blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 30
3 8 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006
blaðiö
Orgeliol
I kvold heldur Douglas Brotchie, orgamsti i Hateigskirkju, orgeljol i
Lágafellskirkju. Sigrún Jónsdóttir verður gestasöngvari en hún hefur
komið fram á fjölda tónleika hér heima og erlendis. Dagskráin hefst
klukkan 20 og er aðgangur ókeypis.
úHililliI-
Sannastsa
Róbert Haraldsson heimspekingur flytur erindi í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags
(slands í dag. Erindið ber yfirskriftina Sannast sagna: Efasemdir um gildi sann-
leikans fyrir sagnfræði og hvernig má eyða þeim. Dagskráin er í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafns íslands og hefst klukkan 12:05.
Jólamenning
Síðustu dagana fyrir jól er gott
að taka sér eilítið frí frá amstr-
inu, anda rólega og drekka í sig
menninguna. Af nógu er að taka
á lokasprettinum áður en kyrrðin
sígur yfir og hátíðin sjálf gengur í
garð í öllu sínu veldi.
Skautasvellið
á Ingólfstorgi
Það er fátt
rómantískara
en að taka
nokkra snúninga
að kvöldlagi með
heitt kakó innan
seilingar eða bara
rölta í bæinn og
horfa á þá sem
eru fótafimir
taka sporið á
svellinu.
Bókaflóðið
Borðin í bókaverslununum svigna
undan kræsingum sem streyma
sjóðheitar úr prentvélunum. Hví
ekki að taka forskot á sæluna
og kaupa eins og eina eða tvær
bækur á sitt eigið náttborð og
lesa fram að jólum? Við komumst
hvort sem er aldrei yfir þetta allt
saman íjólafríinu.
Tónleikar
Það mætti æra óstöðugan að
fara að telja upp allan þann fjölda
tónleika sem á boðstólum eru
þessa síðustu daga fyrir jól. En
það er róandi og skemmtilegt að
setjast niður í ösinni og hlusta á
glæsilegt barokk eða blandaða
kóra syngja inn jólin.
Heitt jólaglögg
Skemtilegur siður sem nýtur
sívaxandi vinsælda. Mjöðurinn er
sáraeinfaldur og inniheldur oftast
eplasafa og jólalegt krydd í grunn-
ínn. Þeir sem vilja styrkja sopann
eilítið geta svo sett eilitla brjóst-
birtu út í. Fullkomið í kuldanum.
Að sjá heiminn
með augum barnsins
Það er ekki á hverjum degi sem
ný geislaplata með frumsömdu efni
fyrir börn lítur dagsins ljós og það
er því ávallt fagnaðarefni þegar
yngsta kynslóðin fær eitthvað við
sitt hæfi í menningarlífinu. Leik-
konan Kristjana Skúladóttir hristi
á dögunum fjórtán ný lög fram úr
erminni og sendi frá sér geislaplöt-
una Obbosí. „Ég á tvö börn, tveggja
og fjögurra ára, og það má segja að
platan hafi orðið til í kringum þau,“
útskýrir Kristjana. „Ég byrjaði að
semja fyrir börnin mín en þau hafa
voða gaman af því að heyra sungn-
ar sögur og ég byrjaði að bulla upp
úr mér ýmis lög og texta þegar ég
var að svæfa þau á kvöldin. Síðan
fór ég að vinna þetta á skipulagð-
an hátt, skrifa niður og búa þessu
almennilegt form. Það var síðan
snemma á þessu ári sem ég fékk þá
hugmynd að gefa þetta út og ég hélt
á fund Aðalsteins Ásbergs Sigurðs-
sonar sem hvatti mig til að semja
meira til þess að við gætum fyllt
heila plötu með efni.“
Einfaldleikinn í fyrirrúmi
Kristjana er menntuð leikkona
og útskrifaðist frá Leiklistarskóla
Islands fyrir fimm árum. Hún
segist lengi hafa fiktað svolitið við
tónsmíðar en fram að þessu hafi
það ekki verið neitt markvisst. „Ég
þurfti ekki að setja mig í neinar
sérstakar stellingar þegar ég samdi
þetta efni. Þegar maður er með lítil
börn í kringum sig allan daginn þá
er maður ósjálfrátt í þessari stemn-
ingu sem er nauðsynleg. Þegar ég
vann að lögunum þá lokaði ég mig
af og hafði stundum myndir af börn-
unum mínum hjá mér. Ég reyndi
að hugsa sem mest um hvað þeim
þætti skemmtilegt og hvað höfðaði
til þeirra og það er grunnurinn að
plötunni." Textarnir eru tiltölulega
einfaldir og samdir með það í huga
að ung börn geti auðveldlega notið
þeirra. „Sögurnar í lögunum eru
oft sagðar út frá barninu sjálfu. Ég
samdi textana nær eingöngu í í. per-
sónu og þetta er í raun og veru heim-
urinn séður með augum barnsins."
