blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 26
A förnum vegi
HEYRST HEFUR...
Hvenær fórstu síöast
í leikhús?
Una ívarsdóttir, nemi
„Ég fór fyrir kannski tveimur ár-
um en man ekkert hvað ég sá.“
eftir Jim Unger
loa@bladid.net
Heimspekileg brauð
og samfélagsumræður
„Ég er ekki mikill ástríðumaður
í grunninn og á mér ekki hefð-
bundnar ástríður eins og golf eða frí-
merkjasöfnun. Ég reyni að skara að
þeim glæðum sem eru þó til staðar
og sú ástríða sem kveikir helst í mér
eru hugleiðingar og samræður um
manninn, samfélag og þjóðfélagið,”
segir Sigfús Guðfinnsson, bakari í
Brauðhúsinu i Grímsbæ.
Bakaríið bakar eingöngu lífræn
brauð og kökur og er eina lífræna
bakaríið í Reykjavík
„Ég held að þessi áhugi hafi byrjað
þegar ég var lítill en ég fékk hug-
myndir 68 kynslóðarinnar frá eldri
systkinum mínum og þá kviknaði
áhugi á þjóðfélagsumbótum og ég
hef síðan fundið þeim farveg meðal
annars í áhuga mínum á lífrænni
ræktun," segir Sigfús.
Ætlaði ekki að verða bakari
Sigfús segir að hann hafi fyrst
fengið áhuga á lífrænni ræktun í
kringum 1980. „Ég hafði heyrt að einn
stærsti mengunarvaldur í heiminum
væri tengdur landbúnaði en þegar
réttar ræktunaraðferðir eru stund-
aðar getur maður aftur á móti auðgað
lífríkið og þetta fannst mér heillandi.
Ég ætlaði mér aldrei að verða bakari
en það var fyrst með tengingunni við
það lífræna sem ég sá flöt á því að
læra að baka og nota þá einungis lif-
rænt hráefni," segir Sigfús.
Piparkaka Framtíðarlandsins
Desember er búinn að vera anna-
samur í bakaríinu en auk þess að
baka brauð og smákökur hefur hópur
sjálfboðaliða frá Framtíðarland-
inu bakað íslandspiparkökur þar á
kvöldin og um helgar. „Það hefur ríkt
sannkölluð jólastemning hér í bakarí-
inu,” segir Sigfús. Hann segir að hann
finni samhljóm með hugmyndum
sínum um samfélagið og þeim sem
Framtíðarlandið stendur fyrir.“ Ég
las Draumalandið eftir Andra Snæ
og framtak Ómars Ragnarssonar
hafði áhrif á mig og ég vildi leggja
þessu málefni lið. Mér finnst mikil-
vægt i sambandi við náttúruvernd
að hún verði til þess að auka mögu-
leika mannsins en ekki takmarka þá.
Maðurinn á með atferli sínu að auðga
lífríkið og hann getur það ef hann
kemur fram með ábyrgð, hugmynda-
auðgi og næmi fyrir náttúrunni.
Hugmyndir Framtíðarlandsins um
fjölbreytileika í framleiðslu og menn-
ingu fara saman með hugmyndum
um lífræna ræktun. Ég vona líka að
það opnist fleiri möguleikar fyrir fólk
að fara út í lífræna ræktun hér á landi
en það er mikill áhugi fyrir lífrænum
vörum meðal neytenda.”
Fjörugar samræður í bakaríinu
Sigfús vinnur í bakaríinu ásamt
bróður sínum Guðmundi og hann
segir það oft vera fjörugar umræður
sem skapast yfir bakstrinum.
„Það er mjög gott að hugsa og
hnoða brauðdeig. Það eru oft mjög
heimspekilegar umræður sem spinn-
ast hér í bakaríinu og okkar helsta
umræðurefni er maðurinn og samfé-
lagið og það má segja að brauðin sem
við bökum séu því í heimspekilegri
kantinum.”
loa@bladid.net
Okkur fannst allt of heitt hérna inni, vörður.
Kristinn Sigurbjörnsson, nemi
„Ég sá Dýrin í Hálsaskógi þegar
ég var svona átta ára.“
Þorbjörn Jóhannesson,
bæjarverkstjóri
„Ætli það sé ekki komið svona
ár síðan, ég man ekkert hvað
ég sá.“
Nokkuð hefur verið talað
um það af hverju Þóra
Tómasdóttir í Kastjósinu talaði
við Dorrit Moussaieff á ensku
þegar Dorrit var valin kona árs-
ins á dögunum
Það kom frekar
kjánalega
út þar sem
Dorrit svaraði
á íslensku og
hefur verið að
læra málið í
nokkurn tíma. Nú virðist það
hafa verið svo að Þóra hafi verið
beðin um að tala við Dorrit á
ensku og sú beiðni hafi komið
frá forsetaskrifstofunni. Þóra
hafi hins vegar fyllilega treyst
Dorrit til að tala íslensku og
samkvæmt heimildum er það
víst eilifðarspursmál varðandi
Dorrit og fjölmiðla á hvoru
tungumálinu sé réttast að ræða
við hana.
Hljómsveitin Trabant stóð
fyrir tónleikum á laugar-
dagskvöldið á Nasa. Tónleik-
arnir voru vel sóttir og gríðarleg
stemning á staðnum. Ekki er
langt síðan trommuleikari
sveitarinnar,
Þorvaldur
Gröndal, hætti
í hljómsveitinni,
en hann þurfti
að einbeita
sér að öðru.
Áhorfendum
til mikillar undrunar mætti
Þorvaldur á svið með sínum
gömlu félögum á Nasa og barði
bumburnar sem aldrei fyrr.
Gestir tónleikanna voru á einu
máli um að svetin hafi staðfest
það sem áður hefur verið sagt
að þarna fer ein af bestu tón-
leikahljómsveitum landsins.
O LaughingStock Intemational Inc./dist. by Unlted Media, 2004
Sigfús Guðmundsson bakar lífræn brauð
Maðurínn á með atferíi sínu að auöga l/fríkið
og hann geturþað efhann kemur fram meö
ábyrgð og næmi fyrir náttúrunni.”
Astnðan mm
Alexis Mea Leonar, nemi
,Ég hef bara farið í leikhús til að
horfa á Skrekk."
Erla Karlsdóttir,
aðhlynningarstarfsmaður
,Ætli það séu ekki svona tvö ár
síðan, sá eitthvað í Borgaleik-
húsinu en man ekkert hvað ég
sá.“