blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 blaöið Tölvukerfi Þjóðskrár er tuttugu ára gamalt Úrbótum á kerfinu hefur verið lofað frá árinu Tölvukerfi Þjóðskrár uppfært á næsta ári: s Ovíst hversu mikið breytist „Féð er ekki ótakmarkað þannig að það þarf að átta sig á því hvað er hægt að gera fyrir það fé sem fékkst,“ segir Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, um þær breytingar sem verða gerðar á tölvukerfi Þjóðskrár. Gert er ráð fyrir að tölvukerfið verði uppfært á næsta ári. í ný- samþykktum fjárlögum fyrir árið 2007 eru 25 milljónir ætlaðar til uppfærslu á tölvukerfinu en sú uppfærsla myndi þýða að um 22 þúsund Islendingar þyrftu ekki lengur að stytta nöfn sín í þjóð- skránni. Tveir vinnuhópar hafa verið settir á fót, annars vegar stýrihópur og hins vegar tækni- hópur sem mun meta umfang þeirrar tæknilegu vinnu sem þarf að leggja í verkefnið. Skúli segir að fyrsta verkefni hópanna verði að meta hvers konar breytingar verði gerðar á kerfinu. Hann segir að hóparnir séu búnir að hittast einu sinni en næsti fundur er ekki áformaður fyrr en eftir áramót. „Menn eru búnir að átta sig á því hvaða hópar eiga að koma nærri þessu, þannig að eftir áramót þurfa menn að setj- ast niður og ígrunda þetta nánar.“ • • Örvaðu barnið þitt til frekari þroskaé litrík, brakandi, hringlandi, ^ tístandi leikföng með margskonar áferð. Námii hefst vii fædingu. Barnið og Lamaze leik/öng. www.ymus.is Flugdólgur skilinn eftir í Halifax: Farið heim kostar 200 þúsund krónur ■ Var með dólgslæti við flugfreyjur og farþega ■ Barði eiginkonuna þegar hún reyndi að róa hann inn hafi tekið þá ákvörðun að skilja manninn eftir í Halifax. „Flugstjór- inn hefur fullan rétt til þess að meta aðstæður og hann gerði það. Það er ekki hægt að bjóða samfylgdarfólki upp á svona uppákomur.“ Hann segir það alveg ljóst að það hafi ekki verið hægt að fljúga áfram með hjónin og því hafi þau verið sett úr í Halifax. Ef þau hefðu fengið að vera áfram í vélinni hefði kannski þurft að lenda aftur, til dæmis á Ný- fundnalandi, gagngert til þess að láta þau frá borði. Það hefði reynst kostnaðarsamt. Hann segir enn- fremur að einungis manninum hafi verið vísað úr flugvélinni en kon- unni hafi boðist að ferðast áfram. Hún mun hafa afþakkað það og fór einnig úr vélinni. Tómas segir að starfsfólk Heims- ferða hafi hjálpað hjónunum að finna far heim til Islands en sú ferð var í dýrari kantinum. „Þetta er dálítil upphæð, hann fer frá Hali- fax til Boston og þaðan til íslands. Núna í jólatraffíkinni eru miðar ekki ódýrir. Ég gæti trúað því að þetta hafi kostað meira en 200.000.“ Hann reiknar með að flugdólgurinn þurfi ekki að hafa áhyggjur af ein- hverjum eftirmálum vegna þessarar flugferðar. „Það er erfitt að dæma menn við fyrsta brot þannig að menn hafa ekki viljað ganga of langt í svona málum. Ég á ekki von á að það verði nein eftirmál af þessu.“ Eftir Viggó I. Jónasson viggo@bladid.net Karlmaður á miðjum aldri, sem hafði verið með dólgslæti í flugvél á leið frá Kúbu til íslands, var skilinn eftir í Halifax ásamt eiginkonu sinni á aðfaranótt sunnudags. Hjónin ferð- uðust í leiguflugvél á vegum Heims- ferða. Þegar flugvélin nálgaðist Hali- fax, þar sem skipta átti um áhöfn og taka eldsneyti, fór maðurinn að vera með dólgslæti við flugfreyjur sem og aðra farþega vélarinnar. Þá reyndi eiginkona hans að róa hann en fékk barsmíðar að launum frá eig- inmanni sínum. Hjónin munu bæði hafa verið töluvert ölvuð þegar þau stigu upp í vélina á Kúbu. Tómas Björnsson, framkvæmda- stjóri Heimsferða, segir að flugstjór- Mundu eftir að linna besta verðið óðuren Car-rental / Bílaleiga JjJkSSu Smurþjónusta Alþríf JÉm • Rafgeymar mJ Dekkjaþjonusta Sími: 557-9710 Sími: 555 3330 m Q» www.bilko.is www.hasso.is -j'. -V’- : Mí- Vetrardekk - Heilsársdekk - nagladekk - loftbóludekk *U - Betri verð! . ... ____ Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.