Post: Hringdi í ritstjórann „Ég kannast ekki við að ritstjórnin hafi verið beitt neinum þrýstingi. Hins vegar ræddi ég lauslega við ri- stjórann um leiðarann og hann hafði áhuga á því að kynnast frekar okkar viðhorfum. Við lítum málin öðrum augum en það væri fráleitt að kalla þetta þrýsting," segir Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra. I upphafi mánaðarins birti rit- stjóri Washington Post harðorðan leiðara í garð Islendinga. Andstaða okkar gegn banni við botnvörpu- veiðum var meginumfjöllunarefnið ásamt umdeildum hvalveiðum okkar. I leiðaranum voru íslend- Það væri fráleitt að kalla þetta þrýsting. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráöherra ingar kallaðir einfarar og níðingar þegar kemur að málefnum hafsins. Athygli vekur að nokkru eftir birt- ingu leiðarans var honum breytt og orðalag hans mildað. Það var gert eftir að Einar hafði samband við rit- stjórann símleiðis og kvartaði yfir leiðaranum. „Heildarsamtök sjávarútvegs Bandaríkjanna hafa líka gert miklar athugasemdir við þennan leiðara. Þau vekja athygli á því að til eru aðrar leiðir til að vernda viðkvæm hafsvæði en bann við botnvörpu- veiðum," segir Einar. „f þessu má ekki gleyma að almenn samstaða var um það hjá Sameinuðu þjóð- unum að aðrar leiðir eru færar. Það er einfaldlega rangt að við höfum af eintrjáningsskap staðið í forystu gegn banninu og í því felst misskiln- ingur ritstjóra Washington Post sem fram kom í leiðaranum.“ Hringdi i ritstjorann Einar K. Guöfmns- son sjávarútvegsráðherra kvartadi yfir leiðara ritstjóra Washington Post þar sem íslendingar voru meðal annars kallaðir níðingar hafsins. Eftir símtalið var leiðaranum breytt og orðalag mildað. írak: Koma á ríki í ríkinu Mbl.is frönum hefur tekist að skapa sjítaríki innan íraska rík- isins, samkvæmt því sem fram kemur í nýrri leyniskýrsfu sádi-arabískra yfirvalda sem bandaríska blaðið The Wash- ington Times hefur undir höndum. Þetta hefur írönum tekist með því að veita herskáum sjítum í írak hernaðarlegan stuðning og með því að fjár- magna starfsemi margvíslegra samtaka sjíta. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. „Þar sem Bandaríkjamönnum hefur mistekist hafa f ranar Hvalfjarðarsveit: Fá greitt fyrir að vera heima Sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar mun greiða heimavinn- andi foreldrum 35 þúsund krónur á mánuði frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barnið fær pláss á leikskóla eða hefur skólagöngu. Einar örn Thorlacius, sveit- arstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir að þessi heimalaun muni kosta sveitarfélagið um 4 til 4,5 milljónir á ári. Hvalfjarðarsveit hefur frá ársbyrjun boðið íbúum sínum upp á gjaldfrjálsan leik- skóla en sá leiícskóli er nú fullset- inn. Einar segir að sveitarfélagið muni standa að byggingu nýs leikskóla innan tiðar. Frakkland Kennararnir mótmæla Mbl.is Helmingur franskra grunnskólakennara lagði niður vinnu í gærmorgun til að mótmæla áætlun ríkisstjórn- arinnar um að fjölga kennslu- stundum. Mörg þúsund kennarar fóru um miðborg Parísar í mótmælagöngu og söfnuðust saman fyrir utan menntamálaráðuneytið. Lögin taka gildi í byrjun janúar en franska menntamála- ráðuneytið hyggst leggja niður um 2.800 kennarastöður með því að bæta einni til þremur kennslustundum við stunda- skrána hjá þeim sem halda vinnunni. Frábært Prinsessu hestvagn og turn 5-10 ára Gildir á meðan birgðir endast. HAGKAUP Skervu*vtile<?jt*-ft A3 verfL*.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.