Börn eru kröfuhörð
Kristjana segir börn vera kröfu-
harða neytendur þegar kemur að
Kristjana Skúladóttir
Hlakkar til að vinna meira
efni fyrir börn bmmmí
afþreyingu og þau láti ekki bjóða
sér hvað sem er. „Þau láta alveg í sér
heyra ef þeim líkar ekki það sem
borið er fyrir þau. Þau standa bara
upp, bora í nefið og öskra ef þeim
mislíkar,“ segir Kristjana hlæjandi.
„Fullorðna fólkið kann sig eilítið
betur að þessu leyti og situr þar til
yfir lýkur þó því líki ekki endilega
það sem er á dagskrá. Börnin láta
mann bara heyra það þannig að
það er mikil áskorun að flytja efni
fyrir þau.“ Nóg er framboðið þegar
kemur að efni fyrir börn en það er
vitanlega misjafnt að gæðum líkt
og annað efni á markaði. Kristjana
segir að sér þyki áreitið oft vera of
mikið, sérstaklega í efni fyrir sjón-
varp. „Stundum eru teiknimyndir
mjög smábarnalegar en samt svo
allt of flóknar fyrir þann aldurshóp
sem þeim er ætlað að höfða til, mál-
K,fUMA&rna/
/SkákuC&ttiH'
farið alltof flókið og oft svo mikið
áreiti og verið að skrumskæla hlut-
ina svo mikið. Það er nóg að persón-
urnar séu feitar, bleikar og skrítnar
- þær þurfa ekki að tala eins og hálf-
vitar. Þær geta verið eðlilegar og
mannlegar."
Kristjana hefur fengist við ýmis-
legt síðan hún lauk námi og segir
hún nauðsynlegt að geta hlúð að sín-
um eigin hugmyndum og tækifær-
um. „Það er flókið og skrítið ferli
að útskrifast sem leikari og ætla að
starfa sem listamaður. Þú gengur
ekki að neinni vinnu sem vísri og
það er mjög misjafnt hvernig leikur-
um tekst að fóta sig í leikhúsheimin-
um. Maður verður að átta sig á hvar
orka manns liggur og elta sínar eig-
in hugmyndir. Leikhúsið er frábært
og það er gaman að vinna við það
en það er ekki hægt að byggja sjálfs-
mynd sína á því hvað manni er oft
boðin vinna i leikhúsunum. Það er
auðvitað gaman þegar það gerist
en núna liggur hugur minn voða
mikið í þessu barnaefni og það er
gott að hafa eitthvað skapandi að
fást við. Ég er ákveðin í að Obbosí
verði ekki síðasta barnaplatan sem
ég sendi frá mér.“
Skelfan 8 - s. 56B 2200
Smárallnd - s. 534 2200
www.babysatn.is
Ovísindalegur áttaviti
Vefritið Tíuþúsund tregawött
flutti á dögunum heimkynni sín í
vefheimum á slóðina http://www.
tregawott.net og framreiðir nú
þar ljóð og annað tilheyrandi efni
handa hverjum sem njóta vill. Vefrit-
ið leit dagsins ljós fyrir rúmu hálfu
ári og hefur unnið sér fastan sess í
daglegum ferðum ótal margra um
veraldarvefinn. Ásgeir H. Ingólfs-
son bókmenntafræðingur er einn
þeirra sem eiga sæti í ritstjórn. „Okk-
ur langaði að búa til einhverskonar
áttavita sem vísar í allar áttir og er
mjög óvísindalegur í alla staði.
Okkur fannst vanta vettvang þar
sem ljóðið væri í fyrsta sæti og ekki
bara eitthvert viðhengi og aukaper-
sóna eins og okkur fannst vera í
mörgum öðrum miðlum. Við reyn-
um að uppfæra eins oft og kostur er,
við fáum efni sent en mest af efninu
vinnum við ritstjórnin sjálf.“
Vefritið átti áður skjól á slóðinni
http://iooootw.blogspot.com og seg-
ir Ásgeir það alltaf hafa verið hugs-
að sem bráðabirgðahúsnæði. „Líkt
og fátækra ljóðskálda er siður þá átt-
um við þarna heimili í stuttan tíma
en svo þegar hagurinn vænkaðist
eilítið þá höfðum við efni á því að
fly tja,“ segir Ásgeir og býður alla vel-
komna að heimsækja Tregawöttin.